1908

Ísafold, 11. janúar 1908, 35. árg., 2. tbl., bls. 7:

Misrétti.
Umkvartanir og kröfur til þings og
stjórnar frá 493 bændum í Rangárvallasýslu.
Rangárvallasýsla hefur nú orðið fyrir þeirri plágu, sem er eins dæmi í sögu landsins. Þessi plága stafar af misréttinu í landinu. Hún er af mannavöldum, og á rót sína að rekja til þings og stjórnar. Misréttisplága þessi kreppir svo að högum vorum, að til eyðileggingar horfir, ef ekki er við gert bráðlega. Vér finnum oss því knúða til að kvarta undan henni og krefjast meira jafnréttis.
Misréttið felst einkum í þessum atriðum:
4. Til vegabóta fær Rangárvallasýsla lítið. Ekkert til nýrra flutningabrauta, og þó eru veittar til þeirra 110.000 kr., ekki hina margþráðu og eftirvæntu brú á Ytri-Rangá, og aldrei hefur hún fengið neitt nema brautarspottann í vestanverðum Holtunum, frá Þjórsá að Rauðalæk (um 15 km.) "ópúkkaðan" og oft lítt færan.
Að sönnu hefur Rangárvallasýsla, einkum vestari hlutinn, gott af syðri brautinni í Árnessýslu (ekki Þingvallabrautinni), og brúnum á Þjórsá og Ölfusá, en hafa Reykvíkingar og fleiri héruð það ekki líka? Hvers vegna ætli Reykvíkingar leggi ekki sérstaklega fram fé til samgöngufæranna við Suðurlandsundirlendið, eins og það verður að gera? Þessari spurningu svaraði reykvískur þingmaður mjög merkur á þá einu leið, sem hægt var að svara: að það væri vitanlegt; að það væri ekki það sanngjarna, sem réði í þinginu.
Eftir vegalögunum frá síðasta alþingi ber Rangárvallasýslu að kosta viðhald flutningabrautanna í sýslunni, bæði þeirrar, er hún sjálf hefur látið gera, og landssjóðsbrautarinnar; og ekki nóg með það, heldur líka venjulegt viðhald Þjórsárbrúarinnar og þar á ofan viðhald brautarinnar í Árnessýslu milli Þjórsár og Ölfusár að 1/3 hluta. Auk þess er naumast hægt að vita, hvað sýslunni verður gert að skyldu samkv. 16. gr. vegalaganna, að kosta viðhald af brautunum, er hún hefur látið gera á þjóðveginum svonefnda austar í sýslunni. Með þessu fyrirkomulagi hlýtur að verða vanræksla á viðhaldi brautarinnar frá Reykjavík í Rangárvalla- og Árnessýslum, og vér líklega neyddir til að versla mest við Vestmannaeyjar eins og til forna, þrátt fyrir erfiðleikana og hætturnar, sem því fylgja. Kæmi síminn frá Reykjavík þá að litlu haldi. Menn í öðrum landsfjórðungum segjast lítil not hafa af símanum öðruvísi en í sambandi við strandferðirnar til að geta flutt með þeim ferðum á stund og stað það, sem pantað væri og lofað með símanum; eins hefðum vér lítil not af honum öðruvísi en í sambandi við vegina.
Það mum naumast þurfa að gera ráð fyrir því, að járnbrautin umrædda vestan frá Reykjavík verði lögð bráðlega, enda er henni ekki ætlað að ná austur í Rangárvallasýslu. Vér getum heldur ekki álitið, að landið sé fært um að leggja í þann kostnað, eins og nú er ástatt með fjárhag þess og með leigu af peningunum, þó einhver leið væri að fá lánið. Notin af járnbraut eru líka tvísýn, eins og til hagar hér á landi, og að sjálfsögðu engin á vetrum á öllu hálendinu, þegar snjór er kominn. Flestir hér eystra kjósa heldur viðgerð á höfn í Árnessýslu, og óska rannsóknar á því.
Meðan hvorki er um höfn né járnbraut að gera, væri full þörf á, að láta vagna með svo sem 10.000 króna styrk árlega ganga um veginn frá Reykjavík hingað austur um sýslurnar. Mundi það verða Rangárvallasýslu notadrýgra fyrst um sinn en járnbraut, sem næði eitthvað austur í Árnessýslu, og jafnvel Árnessýslu líka; er þá helst spurning um Reykjavík. Þessi upphæð er líklega minni en vextir mundu verða af kostnaði til járnbrautar frá Rvík upp að Rauðavatni eða á hverjum 10 km. Spöruðust þá milljónirnar, sem járnbrautin kostaði og mestur hluti árlegu vaxtanna, viðhaldið og reksturinn. Einnig gæti stjórnin þá sparað þær 16.500 kr., sem veittar eru til rannsóknar á járnbrautarsvæðinu.
Vér viljum með engu móti hleypa landinu í óviðráðanlegar skuldir. Oss finnst nóg um 500.000 króna lántökuna og hinn auðsæja tekjuhalla að auk. Sé enn bætt stórum við útgjöld landsins og sýslu- og sveitasjóðum líka hleypt í mjög miklar skuldir þá teljum vér þjóðina í fjárhagslegum voða, ef einhverja óáran ber að höndum.
Fleira mætti benda á til að sýna misréttið, en þessi dæmi munu nægja öllum sanngjörnum mönnum, sem með góðvild vilja athuga kjör þau, sem vér eigum við að búa. Eins og vér teljum það hina helgustu skyldu þings og stjórnar, að vaka yfir velferð landa sinna og annast um, að hver og einn fái að njóta réttar síns, eins vonum vér, að bætt verði að nokkru leyti úr misréttum, sem þvingar Rangárvallasýslu og allan landbúnað Íslands, og óskum að löggjöfin gefi ekki tilefni til þess, að vissir hlutar landsins eyðist, eða verði neyddir til að segja sig úr lögum við aðra hluta þess. Hinar minnstu kröfur, sem vér getum sætt oss við í bili er það, að vér fáum aðallínu talsímans einungis á landsins kostnað, þegar hún verður lögð hér austur um sýslurnar, og að vagnaferðir og báta til Suðurlandsins verði styrktar svo mikið, að það geti komið að einhverju gagni, eða ekkert að örðum kosti.
En þó einkum að nauðsynleg vegabót á aðalpóstleiðinni um hafnlausu héruðin sunnanland verði kostuð af landssjóði að öllu leyti.
Vér skorum því hér með á hið háa stjórnarráð Íslands, að láta ekki leggja talsímann hingað austur fyrir næsta alþing með því móti að krefjast tillags til hans frá Rangárvallasýslu. En sérstaklega skorum vér alvarlega á næsta alþing, að breyta vegalögunum frá síðasta þingi í þá átt, að landssjóður kosti umbætur og viðhald á allri aðalpóstleiðinni í Rangárvallasýslu, og jafnframt viðhald á aðalpóstleiðinni í Rangárvallasýslu, og jafnframt viðhald á aðalpóstleiðinni í Árnessýslu, að minnsta kosti að þeim hluta, sem vér eigum að fara að bera.
Rangárvallasýslu í desbr. 1907.
(Undirskrifað hafa 493 búendur af 513, sem eru í sýslunni).


Ísafold, 11. janúar 1908, 35. árg., 2. tbl., bls. 7:

Misrétti.
Umkvartanir og kröfur til þings og
stjórnar frá 493 bændum í Rangárvallasýslu.
Rangárvallasýsla hefur nú orðið fyrir þeirri plágu, sem er eins dæmi í sögu landsins. Þessi plága stafar af misréttinu í landinu. Hún er af mannavöldum, og á rót sína að rekja til þings og stjórnar. Misréttisplága þessi kreppir svo að högum vorum, að til eyðileggingar horfir, ef ekki er við gert bráðlega. Vér finnum oss því knúða til að kvarta undan henni og krefjast meira jafnréttis.
Misréttið felst einkum í þessum atriðum:
4. Til vegabóta fær Rangárvallasýsla lítið. Ekkert til nýrra flutningabrauta, og þó eru veittar til þeirra 110.000 kr., ekki hina margþráðu og eftirvæntu brú á Ytri-Rangá, og aldrei hefur hún fengið neitt nema brautarspottann í vestanverðum Holtunum, frá Þjórsá að Rauðalæk (um 15 km.) "ópúkkaðan" og oft lítt færan.
Að sönnu hefur Rangárvallasýsla, einkum vestari hlutinn, gott af syðri brautinni í Árnessýslu (ekki Þingvallabrautinni), og brúnum á Þjórsá og Ölfusá, en hafa Reykvíkingar og fleiri héruð það ekki líka? Hvers vegna ætli Reykvíkingar leggi ekki sérstaklega fram fé til samgöngufæranna við Suðurlandsundirlendið, eins og það verður að gera? Þessari spurningu svaraði reykvískur þingmaður mjög merkur á þá einu leið, sem hægt var að svara: að það væri vitanlegt; að það væri ekki það sanngjarna, sem réði í þinginu.
Eftir vegalögunum frá síðasta alþingi ber Rangárvallasýslu að kosta viðhald flutningabrautanna í sýslunni, bæði þeirrar, er hún sjálf hefur látið gera, og landssjóðsbrautarinnar; og ekki nóg með það, heldur líka venjulegt viðhald Þjórsárbrúarinnar og þar á ofan viðhald brautarinnar í Árnessýslu milli Þjórsár og Ölfusár að 1/3 hluta. Auk þess er naumast hægt að vita, hvað sýslunni verður gert að skyldu samkv. 16. gr. vegalaganna, að kosta viðhald af brautunum, er hún hefur látið gera á þjóðveginum svonefnda austar í sýslunni. Með þessu fyrirkomulagi hlýtur að verða vanræksla á viðhaldi brautarinnar frá Reykjavík í Rangárvalla- og Árnessýslum, og vér líklega neyddir til að versla mest við Vestmannaeyjar eins og til forna, þrátt fyrir erfiðleikana og hætturnar, sem því fylgja. Kæmi síminn frá Reykjavík þá að litlu haldi. Menn í öðrum landsfjórðungum segjast lítil not hafa af símanum öðruvísi en í sambandi við strandferðirnar til að geta flutt með þeim ferðum á stund og stað það, sem pantað væri og lofað með símanum; eins hefðum vér lítil not af honum öðruvísi en í sambandi við vegina.
Það mum naumast þurfa að gera ráð fyrir því, að járnbrautin umrædda vestan frá Reykjavík verði lögð bráðlega, enda er henni ekki ætlað að ná austur í Rangárvallasýslu. Vér getum heldur ekki álitið, að landið sé fært um að leggja í þann kostnað, eins og nú er ástatt með fjárhag þess og með leigu af peningunum, þó einhver leið væri að fá lánið. Notin af járnbraut eru líka tvísýn, eins og til hagar hér á landi, og að sjálfsögðu engin á vetrum á öllu hálendinu, þegar snjór er kominn. Flestir hér eystra kjósa heldur viðgerð á höfn í Árnessýslu, og óska rannsóknar á því.
Meðan hvorki er um höfn né járnbraut að gera, væri full þörf á, að láta vagna með svo sem 10.000 króna styrk árlega ganga um veginn frá Reykjavík hingað austur um sýslurnar. Mundi það verða Rangárvallasýslu notadrýgra fyrst um sinn en járnbraut, sem næði eitthvað austur í Árnessýslu, og jafnvel Árnessýslu líka; er þá helst spurning um Reykjavík. Þessi upphæð er líklega minni en vextir mundu verða af kostnaði til járnbrautar frá Rvík upp að Rauðavatni eða á hverjum 10 km. Spöruðust þá milljónirnar, sem járnbrautin kostaði og mestur hluti árlegu vaxtanna, viðhaldið og reksturinn. Einnig gæti stjórnin þá sparað þær 16.500 kr., sem veittar eru til rannsóknar á járnbrautarsvæðinu.
Vér viljum með engu móti hleypa landinu í óviðráðanlegar skuldir. Oss finnst nóg um 500.000 króna lántökuna og hinn auðsæja tekjuhalla að auk. Sé enn bætt stórum við útgjöld landsins og sýslu- og sveitasjóðum líka hleypt í mjög miklar skuldir þá teljum vér þjóðina í fjárhagslegum voða, ef einhverja óáran ber að höndum.
Fleira mætti benda á til að sýna misréttið, en þessi dæmi munu nægja öllum sanngjörnum mönnum, sem með góðvild vilja athuga kjör þau, sem vér eigum við að búa. Eins og vér teljum það hina helgustu skyldu þings og stjórnar, að vaka yfir velferð landa sinna og annast um, að hver og einn fái að njóta réttar síns, eins vonum vér, að bætt verði að nokkru leyti úr misréttum, sem þvingar Rangárvallasýslu og allan landbúnað Íslands, og óskum að löggjöfin gefi ekki tilefni til þess, að vissir hlutar landsins eyðist, eða verði neyddir til að segja sig úr lögum við aðra hluta þess. Hinar minnstu kröfur, sem vér getum sætt oss við í bili er það, að vér fáum aðallínu talsímans einungis á landsins kostnað, þegar hún verður lögð hér austur um sýslurnar, og að vagnaferðir og báta til Suðurlandsins verði styrktar svo mikið, að það geti komið að einhverju gagni, eða ekkert að örðum kosti.
En þó einkum að nauðsynleg vegabót á aðalpóstleiðinni um hafnlausu héruðin sunnanland verði kostuð af landssjóði að öllu leyti.
Vér skorum því hér með á hið háa stjórnarráð Íslands, að láta ekki leggja talsímann hingað austur fyrir næsta alþing með því móti að krefjast tillags til hans frá Rangárvallasýslu. En sérstaklega skorum vér alvarlega á næsta alþing, að breyta vegalögunum frá síðasta þingi í þá átt, að landssjóður kosti umbætur og viðhald á allri aðalpóstleiðinni í Rangárvallasýslu, og jafnframt viðhald á aðalpóstleiðinni í Rangárvallasýslu, og jafnframt viðhald á aðalpóstleiðinni í Árnessýslu, að minnsta kosti að þeim hluta, sem vér eigum að fara að bera.
Rangárvallasýslu í desbr. 1907.
(Undirskrifað hafa 493 búendur af 513, sem eru í sýslunni).