Fréttir
  • Birkir Hrafn Jóakimsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni.
  • Notuð var repave-aðferð við að malbika á Reykjanesbrautinni. Loftorka Reykjavík sá um framkvæmdina.

Malbikað á Reykjanesbrautinni í nótt - myndband

Óvenjulegt að malbika eftir miðjan nóvember

18.11.2022

Vel gekk að malbika á Reykjanesbrautinni í nótt og allt útlit fyrir að opnað verði fyrir umferð fyrir hádegi. Í myndbandi sem tekið var upp í nótt er rætt við Birki Hrafn Jóakimsson forstöðumann hjá Vegagerðinni sem segir frá framkvæmdinni, lokuninni og sérstakri aðferð sem notuð er við að malbika, en framkvæmdin var unnin af Loftorku Reykjavík í samvinnu við Colas Ísland. Einnig er rætt við Guðjón Viktor Guðmundsson frá björgunarsveitinni Skyggni í Vogum sem var einn af tíu úr þremur björgunarsveitum sem mönnuðu lokunarstöðvar í alla nótt.

Malbikað á Reykjanesbraut aðfaranótt föstudagsins 18. nóvember 2022.