1907

Ísafold, 21. sept. 1907, 34.árg., 61. tbl., forsíða:

Vegabótafjárveitingin
er í nýju fjárlögunum 307 þús. Var síðast 183 þús.
Þar af á að verja 134 þús. í flutningabrautir: á Fagradal 55 þús., upp í Borgarfjörð 30 þús., milli Húsavíkur og Einarsstaða 25 þús., og til viðhalds flutningabrauta 24 þús.
Til þjóðvega á að verja 105 þús., að meðtalinni 33 þús. kr. brú á Fnjóská. Hinu er skipt nokkurn veginn jafnt milli landsfjórðunganna allra 4, eða frá 15-22 þús., á hvern.
Einum sýsluvegi er nú lagt vegafé: 15 þús., til vegarins frá Hafnarfirði suður að Vogastapa.
Með 16 ½ þús. vildi ráðgjafinn ólmur fá að ráðskast með >til að gera, nákvæmar landmælingar, er lagðar geti orðið til grundvallar við ákvörðun járnbrautarstæðis frá Reykjavík austur að Þjórsá< og fékk því framgengt að lokum sem ýmsu öðru viðlíka viturlegu eða bráðnauðsynlegu.
Þá voru veittar 4. þús. kr. til að mæla upp innsiglingu að Salthólmavík og Króksfjarðarnesi við Gilsfjörð, gegn ¼ hluta framlagi frá Dalasýslu og Barðarstrandar.
Annað vegafé viðlíka og áður, nema hvað launakostnaður hefir verið þar sem víðar aukinn að mun, úr 10 þús. upp í 18 þús. - bætt við aðstoðarmanni hjá landsverkfræðingnum með 2.700 kr. launum og ennfremur 1800 kr. skrifstofu um árið.


Ísafold, 21. sept. 1907, 34.árg., 61. tbl., forsíða:

Vegabótafjárveitingin
er í nýju fjárlögunum 307 þús. Var síðast 183 þús.
Þar af á að verja 134 þús. í flutningabrautir: á Fagradal 55 þús., upp í Borgarfjörð 30 þús., milli Húsavíkur og Einarsstaða 25 þús., og til viðhalds flutningabrauta 24 þús.
Til þjóðvega á að verja 105 þús., að meðtalinni 33 þús. kr. brú á Fnjóská. Hinu er skipt nokkurn veginn jafnt milli landsfjórðunganna allra 4, eða frá 15-22 þús., á hvern.
Einum sýsluvegi er nú lagt vegafé: 15 þús., til vegarins frá Hafnarfirði suður að Vogastapa.
Með 16 ½ þús. vildi ráðgjafinn ólmur fá að ráðskast með >til að gera, nákvæmar landmælingar, er lagðar geti orðið til grundvallar við ákvörðun járnbrautarstæðis frá Reykjavík austur að Þjórsá< og fékk því framgengt að lokum sem ýmsu öðru viðlíka viturlegu eða bráðnauðsynlegu.
Þá voru veittar 4. þús. kr. til að mæla upp innsiglingu að Salthólmavík og Króksfjarðarnesi við Gilsfjörð, gegn ¼ hluta framlagi frá Dalasýslu og Barðarstrandar.
Annað vegafé viðlíka og áður, nema hvað launakostnaður hefir verið þar sem víðar aukinn að mun, úr 10 þús. upp í 18 þús. - bætt við aðstoðarmanni hjá landsverkfræðingnum með 2.700 kr. launum og ennfremur 1800 kr. skrifstofu um árið.