Fréttir
  • Ekkert ferðafeður verður á landinu aðfaranótt mánudags og mánudagsmorgun og fjölmargir vegir lokaðir

Ekkert ferðaveður og lokanir á vegum

Fylgist með á vef Vegagerðarinnar

6.2.2022

Ekkert ferðaveður verður á landinu aðfaranótt og að morgni mánudagsins 7. febrúar. Vegagerðin hefur gefið út áætlun um lokun á helstu vegum. Vegfarendur eru hvattir til að halda kyrru fyrir en að skoða að öðrum kosti vel vef Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað og/eða hafa samband við umferðarþjónustu Vegagerðarinnar í síma 1777. Einnig má benda á að ölduspá er afar slæm aðfaranótt þriðjudags.

Spáð er óvenju slæmu veðri aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar með suðaustan roki eða ofsaveðri með snjókomu og því alls ekkert ferðaveður. Snúast mun í suðvestan 13-18 m/s með dimmum éljum sunnan- og vestantil eftir hádegi á mánudag og fram á þriðjudag.

Vegagerðin hefur gefið út áætlun um lokanir á helstu vegum sem endurskoðuð er á hverjum tíma með tilliti til veðurs og færðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

Fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir enda ekkert ferðaveður í kortunum í nótt eða fyrramálið. Fastir bílar geta tafið mjög fyrir snjómokstri og seinkað því að hægt sé að opna vegi fyrir umferð þegar veðrið gengur niður.

Allir sem þurfa að vera á ferðinni ættu að fylgjast vel með upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hringja í umferðarþjónustuna í síma 1777.

Í kjölfar óveðursins næsta sólarhring er afar slæm ölduspá í kortunum. Spáin er verst aðfaranótt þriðjudags með mikilli ölduhæð meðfram suðurströndinni. Nánari upplýsingar um ölduhæð má finna á vefnum sjolag.is.

Hlekkur á áætlun um lokanir vega