Fréttir
  • Fyrsta malbikun sumarsins á Reykjanesbrautinni fór fram 28. apríl.
  • Malbikað í góðu veðri á Reykjanesbraut.
  • Breikka þurfti brúna yfir Strandgötu.
  • Mánaðarmótin febrúar/mars komu göngubrýrnar til landsins frá Póllandi. Þær voru fluttar til   Straumsvíkurhafnar og fluttar þaðan um leið á sinn stað, við Þorlákstún og við Ásland.
  • Búið er að setja upp göngubrú við Þorlákstún.
  • Tvöföldunin nær yfir 3,2 km kafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi.
  • Vinna við breikkun brúar yfir Strandgötu gengur vel.

Framkvæmdir við Reykjanesbraut í fullum gangi

3,2 km kafli frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi

29.4.2020

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir COVID-19. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl.

Tvöföldun Reykjanesbrautar á þessum kafla fer fram í mikilli nálægð við þunga umferð. Íbúabyggð er mikil í næsta nágrenni og þar eru einnig skólar og verslanir. Því er lögð mikil áhersla á öll öryggismál. Verið er að tvöfalda 3,2 km kafla auk þess sem setja á upp tvær nýjar göngubrýr og breikka brúna yfir Strandgötu.

Verktaki hefur haldið ótrauður áfram þrátt fyrir  COVID-19 faraldurinn en að jafnaði  hafa verið 45 starfsmenn á vinnusvæðinu. Hér fyrir neðan eru talin upp nokkur verk sem unnin hafa verið síðustu tvo mánuði.


  • - Mánaðarmótin febrúar/mars komu göngubrýrnar til landsins frá Póllandi. Þær voru fluttar til   Straumsvíkurhafnar og fluttar þaðan um leið á sinn stað, við Þorlákstún og við Ásland. Brúin við Þorlákstún hefur verið sett upp en hin bíður til haustsins.
  • - Vinna við hljóðmanir og landmótun er langt komin. Verktaki er að vinna að því að setja upp jarðvegshólf.
  • - Lagnavinnu er næstum lokið.
  • - Sprengingum vestan Strandgötubrúar er lokið.
  • - Vegagerð er í fullum gangi. Fyrsta malbikun sumarsins hófst þriðjudaginn 28. apríl.
  • - Umferð verður hliðrað á næstunni yfir á nýja hluta Strandgötubrúar svo það sé hægt að ljúka við vinnu við undirgöng norðurakreinar.