Fréttir
  • Jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar

Jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar

14.12.2006

Greinargerð um mögulegar jarðgangaleiðir á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar var kynnt á fundi í ráðhúsinu í Bolungarvík í dag. Á fundinum voru samgönguráðherra og Vegamálastjóri með fylgdarliði og bæjarfulltrúar í Bolungarvík og á Ísafirði.

Í greinargerðinni kemur fram að þrjár leiðir séu taldar mögulegar og næst sé að taka saman kynningarskýrslu um þessar leiðir og umhverfisáhrif þeirra. Leiðirnar eru Seljadalsleið, Skarfaskersleið og Hnífsdalsleið, sjá nánar yfirlitsuppdrátt.

Bæjarfulltrúar lýstu skoðunum sínum á leiðavali, en bæjarstjórnirnar sem slíkar hafa ekki tekið afstöðu í málinu. Rætt var um næstu skref og kom fram hjá ráðherra að hann stefnir að því að framkvæmdin komist inn á samgönguáætlun í vetur og þar komi fram hvaða leið verður valin.

Yfirlitsmynd

Skýrslan í heild