1898

Tenging í allt blaðaefni ársins 1898

Ísafold, 15. janúar 1898, 25. árg., 3. tbl., bls. 11:
Þorkell Bjarnason gerir athugasemd við grein um skiptingu á vegabótagjaldi og vegaframkvæmdum í Kjósar- og Gullbringusýslu.

Skipting Kjósar- og Gullbringusýslu
Í 81. og 82. tbl. Ísafoldar hefir Guðm. Guðmundsson, sýslunefndarmaður í Landakoti, reynt að sýna almenningi í mjög langri grein, hversu ummæli mín um skipting Kjósar- og Gullbringusýslu hafi verið fjarri sanni.
Ég skal nú eigi taka annað til skoðunar en það, sem mér annaðhvort sýnist gjörsamlega rangt eða nauðavillandi í grein sýslunefndarmannsins.
¿¿
Ekki mun reikningur hans um vegabótagjald beggja sýslnanna öllu réttari. Ég skal þó sleppa því, að hann telur það aðeins um 19 ár, sem Kjósarsýsla hefir goldið í vegasjóðinn, en um 21 ár, það, sem henni hefir verið lagt til veganna, auðsjáanlega til að geta fengið þá upphæðina í frekari. Ekki skal ég heldur fá mér það til, þó að hann telji Elliðaárbrýrnar til vegabóta í Kjósarsýslu (raunar hélt ég að allir sýslunefndarmennirnir mundu vita, að Elliðaárnar eru á sýslumörkum og að brýrnar hljóta því að teljast til vegabóta í báðum sýslunum eftir réttu hlutfalli); en ég efast fyllilega um, að nokkur heil brú sé í reikningunum, og skal ég nú færa rök að því.
Fram á milli 1880 og 1890 voru sýsluvegirnir í Kjósarsýslu margfalt meiri en þeir eru nú. Mikið af þeim er síðan horfið inn í póstvegina. Framan af var því miklu meira lagt til veganna í Kjósarsýslu en á síðari árum, eins og gefur að skilja. Því miður hef ég ekki skýrslu, nema um tíu ár, yfir upphæðir þess fjár, sem varið hefir verið til sýsluveganna í Kjósarsýslu, en það eru þau 4 árin 1878 til 1881, öll árin meðtalin; þá voru lagðar 1200 kr. til vegabóta í Kjósarsýslu, og árin 1892 til 1897, öll árin talin, voru þá lagðar 660 kr. til vegabóta í sömu sýslu. Þessar tvær upphæðir, sem veittar hafa verið á 10 árum, eru hvergi nærri 2.000 kr. Eftir reikningi sýslunefndarmannsins hefði því á þeim 11 árum, sem vantar (hann telur sem sé 21 ár), átt að verja til Kjósarsýslu yfir 3.500 kr., en það getur með engu móti staðist. En hvað sem þessu líður, þá þarf enginn að sjá ofsjónum yfir því, að sýslunefndarmennirnir úr Kjósarsýslu dragi framvegis mjög “ríflegan hlut” úr sýsluvegasjóðnum, þar sem út lítur fyrir, að á næstu 28 árum gangi fram að helmingi alls vegabótagjaldsins í 2 hreppana í Gullbringusýslu.
Reynivöllum, 17. des. 1897.
Þorkell Bjarnason.


Þjóðólfur, 11. febrúar 1898, 50. árg., 8. tbl., forsíða:
Í fréttabréfi úr Mosfellssveit er hvatt til þess að vegur verði lagður norður að Esju.

Úr Mosfellssveit, 2. febr.
Að fregnbréf eru sjaldnar rituð blöðum hér úr næstu sveitum við útkomustað þeirra, en lengra að, kemur víst til af því, að mönnum finnst ekkert í frásögur færandi úr næsta nágrenni, en þess má þó gæta, að úti um landið lengra frá, eru frásagnir úr nágrenninu við útkomustaði blaðanna, eins nýnæmislegar, eins og fréttir úr fjarlægari sveitum. Og því ætla ég að færa í letur það sem mér virðist frásagnarverðast hér úr sveitinni.
¿¿¿
Eitt atriði enn vildi ég minnast á. Þó um undanfarin ár hafi verið unnið talsvert að vegabygging hér á Suðurlandi, er þessi næsta sveit við höfuðstaðinn þó veglaus enn, því svo aðdáanlega hefur verið sneitt hjá byggðinni með þessa tvo vegi austur yfir heiðar, að það eru aðeins 3-4 bæir í Mosfellssveit, sem geta notað þá með vagn. Það þyrfti hið fyrsta að leggja akveg norður að Esju. Sá vegur kæmi meiri hluta Mosfellssveitar að notum og þeim hluta Kjalarneshrepps, er síst getur notað sjóveginn. Þessi vegarspotti mætti einnig heita gerður fyrir Reykjavík. Hún þarf nú orðið daglegra viðskipta við næstu sveitirnar. Þar er og mest von umferðar útlendra ferðamanna, sem um stuttan tíma dvelja í bænum. Er því bæði hagur og sómi þjóðarinnar undir því kominn, að bæta vegina út frá höfuðstaðnum. – Að vísu má búast við því, ef farið væri fram á fjárveiting til þessa vegarspotta, og telja ótilhlýðilegt að hrúga svo miklu af vegabótafénu niður á einn hluta landsins, en þess ber öllum skynsömum mönnum að gæta, að þar sem þjóðfélaginu í heild sinni er mest arðsvon að einu fyrirtæki, á það að ganga fyrir öðru. Eða hvenær hafa tær og fingur líkamans öfundað nefið af því, að njóta ánægju manarinnar?
Vegur lagður frá Elliðaám að Leirvogsárbrú, hlyti að liggja skammt frá hinum álitlegustu vatnsaflsnotkunarstöðum á ánum, er ég nefndi, og greiða fyrir iðnaðarstofnunum við þær, og hann lægi skammt frá Álafossi, til stórhagræðis fyrir marga, er nota vinnuvélanna þar.
B.


Þjóðólfur, 4. mars 1898, 50. árg., 11. tbl., bls. 42:
Allmargir Eyrbekkingar hafa haft vinnu við grjótdrátt til hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölfusárbrúar.

Innlendar fréttir
Allmargir Eyrbekkingar höfðu talsverða atvinnu við grjótdrátt til hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölvesárbrúarinnar og kom það sannarlega í góðar þarfir, því menn eiga hér ekki slíku að venjast um þennan tíma árs.
Nú er sagt, að útgerðarmaður gufubátsins “Oddur” ætli að hætta við að leigja hann Rangárvalla- og Árnessýslum til strandferða í sumar, og er það skaði mikill, ef sýslunefndirnar leggja nú árar í bát og reyna ekki að útvega annað skip, t.d. “Reykjavík”, til að taka bráðnauðsynlegustu ferðirnar, sem “Oddur” hefur haft, því yfirfljótanlega nóg verður að flytja og hafnaleysið þarf ekki svo mjög að óttast, það hefur “Oddur” svo áþreifanlega sýnt.


Þjóðólfur, 3. júní 1898, 50. árg., 26. tbl., bls. 102:
Greinarhöfundur segir að svo líti út sem með vaxandi vegabótum sé ekki nóg til af færum vegabótastjórum og því aðeins sé óhætt að fá þessum mönnum peninga í hendur, að þeir séu þekktir að dánumennsku og reglusemi.

Um vegabætur
Úr Hrútafirði er skrifað 14. f.m. Í fyrra sumar var gerð töluverð vegabót á Laxárdalsheiði Strandasýslumegin. Sá vegur liggur upp frá Borðeyri og í botninn á Laxárdalnum. Til þess var varið rúmum 1.900 kr., og voru þar lagðir hér um bið 680 faðmar af upphleyptum vegi, 5 ál. breiðum og sumsstaðar meira; vegurinn er ekki fullgerður, því ennþá vantar ofaníburð í nokkurn kafla af honum, og nauðsynlega þarf að bæta við hann til þess hann komi að verulegum notum. Var það óþarft að vegur þessi væri nokkursstaðar breiðari en 5 ál., og það mun vegabótastjóra hafa verið sagt að hafa hann, og í öðru lagi getur það verið álitamál, hvort vegurinn hefði ekki mátt vera minna upphlaðinn sumsstaðar, eftir því sem landslagi er háttað. Ég get þessa, ekki af því, að ég telji það galla á veginum, heldur með tilliti til þess, að þetta tvennt, að þetta tvennt hefur gert veginn dýrari en annars hefði mátt vera og vegabótina þar af leiðandi styttri. Ég ætla að taka það fram í tilefni af þessari vegabót, að það er mín skoðun að vegabótastjórar eigi að taka þátt í sjálfu verkinu með mönnum sínum, þegar þeir geta komið því við að skaðlausu vegna umsjónarinnar, en ókunnugt er mér um, að hve miklu leyti þeir eru skyldir til þess; að minnsta kosti virðist það mjög óheppilegt, að verkstjóri vinni lítið sem ekkert, þegar eins stendur á og við vegalagninguna á Laxárdalsheiði, þar sem verkamennirnir voru ekki fleiri en 8-10; það rýrir æði mikið fé það, sem gengur til sjálfrar vinnunnar, þar sem verkstjórar hafa langhæsta kaupið.
Það er annars athugavert, að svo lítur út sem með vaxandi vegabótum sé ekki nóg til af þeim mönnum, sem því eru vaxnir að sjá um umfangsmiklar vegagerðir. Það er auðvitað fyrsta skilyrðið að þessir menn viti hvar vegi á að leggja og hvernig, en það eitt er ekki nóg; hitt er ekki síður áríðandi, að þeir kunni að stjórna mönnum, og til þess þurfa þeir að vera liprir menn og reglusamir, geta látið aðra hlýða, og hafa sjálfir svo oft sem unnt er eftirlit með verkinu.
Vegabótastjórum eru fengnir í hendur peningar svo mörgum þúsundum króna skiptir, og þó þeir gefi reikninga yfir, hvernig fénu hafi verið varið, eru það engar reglulegar sannanir, því kvittanir munu sjaldnast fylgja frá verkamönnum yfir vinnulaun, né frá öðrum yfir önnur útgjöld. Ég býst við að því mun svarað, að erfitt sé að sýna með kvittunum, hvernig hverri krónu er varið, og getur það satt verið, en þá vil ég því aðeins þessum mönnum peninga í hendur, að þeir séu þekktir að dánumennsku og reglusemi.
Ég get tekið það til dæmis, að verkstjórinn á Laxárdalsheiði hefði getað reiknað sér kaup fyrir vinnuhesta sína um hvern einasta dag, sem vegabótin stóð yfir, þrátt fyrir það að hann brúkaði þá ekki nema nokkuð af tímanum, og eins hefði hann getað reiknað sjálfum sér full daglaun um þá daga, sem hann var á ferðalagi, þó næsta ólíklegt sé, að þær ferðir hafi allar verið í þarfir vegabótarinnar, en hvort sem hann hefur gert þetta skal ég ekki segja um.



Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 138:
Greinarhöfundur hefur ýmislegt að athuga við fyrirhugað vegarstæði frá Þjórsá að Ytri-Rangá sem Sigurður Thoroddsen hefur mælt og til tekið.

Vegarlagningin milli Þjórsár og Rangár
Þegar framkvæma á stórkostleg mannvirki, sem fjöldi manna á að nota og kostuð eru af almannafé, er mjög áríðandi, að þess sé vandlega gætt, að það verði að sem allra bestum notum og tryggilega af hendi leyst.
Þetta þarf ekki hvað síst að hafa hugfast, þegar er verið að leggja nýja vegi, sem mikið er nú gert að á þessum tímum, og er hið mesta framfaraspor, sem stigið hefur verið hér á landi undanfarin ár, enda verður landsstjórninni ekki ámælt með réttu fyrir það, að hún hafi ekki gert allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að vegagerðir yrðu framkvæmdar á sem fullkomnastan hátt, og á landshöfðingi vor bestu þakkir skilið fyrir sín góðu afskipti af því máli.
Um hið fyrirhugaða vegarstæði frá Þjórsá austur að Ytri-Rangá, sem nú stendur til að fara að leggja veg yfir í vor og sumar og mannvirkjafræðingurinn hr. Sigurður Thoroddsen mældi og til tók í haust sem leið, vil ég leyfa mér að koma með nokkrar bendingar.
Svo virðist, sem hr. S. Thoroddsen hafi hugsað meira um það, að hafa sem allra beinasta vegarstefnuna frá Þjórsárbrúnni austur að Rauðalæk, heldur en hitt, að vegurinn yrði lagður á sem hentugastan stað til yfirferðar að vetrinum, og má að vísu ætla, að það sé sprottið af ókunnugleik hans á landslaginu.
Engum kunnugum manni getur dulist, að ef vegurinn er lagður eftir fyrirlagi hr. Sigurðar, verður vegarkaflinn frá Hárlaugsstöðum austur að Steinslæk lítt fær – oft ófær – um vetrartímann, vegna þess, að hann liggur framan í háum hæðum, sem alltaf fyllast af snjó og mundi gera veginn ófæran; sömuleiðis hlýtur veginum að vera stór hætta búin í leysingum af vatnsrennsli ofan úr hæðunum, nema vatnsaugu séu höfð því þéttar á honum.
Væri nú vegurinn lagður nokkrum hundruðum faðma sunnar eða neðar heldur en hr. Sigurður mældi, liggur hann yfir langtum meira jafnlendi, aldrei utan í hæðum eða háum holtum, og er það mjög mikill kostur, og með því móti fengin vissa fyrir, að vegurinn leggist ekki undir snjóskafla eða verði ófær að vetrinum.
Það er því mín tillaga, að vegurinn verði lagður, þegar austur fyrir Kálfholtsheiðina kemur, fyrir framan lónbotnana austur yfir Steinholstögl, norðan undir Skjólholti, fyrir framan Hárlaugsstaðagil og yfir um Steinslæk framan við bæinn Áshól, þaðan austur fyrir norðan Selssand eða við norðurendann á honum, en þaðan beina stefnu austur að brúarstæðinu á Rauðalæk, sem herra Sigurður ákvað og er mjög vel valið.
Ef vegurinn yrði lagður þannig, losast landssjóður við að kosta 4 eða 5 brýr yfir gil þau, sem eru á hinni vegarstefnunni og eins og ég hefi áður tekið fram, liggur vegurinn þá um mesta jafnlendi, sem til eru á þessari leið, að vísu verðu brúin yfir Steinslæk hjá Áshól dýrari en uppi undir Sumarliðabæ, þar sem hr. Sigurður ætlaði að hafa hann, en vel mun verð þeirra 4 eða 5 brúa nægja í þann mismun, sem sparast, ef vegurinn verður lagður þessa leið, sem ég hefi bent á. Að vegurinn veðri lengri þessa leið munar mjög litlu.
Enn er eitt, sem virðist mæla mjög mikið með þessu vegarstæði, og það er, að með því móti liggur vegurinn alveg við Selssand, en þar mun vera ákjósanlegasti ofaníburður, sem til er á þessum vegarkafla.
Ég vil því leyfa mér fyrir hönd allra þeirra, sem veg þennan þurfa að nota á vetrum, að óska þess alvarlega, að verkstjóri sá, sem falið hefir verið á hendur að standa fyrir vegargerðinni milli Þjórsár og Rangár, skoði báðar þessar vegarstefnur, og efast ég ekki um, að ef hann gerir það nákvæmlega, þá muni hann verða á sama máli og ég; og, ef hann færi síðan þess á leit við landshöfðingja eða hans umboðsmann, að vegurinn muni þá verða lagður á þeim stað, sem ég hefi hér bent á.
Verði þessu ekki gaumur gefinn, má búast við, að þessi vegarkafli verði lítt fær alloft fyrir hesta að vetrinum, auk heldur að hann verði akfær, eins og þó er til ætlast.
Eins og kunnugir munu vita, koma mínir hagsmunir hvergi nærri þessu máli. Heimili mitt veit svo við veginum, að ég hefi hans engin not, hvora leiðina sem hann er heldur lagður. Það stendur alveg á sama, hvað mig snertir. – Ég læt þessa getið vegna þess, að þau tíðkast allmjög nú orðið, hin breiðu spjótin: að hver, sem leggur eitthvað til almennra mála, geri það af óhreinum hvötum, - af síngirni eða einhverri eiginhagsmuna von.
Hala í Holtum 28. maí 1898.
Þ. Guðmundsson.


Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 139:
Hér segir frá verkefnum þriggja vegaverkstjóra á Suðurlandi og í Strandasýslu.

Vegagerð 1898
Fyrir nokkru er hr. Erlendur Zakaríasson byrjaður á flutningabrautinni niður Flóann, frá Selfossi, í stefnu milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, með allmiklu verkaliði. Hefir Árnessýsla tekið til þess 12.000 kr. lán, en hitt leggur landssjóður til, nema Lefolii verslun á Eyrarbakka 2.000 kr.
Annar vegagerðarstjóri, landsstjórnarinnar, hr. Einar Einarsson, er nýfarinn austur í Holt með nokkurn hóp verkamanna til að byrja á veginum þar, milli Þjórsár og Rangár ytri, sem minnst er á í grein hr. alþingismanns Þórðar í Hala hér í blaðinu. Er þar sem oftar ágreiningur um vegarstefnuna, en sá munurinn þó, að því er merkir og skilorðir innanhéraðsmenn tjá oss, að þeir, héraðsmenn, eru allir á einu máli, því sama og alþm. Þeirra heldur fram, og verðu það þá vonandi ofan á. Til þessarar vegagerðar eru ætlaðar 30.000 kr. þ. á.
Vegagerð í Strandasýslu, er landssjóður styrkir þ. á. með 5.000 kr., móts við annað eins frá sýslubúum, auk tillags úr sýsluvegasjóði, stýrir Tómas Petersen, er réð vegagerð í fyrra í Barðastrandarsýslu.


Ísafold, 22. júní 1898, 25. árg., 40. tbl., bls. 159:
Amtsráð leyfir sýslum lántökur til vegabóta í viðbót við styrki úr landssjóði.

Vegabætur og vegabótalán
Amtsráðið leyfði sýslunefnd Strandasýslu að taka 3.200 króna lán til vegabóta (á Bitruhálsi, Stikuhálsi og í Bæjarsveit) í viðbót við 5.000 kr. styrk úr landssjóði. Lánið endurborgist á 15 árum.
Sömuleiðis var Snæfellsness- og Hnappadalssýslu leyfð 1000 kr. vegagerðarlántaka til 10 ára, til móts við 2000 kr. styrk úr landssjóði. Ennfremur sýslunefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu veitt leyfi til allt að 1000 kr. lántöku í sumar til nauðsynlegra vegabóta. En sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu skyldi mega verja allt að 550 kr. af sýsluvegagjaldi til gufubátsferða um Ísafjarðardjúp.
Til brúargerðar í Tunguá í Miðdalahreppi var sýslunefnd Dalasýslu leyft að veita allt að 300 kr. úr sýslusjóði, gegn jafnmiklu tillagi frá hreppsbúum.
Amtsráðið fól forseta sínum að mæla með við landshöfðingja beiðni frá sýslunefnd Mýrarsýslu um að lögákveðinn yrði þjóðvegur frá Borgarnesi vestur yfir Mýrar út að Búðum eða vestur í Stykkishólm, eða þó ekki skemur en vestur fyrir Hítará.
Dalamenn vildu fá Laxárdalsheiðarveg þar í sýslu og veginn yfir Haukadalsskarð numna úr tölu sýsluvega, en í þess stað hina nýju kaupstaðarleið þeirra frá Þorbergsstöðum að Búðardal (um Kambsnes) gerða að sýsluvegi, og samþykkti amtsráðið það.


Ísafold, 24. des. 1898, 25. árg., 79. tbl., forsíða:
Hér er yfirlit yfir vegaframkvæmdir á árinu 1898 en þetta ár voru á fjárlögum ætlaðar 117.000 kr. til vegabóta og hefur sú upphæð nærri áttfaldast á 20 árum.

Vegagerð 1898
Landsvegagerð eða vegagerð á landssjóðs kostnað ýmist að mestu eða öllu leyti hefir fram farið í 7 héruðum þetta sumar, sem leið. Enda voru í fjárlögunum þetta ár ætlaðar rúmar 117 þús. kr. til vegabóta. Samt mun nokkru af því ekki verða eytt fyr en á næsta ári.
Fyrir 20 árum, eða árið 1878, var vegabótafjárveitingin úr landssjóði 15 þús. kr. Hún hefir því nærri áttfaldast á 20 árum.
Einna mest var unnið að hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp Flóann, frá Eyrarbakka að Ölfusárbrúnni hjá Selfossi.
Vegalengdin eru rúmar 11 rastir (11½ )eða að kalla má 1½ míla. Eftir lauslegri áætlun kostar sú braut öll 36.000 kr. og leggur sýslan, Árnessýsla til þriðjung þess kostnaðar, 12.000 kr., en landssjóður hitt, nema ef Lofolii-verslun á Eyrarbakka leggur fram einhvern skerf, 1-2000 kr., svo sem hún kvað hafa veitt ádrátt um, er vegurinn væri fullger.
Tæpan helming var lokið við í sumar af braut þessari, eða rúmar 5 rastir, og kostaði fulla 21 þús. kr. En það var erfiðasti kaflinn, neðri hlutinn, yfir hraun nokkuð, og mjög langt að viða að grjóti og ofaníburði. Var þó gert til sparnaðar, að nota akfæri í fyrra vetur til að koma að grjóti, fyrir hátt á 6. þús. kr. Hefir því hver faðmur í vegi þessum, er gerður var í sumar, kostað nál. 7.500 kr. Enda er vegurinn vel traustur og vandaður, 6 álna breiður, með ½ faðms bekkjum utan með og skurðir þar fyrir utan, 3-6 álna breiðir.
Vegurinn stefnir ekki beint niður á Eyrarbakka, heldur lítið eitt austar, milli Stóra-Hrauns og Litla-Hrauns, til þess að gera Stokkseyrarmönnum hægra fyrir að leggja álmu úr honum austur til sín, sem þeir voru byrjaðir á í sumar á sinn kostnað og sýslusjóðs; áætl. Kostnaður 3.000 kr.
Flutningabrautargerð þessari upp Flóann í sumar stýrði Erlendur Zakaríasson. Vinnulið hans var 37 menn lengstan tímann, 4 mánuði; síðasta hálfa mánuðinn, 1. – 15. okt., ekki nema 9 menn. Flokkstjóra hafði hann sex. Kveðst hafa tekið eftir því að best vinnist, ef samvinnuhóparnir séu ekki of stórir, hest ekki nema 6-9 í hverjum hóp.
Flokkstjórar höfðu 3 kr. 40 a. í kaup á dag, aðrir flestir kr. 2,80 að meðaltali, fáeinir dálítið meira og nokkrir miklu minna. Allur þorrinn vanir vegagerðarmenn og valið lið. Fáeinir daglaunamenn óvanir haust og vor fyrir minna kaup, 2,25-2,50. Engin sunnudagsþóknun.
Stokkseyrarálman var höfð 1 alin mjórri, en jafnvönduð að öðru leyti. Fyrir þeirri vegarlagningu stóð Ketill nokkur Jónasson, við 12. mann. Þeir unnu aðeins 9 vikur, fyrir og eftir slátt.
Þá er Holtavegurinn, hið bráðnauðsynlega framhald þjóðvegarins austur Hellisheiði og Flóann þveran með brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá, skilyrðið fyrir því, að Rangvellingar og Skaftfellingar geti haft full not af þeirri miklu vegagerð.
Til hans veitti þingið í fyrra 30.000 kr., og ætlaðist til, að lokið yrði við hann í sumar. En ekki entist tíminn til þess. Og ekki heldur nein tiltök að féð endist alla leið, hversu sparlega sem á er haldið. En það sætir mikilli furðu, hve kostnaðarlítill sá hluti vegarins varð, sem gerður var í sumar, ekki nema 3 kr. faðmurinn, sem mun vera hér um bil einsdæmi um almennilegan veg og rétt gerðan, - þó að vísu geymdur væri til næsta sumars ábætir á ofaníburðinn, af ásettu ráði, svo að hann nýttist betur.
Vegalengdin yfir Holtin öll er 18 rastir eða tæp hálf þingmannaleið, frá Þjórsárbrú að Árbæ við Rangá.
Þar af var lokið við í sumar 10 rastir, frá Þjórsá austur fyrir Steinslæk, fyrir ekki helming fjárins, eða 14.700 kr. En ógerð á þeim kafla (austast) ein brú, á Steinslæk, er giskað er á að kosta muni 2.500 kr. Hún á að verða 30 álna löng, á 9 feta háum stöplum. Lækurinn, Steinslækur, er að vísu örmjór, en brúin höfð svona löng, til þess að varast vatnagang, er hann flóir yfir bakka sína. Og svo þarf að gera aðra brú austar, á Rauðalæk, jafnlanga, en nærri stöplalausa, á gljúfri hjá bænum Rauðalæk; giskað á, að til þess muni fara nær 2000 kr. Þegar svo þar leggst ofan á ofaníburðar-ábætirinn á þann kafla vegarins, sem gerður var í sumar, verða ekki eftir af fjárveitingunni nema um 10 þús. kr., og ekki búist við að það hrökkvi í meira en helming þess, sem eftir er austur að Rangá, eða í kaflann milli Steinslækjar og Rauðalækjar, 4 rastir. Þá er eftir kaflinn þaðan að Árbæ, aðrar 4 rastir. Og svo brú yfir Rangá þar, endahnúturinn á Rangárvallaflutningabrautinni frá Reykjavík, hvenær sem hún kemst á.
Fyrir vegagerðinni milli Þjórsár og Steinslækjar í sumar stóð Einar Finnsson. Hann valdi og vegarstæðið, sem mun vera mikið gott og vegurinn fyrir það hafa verið svona ódýr. Liggur vegurinn mestallur á sléttri mýri, með mjög haldgóðum jarðvegi, nærri því reiðingaristu, og gerði hr. E. F. uppþurrkunarskurði langt frá veginum, þar sem mýrin er blautust. Fyrir það hyggur hann veginn öruggan, þótt óvanalega lítið sé í hann borið, bekkir meðfram honum litlir sem engir o.s. frv. Hann er og ekki nema 5 álna breiður, eftir tilætlun Alþingis.
Hr. E. F. hefir verið eystra núna jólaföstuna að undirbúa brúargerðina á Steinslæk; rífa upp grjót í brúarstöplana og koma því að brúarstæðinu o.s. frv.
Þá var haldið áfram þetta ár vegabótinni um Dalina, af Árna Zakaríassyni, við 20. mann eða þar um bil; byrjað laust eftir miðjan maímán. hjá Þorbergsstöðum í Laxárdal og haldið áfram suður fyrir Tunguá, milli Kvennabrekku og Sauðafells; hætt þar 30. sept. Er sú vegarlengd öll rúmar 9 rastir eða nokkuð á aðra mílu. Dálítinn kafla, um 200 faðma, þurfti ekkert að gera við; það voru sléttir melar. Haukadalsá er á þeirri leið; á hana þarf brú, 27 álna langa, sem er ógerð enn. Ekki er þessi vegur 5 álna breiður. En að öðru leyti fullvel vandaður. Meðalkaup á þessari vegavinnu 2,80-3,00 kr. Flokkstjórar 3. Kostnaður allur rúmar 8.000 kr. Eftir að bera ofan í 450 faðma; en aftur lögð undirstaða að dálitlum kafla sunnan Tunguár, nokkuð á 2. hundrað faðma.
Norðanlands stóð Páll Jónsson fyrir vegabót á Vatnsskarði, eða veginum frá Vallhólmi (Húseyjarkvísl) að Bólstaðarhlíð, nál. 19 röstum, er hann átti ekki eftir af í haust nema 3, vestast. Af þeirri 16 rasta vegabót var tæpur helmingur alveg úr vegur, en hitt ruðningur og önnur viðgerð á eldra vegi. Vegabreiddin ekki nema 4 ½ alin. Bratti mest 1:8. Vinnuliðið 12 um sláttinn, þar af 10 sunnlenskir vegamenn vanir; en miklu fleiri fyrir og eftir slátt, stundum allt að 40. Kostnaður um 8.000 kr. Tvær brýr þarf að gera á þessari leið, á Valadalsá og Hlíðará, 20 álna langa hvora.
Eyfirðingar fengu veittar í fyrra 14.000 kr. til flutningabrautar fram það hérað frá Akureyri, og var lokið við í sumar 7 rastir eða tæpa mílu. En 15 rastir er vegarlengdin frá Akureyri fram að Grund: lengra ekki hugsað í bráð. Sá vegur er frekar 6 álnir á breidd, fullkominn akvegur, gerður undir stjórn sjálfs landsmannvirkjafræðingsins, hr. Sigurðar Thoroddsen.

Þrjár sýslur fengu á síðasta alþingi nokkurn styrk til vegabóta á sýsluvegum, með þeim skilyrðum, að sýslubúar legði tl fé, er næmi að minnsta kosti helmingi styrksins auk þess, er sýsluvegasjóður leggur til og að fyrir vegagjörðinni stæði verkstjóri, er ráðinn væri með samþykki landshöfðingja.
Af því fé eiga Austur-Skaftfellingar ónotaðar enn sínar 2.000 kr. (ekki 1000 kr.) til vegagerðar á sýsluveginum frá Hólum að Höfn. En Strandamenn og Snæfellingar unnu sinn hluta upp í sumar.
Strandamenn höfðu Tómas Petersen fyrir verkstjóra. Þeir höfðu 5.000 kr. landssjóðsstyrk úr að spila, auk innanhéraðstillagsins, um 3.000 kr. Fór nokkuð af því til vegavinnutóla til handa sýslunni, vagna o.fl. Lengstur vegarkafli nýr var gerður á Bitruhálsi, milli Bitru og Kollafjarðar, nokkuð á 4. röst. Þá annar á Stikuhálsi, milli Hrútafjarðar og Bitru, rúmar 2 rastir. Bratti mest 1:10. Vegarbreidd aðeins 4 álnir. Auk þess var gert við nál. 400 faðma kafla innan til við Borðeyri, og lögð 1 röst af nýjum veg utanvert við það kauptún. Unnið var hátt á 5. mánuð. Veralið nál. 20; þar af 5 Reykvíkingar, hinir innan sýslu.
Loks vörðu Snæfellingar sínum 2000 kr. landssjóðsstyrk, að viðbættum 1000 kr. innanhéraðs, til þess að láta gera við hjá sér á 4 stöðum. Þar á meðal var fullgerður Arnarstaðavegur svonefndur, í Helgafellssveit, 736 faðmar; 4 álna breiður. Þá ver gert lítils háttar við vegakafla í Stykkishólmshreppi. Enn fremur lagður grundvöllur til vegar yfir Hjarðarfellsflóa í Miklaholtshreppi, 1260 fðm. Og loks lagðir dálitlir vegspottar tveir í Ólafsvík.
Vegagerði þessari í Snæfellssýslu stýrði Pétur Þorsteinsson, Reykvíkingur, eins og hinir verkstjórarnir allir framangreindir.
Hann sýnir fram á í skýrslu sinni með greinilegum reikningi, að ofaníburður í Arnarstaða-vegspottann (736 fðm.) hafi orðið 50% dýrari vegna verkfæraskorts, og að fyrir þann kostnaðarmun, hátt á 3. hundrað krónu, hefði sýslan getað eignast 2 ágæta vagna (á 100 kr. hvorn) og 1 vegavinnutjald. Er það góð hugvekja fyrir alla þá, er ráða fyrir vegabótarstörfum.
Loks hefir verið þetta ár unnið að brúargerð yfir 2 meiriháttar vatnsföll, Örnólfsdalsá (Þverá) í Borgarfirði beint á landssjóðs kostnað – stöplarnir hlaðnir – og Hörgá við Eyjafjörð, með styrk að 2/3 af landssjóði. Komast brýr þessar því líklega á næsta sumar. Umsjón með þessu starfi hefir hr. Sigurður Thoroddsen haft.
Þá var og að síðustu samkvæmt ráðstöfun Alþingis í fyrra fenginn hingað norskur vegfræðingur til að kanna brúarstæði og gera uppdrætti og áætlanir um kostnað við brúargerð á Jökulsá í Axarfirði og á Héraðsvötnum hjá Ökrum.
Stöku sýslumaður er tekinn til að koma af gamla laginu, eða ólaginu, réttara sagt, á meðferð sýsluvegafjár – úthlutun þess á meðal sýslunefndarmanna til framkvæmdar vegabótum hvers í sínum hrepp eftir sinni kunnáttu – gersamlegu og eðlilegu kunnáttuleysi oftast nær. T. d. hafði sýslumaður Mýramanna og Borgfirðinga í sumar með ráði sýslunefndanna kunnandi vegabótamann til að standa fyrir vegabótum í því héraði (Gísla Arnbjarnarson) og keypti sýslunum nauðsynleg vegavinnutól, bæði vagna og annað.


Tenging í allt blaðaefni ársins 1898

Ísafold, 15. janúar 1898, 25. árg., 3. tbl., bls. 11:
Þorkell Bjarnason gerir athugasemd við grein um skiptingu á vegabótagjaldi og vegaframkvæmdum í Kjósar- og Gullbringusýslu.

Skipting Kjósar- og Gullbringusýslu
Í 81. og 82. tbl. Ísafoldar hefir Guðm. Guðmundsson, sýslunefndarmaður í Landakoti, reynt að sýna almenningi í mjög langri grein, hversu ummæli mín um skipting Kjósar- og Gullbringusýslu hafi verið fjarri sanni.
Ég skal nú eigi taka annað til skoðunar en það, sem mér annaðhvort sýnist gjörsamlega rangt eða nauðavillandi í grein sýslunefndarmannsins.
¿¿
Ekki mun reikningur hans um vegabótagjald beggja sýslnanna öllu réttari. Ég skal þó sleppa því, að hann telur það aðeins um 19 ár, sem Kjósarsýsla hefir goldið í vegasjóðinn, en um 21 ár, það, sem henni hefir verið lagt til veganna, auðsjáanlega til að geta fengið þá upphæðina í frekari. Ekki skal ég heldur fá mér það til, þó að hann telji Elliðaárbrýrnar til vegabóta í Kjósarsýslu (raunar hélt ég að allir sýslunefndarmennirnir mundu vita, að Elliðaárnar eru á sýslumörkum og að brýrnar hljóta því að teljast til vegabóta í báðum sýslunum eftir réttu hlutfalli); en ég efast fyllilega um, að nokkur heil brú sé í reikningunum, og skal ég nú færa rök að því.
Fram á milli 1880 og 1890 voru sýsluvegirnir í Kjósarsýslu margfalt meiri en þeir eru nú. Mikið af þeim er síðan horfið inn í póstvegina. Framan af var því miklu meira lagt til veganna í Kjósarsýslu en á síðari árum, eins og gefur að skilja. Því miður hef ég ekki skýrslu, nema um tíu ár, yfir upphæðir þess fjár, sem varið hefir verið til sýsluveganna í Kjósarsýslu, en það eru þau 4 árin 1878 til 1881, öll árin meðtalin; þá voru lagðar 1200 kr. til vegabóta í Kjósarsýslu, og árin 1892 til 1897, öll árin talin, voru þá lagðar 660 kr. til vegabóta í sömu sýslu. Þessar tvær upphæðir, sem veittar hafa verið á 10 árum, eru hvergi nærri 2.000 kr. Eftir reikningi sýslunefndarmannsins hefði því á þeim 11 árum, sem vantar (hann telur sem sé 21 ár), átt að verja til Kjósarsýslu yfir 3.500 kr., en það getur með engu móti staðist. En hvað sem þessu líður, þá þarf enginn að sjá ofsjónum yfir því, að sýslunefndarmennirnir úr Kjósarsýslu dragi framvegis mjög “ríflegan hlut” úr sýsluvegasjóðnum, þar sem út lítur fyrir, að á næstu 28 árum gangi fram að helmingi alls vegabótagjaldsins í 2 hreppana í Gullbringusýslu.
Reynivöllum, 17. des. 1897.
Þorkell Bjarnason.


Þjóðólfur, 11. febrúar 1898, 50. árg., 8. tbl., forsíða:
Í fréttabréfi úr Mosfellssveit er hvatt til þess að vegur verði lagður norður að Esju.

Úr Mosfellssveit, 2. febr.
Að fregnbréf eru sjaldnar rituð blöðum hér úr næstu sveitum við útkomustað þeirra, en lengra að, kemur víst til af því, að mönnum finnst ekkert í frásögur færandi úr næsta nágrenni, en þess má þó gæta, að úti um landið lengra frá, eru frásagnir úr nágrenninu við útkomustaði blaðanna, eins nýnæmislegar, eins og fréttir úr fjarlægari sveitum. Og því ætla ég að færa í letur það sem mér virðist frásagnarverðast hér úr sveitinni.
¿¿¿
Eitt atriði enn vildi ég minnast á. Þó um undanfarin ár hafi verið unnið talsvert að vegabygging hér á Suðurlandi, er þessi næsta sveit við höfuðstaðinn þó veglaus enn, því svo aðdáanlega hefur verið sneitt hjá byggðinni með þessa tvo vegi austur yfir heiðar, að það eru aðeins 3-4 bæir í Mosfellssveit, sem geta notað þá með vagn. Það þyrfti hið fyrsta að leggja akveg norður að Esju. Sá vegur kæmi meiri hluta Mosfellssveitar að notum og þeim hluta Kjalarneshrepps, er síst getur notað sjóveginn. Þessi vegarspotti mætti einnig heita gerður fyrir Reykjavík. Hún þarf nú orðið daglegra viðskipta við næstu sveitirnar. Þar er og mest von umferðar útlendra ferðamanna, sem um stuttan tíma dvelja í bænum. Er því bæði hagur og sómi þjóðarinnar undir því kominn, að bæta vegina út frá höfuðstaðnum. – Að vísu má búast við því, ef farið væri fram á fjárveiting til þessa vegarspotta, og telja ótilhlýðilegt að hrúga svo miklu af vegabótafénu niður á einn hluta landsins, en þess ber öllum skynsömum mönnum að gæta, að þar sem þjóðfélaginu í heild sinni er mest arðsvon að einu fyrirtæki, á það að ganga fyrir öðru. Eða hvenær hafa tær og fingur líkamans öfundað nefið af því, að njóta ánægju manarinnar?
Vegur lagður frá Elliðaám að Leirvogsárbrú, hlyti að liggja skammt frá hinum álitlegustu vatnsaflsnotkunarstöðum á ánum, er ég nefndi, og greiða fyrir iðnaðarstofnunum við þær, og hann lægi skammt frá Álafossi, til stórhagræðis fyrir marga, er nota vinnuvélanna þar.
B.


Þjóðólfur, 4. mars 1898, 50. árg., 11. tbl., bls. 42:
Allmargir Eyrbekkingar hafa haft vinnu við grjótdrátt til hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölfusárbrúar.

Innlendar fréttir
Allmargir Eyrbekkingar höfðu talsverða atvinnu við grjótdrátt til hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölvesárbrúarinnar og kom það sannarlega í góðar þarfir, því menn eiga hér ekki slíku að venjast um þennan tíma árs.
Nú er sagt, að útgerðarmaður gufubátsins “Oddur” ætli að hætta við að leigja hann Rangárvalla- og Árnessýslum til strandferða í sumar, og er það skaði mikill, ef sýslunefndirnar leggja nú árar í bát og reyna ekki að útvega annað skip, t.d. “Reykjavík”, til að taka bráðnauðsynlegustu ferðirnar, sem “Oddur” hefur haft, því yfirfljótanlega nóg verður að flytja og hafnaleysið þarf ekki svo mjög að óttast, það hefur “Oddur” svo áþreifanlega sýnt.


Þjóðólfur, 3. júní 1898, 50. árg., 26. tbl., bls. 102:
Greinarhöfundur segir að svo líti út sem með vaxandi vegabótum sé ekki nóg til af færum vegabótastjórum og því aðeins sé óhætt að fá þessum mönnum peninga í hendur, að þeir séu þekktir að dánumennsku og reglusemi.

Um vegabætur
Úr Hrútafirði er skrifað 14. f.m. Í fyrra sumar var gerð töluverð vegabót á Laxárdalsheiði Strandasýslumegin. Sá vegur liggur upp frá Borðeyri og í botninn á Laxárdalnum. Til þess var varið rúmum 1.900 kr., og voru þar lagðir hér um bið 680 faðmar af upphleyptum vegi, 5 ál. breiðum og sumsstaðar meira; vegurinn er ekki fullgerður, því ennþá vantar ofaníburð í nokkurn kafla af honum, og nauðsynlega þarf að bæta við hann til þess hann komi að verulegum notum. Var það óþarft að vegur þessi væri nokkursstaðar breiðari en 5 ál., og það mun vegabótastjóra hafa verið sagt að hafa hann, og í öðru lagi getur það verið álitamál, hvort vegurinn hefði ekki mátt vera minna upphlaðinn sumsstaðar, eftir því sem landslagi er háttað. Ég get þessa, ekki af því, að ég telji það galla á veginum, heldur með tilliti til þess, að þetta tvennt, að þetta tvennt hefur gert veginn dýrari en annars hefði mátt vera og vegabótina þar af leiðandi styttri. Ég ætla að taka það fram í tilefni af þessari vegabót, að það er mín skoðun að vegabótastjórar eigi að taka þátt í sjálfu verkinu með mönnum sínum, þegar þeir geta komið því við að skaðlausu vegna umsjónarinnar, en ókunnugt er mér um, að hve miklu leyti þeir eru skyldir til þess; að minnsta kosti virðist það mjög óheppilegt, að verkstjóri vinni lítið sem ekkert, þegar eins stendur á og við vegalagninguna á Laxárdalsheiði, þar sem verkamennirnir voru ekki fleiri en 8-10; það rýrir æði mikið fé það, sem gengur til sjálfrar vinnunnar, þar sem verkstjórar hafa langhæsta kaupið.
Það er annars athugavert, að svo lítur út sem með vaxandi vegabótum sé ekki nóg til af þeim mönnum, sem því eru vaxnir að sjá um umfangsmiklar vegagerðir. Það er auðvitað fyrsta skilyrðið að þessir menn viti hvar vegi á að leggja og hvernig, en það eitt er ekki nóg; hitt er ekki síður áríðandi, að þeir kunni að stjórna mönnum, og til þess þurfa þeir að vera liprir menn og reglusamir, geta látið aðra hlýða, og hafa sjálfir svo oft sem unnt er eftirlit með verkinu.
Vegabótastjórum eru fengnir í hendur peningar svo mörgum þúsundum króna skiptir, og þó þeir gefi reikninga yfir, hvernig fénu hafi verið varið, eru það engar reglulegar sannanir, því kvittanir munu sjaldnast fylgja frá verkamönnum yfir vinnulaun, né frá öðrum yfir önnur útgjöld. Ég býst við að því mun svarað, að erfitt sé að sýna með kvittunum, hvernig hverri krónu er varið, og getur það satt verið, en þá vil ég því aðeins þessum mönnum peninga í hendur, að þeir séu þekktir að dánumennsku og reglusemi.
Ég get tekið það til dæmis, að verkstjórinn á Laxárdalsheiði hefði getað reiknað sér kaup fyrir vinnuhesta sína um hvern einasta dag, sem vegabótin stóð yfir, þrátt fyrir það að hann brúkaði þá ekki nema nokkuð af tímanum, og eins hefði hann getað reiknað sjálfum sér full daglaun um þá daga, sem hann var á ferðalagi, þó næsta ólíklegt sé, að þær ferðir hafi allar verið í þarfir vegabótarinnar, en hvort sem hann hefur gert þetta skal ég ekki segja um.



Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 138:
Greinarhöfundur hefur ýmislegt að athuga við fyrirhugað vegarstæði frá Þjórsá að Ytri-Rangá sem Sigurður Thoroddsen hefur mælt og til tekið.

Vegarlagningin milli Þjórsár og Rangár
Þegar framkvæma á stórkostleg mannvirki, sem fjöldi manna á að nota og kostuð eru af almannafé, er mjög áríðandi, að þess sé vandlega gætt, að það verði að sem allra bestum notum og tryggilega af hendi leyst.
Þetta þarf ekki hvað síst að hafa hugfast, þegar er verið að leggja nýja vegi, sem mikið er nú gert að á þessum tímum, og er hið mesta framfaraspor, sem stigið hefur verið hér á landi undanfarin ár, enda verður landsstjórninni ekki ámælt með réttu fyrir það, að hún hafi ekki gert allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að vegagerðir yrðu framkvæmdar á sem fullkomnastan hátt, og á landshöfðingi vor bestu þakkir skilið fyrir sín góðu afskipti af því máli.
Um hið fyrirhugaða vegarstæði frá Þjórsá austur að Ytri-Rangá, sem nú stendur til að fara að leggja veg yfir í vor og sumar og mannvirkjafræðingurinn hr. Sigurður Thoroddsen mældi og til tók í haust sem leið, vil ég leyfa mér að koma með nokkrar bendingar.
Svo virðist, sem hr. S. Thoroddsen hafi hugsað meira um það, að hafa sem allra beinasta vegarstefnuna frá Þjórsárbrúnni austur að Rauðalæk, heldur en hitt, að vegurinn yrði lagður á sem hentugastan stað til yfirferðar að vetrinum, og má að vísu ætla, að það sé sprottið af ókunnugleik hans á landslaginu.
Engum kunnugum manni getur dulist, að ef vegurinn er lagður eftir fyrirlagi hr. Sigurðar, verður vegarkaflinn frá Hárlaugsstöðum austur að Steinslæk lítt fær – oft ófær – um vetrartímann, vegna þess, að hann liggur framan í háum hæðum, sem alltaf fyllast af snjó og mundi gera veginn ófæran; sömuleiðis hlýtur veginum að vera stór hætta búin í leysingum af vatnsrennsli ofan úr hæðunum, nema vatnsaugu séu höfð því þéttar á honum.
Væri nú vegurinn lagður nokkrum hundruðum faðma sunnar eða neðar heldur en hr. Sigurður mældi, liggur hann yfir langtum meira jafnlendi, aldrei utan í hæðum eða háum holtum, og er það mjög mikill kostur, og með því móti fengin vissa fyrir, að vegurinn leggist ekki undir snjóskafla eða verði ófær að vetrinum.
Það er því mín tillaga, að vegurinn verði lagður, þegar austur fyrir Kálfholtsheiðina kemur, fyrir framan lónbotnana austur yfir Steinholstögl, norðan undir Skjólholti, fyrir framan Hárlaugsstaðagil og yfir um Steinslæk framan við bæinn Áshól, þaðan austur fyrir norðan Selssand eða við norðurendann á honum, en þaðan beina stefnu austur að brúarstæðinu á Rauðalæk, sem herra Sigurður ákvað og er mjög vel valið.
Ef vegurinn yrði lagður þannig, losast landssjóður við að kosta 4 eða 5 brýr yfir gil þau, sem eru á hinni vegarstefnunni og eins og ég hefi áður tekið fram, liggur vegurinn þá um mesta jafnlendi, sem til eru á þessari leið, að vísu verðu brúin yfir Steinslæk hjá Áshól dýrari en uppi undir Sumarliðabæ, þar sem hr. Sigurður ætlaði að hafa hann, en vel mun verð þeirra 4 eða 5 brúa nægja í þann mismun, sem sparast, ef vegurinn verður lagður þessa leið, sem ég hefi bent á. Að vegurinn veðri lengri þessa leið munar mjög litlu.
Enn er eitt, sem virðist mæla mjög mikið með þessu vegarstæði, og það er, að með því móti liggur vegurinn alveg við Selssand, en þar mun vera ákjósanlegasti ofaníburður, sem til er á þessum vegarkafla.
Ég vil því leyfa mér fyrir hönd allra þeirra, sem veg þennan þurfa að nota á vetrum, að óska þess alvarlega, að verkstjóri sá, sem falið hefir verið á hendur að standa fyrir vegargerðinni milli Þjórsár og Rangár, skoði báðar þessar vegarstefnur, og efast ég ekki um, að ef hann gerir það nákvæmlega, þá muni hann verða á sama máli og ég; og, ef hann færi síðan þess á leit við landshöfðingja eða hans umboðsmann, að vegurinn muni þá verða lagður á þeim stað, sem ég hefi hér bent á.
Verði þessu ekki gaumur gefinn, má búast við, að þessi vegarkafli verði lítt fær alloft fyrir hesta að vetrinum, auk heldur að hann verði akfær, eins og þó er til ætlast.
Eins og kunnugir munu vita, koma mínir hagsmunir hvergi nærri þessu máli. Heimili mitt veit svo við veginum, að ég hefi hans engin not, hvora leiðina sem hann er heldur lagður. Það stendur alveg á sama, hvað mig snertir. – Ég læt þessa getið vegna þess, að þau tíðkast allmjög nú orðið, hin breiðu spjótin: að hver, sem leggur eitthvað til almennra mála, geri það af óhreinum hvötum, - af síngirni eða einhverri eiginhagsmuna von.
Hala í Holtum 28. maí 1898.
Þ. Guðmundsson.


Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 139:
Hér segir frá verkefnum þriggja vegaverkstjóra á Suðurlandi og í Strandasýslu.

Vegagerð 1898
Fyrir nokkru er hr. Erlendur Zakaríasson byrjaður á flutningabrautinni niður Flóann, frá Selfossi, í stefnu milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, með allmiklu verkaliði. Hefir Árnessýsla tekið til þess 12.000 kr. lán, en hitt leggur landssjóður til, nema Lefolii verslun á Eyrarbakka 2.000 kr.
Annar vegagerðarstjóri, landsstjórnarinnar, hr. Einar Einarsson, er nýfarinn austur í Holt með nokkurn hóp verkamanna til að byrja á veginum þar, milli Þjórsár og Rangár ytri, sem minnst er á í grein hr. alþingismanns Þórðar í Hala hér í blaðinu. Er þar sem oftar ágreiningur um vegarstefnuna, en sá munurinn þó, að því er merkir og skilorðir innanhéraðsmenn tjá oss, að þeir, héraðsmenn, eru allir á einu máli, því sama og alþm. Þeirra heldur fram, og verðu það þá vonandi ofan á. Til þessarar vegagerðar eru ætlaðar 30.000 kr. þ. á.
Vegagerð í Strandasýslu, er landssjóður styrkir þ. á. með 5.000 kr., móts við annað eins frá sýslubúum, auk tillags úr sýsluvegasjóði, stýrir Tómas Petersen, er réð vegagerð í fyrra í Barðastrandarsýslu.


Ísafold, 22. júní 1898, 25. árg., 40. tbl., bls. 159:
Amtsráð leyfir sýslum lántökur til vegabóta í viðbót við styrki úr landssjóði.

Vegabætur og vegabótalán
Amtsráðið leyfði sýslunefnd Strandasýslu að taka 3.200 króna lán til vegabóta (á Bitruhálsi, Stikuhálsi og í Bæjarsveit) í viðbót við 5.000 kr. styrk úr landssjóði. Lánið endurborgist á 15 árum.
Sömuleiðis var Snæfellsness- og Hnappadalssýslu leyfð 1000 kr. vegagerðarlántaka til 10 ára, til móts við 2000 kr. styrk úr landssjóði. Ennfremur sýslunefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu veitt leyfi til allt að 1000 kr. lántöku í sumar til nauðsynlegra vegabóta. En sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu skyldi mega verja allt að 550 kr. af sýsluvegagjaldi til gufubátsferða um Ísafjarðardjúp.
Til brúargerðar í Tunguá í Miðdalahreppi var sýslunefnd Dalasýslu leyft að veita allt að 300 kr. úr sýslusjóði, gegn jafnmiklu tillagi frá hreppsbúum.
Amtsráðið fól forseta sínum að mæla með við landshöfðingja beiðni frá sýslunefnd Mýrarsýslu um að lögákveðinn yrði þjóðvegur frá Borgarnesi vestur yfir Mýrar út að Búðum eða vestur í Stykkishólm, eða þó ekki skemur en vestur fyrir Hítará.
Dalamenn vildu fá Laxárdalsheiðarveg þar í sýslu og veginn yfir Haukadalsskarð numna úr tölu sýsluvega, en í þess stað hina nýju kaupstaðarleið þeirra frá Þorbergsstöðum að Búðardal (um Kambsnes) gerða að sýsluvegi, og samþykkti amtsráðið það.


Ísafold, 24. des. 1898, 25. árg., 79. tbl., forsíða:
Hér er yfirlit yfir vegaframkvæmdir á árinu 1898 en þetta ár voru á fjárlögum ætlaðar 117.000 kr. til vegabóta og hefur sú upphæð nærri áttfaldast á 20 árum.

Vegagerð 1898
Landsvegagerð eða vegagerð á landssjóðs kostnað ýmist að mestu eða öllu leyti hefir fram farið í 7 héruðum þetta sumar, sem leið. Enda voru í fjárlögunum þetta ár ætlaðar rúmar 117 þús. kr. til vegabóta. Samt mun nokkru af því ekki verða eytt fyr en á næsta ári.
Fyrir 20 árum, eða árið 1878, var vegabótafjárveitingin úr landssjóði 15 þús. kr. Hún hefir því nærri áttfaldast á 20 árum.
Einna mest var unnið að hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp Flóann, frá Eyrarbakka að Ölfusárbrúnni hjá Selfossi.
Vegalengdin eru rúmar 11 rastir (11½ )eða að kalla má 1½ míla. Eftir lauslegri áætlun kostar sú braut öll 36.000 kr. og leggur sýslan, Árnessýsla til þriðjung þess kostnaðar, 12.000 kr., en landssjóður hitt, nema ef Lofolii-verslun á Eyrarbakka leggur fram einhvern skerf, 1-2000 kr., svo sem hún kvað hafa veitt ádrátt um, er vegurinn væri fullger.
Tæpan helming var lokið við í sumar af braut þessari, eða rúmar 5 rastir, og kostaði fulla 21 þús. kr. En það var erfiðasti kaflinn, neðri hlutinn, yfir hraun nokkuð, og mjög langt að viða að grjóti og ofaníburði. Var þó gert til sparnaðar, að nota akfæri í fyrra vetur til að koma að grjóti, fyrir hátt á 6. þús. kr. Hefir því hver faðmur í vegi þessum, er gerður var í sumar, kostað nál. 7.500 kr. Enda er vegurinn vel traustur og vandaður, 6 álna breiður, með ½ faðms bekkjum utan með og skurðir þar fyrir utan, 3-6 álna breiðir.
Vegurinn stefnir ekki beint niður á Eyrarbakka, heldur lítið eitt austar, milli Stóra-Hrauns og Litla-Hrauns, til þess að gera Stokkseyrarmönnum hægra fyrir að leggja álmu úr honum austur til sín, sem þeir voru byrjaðir á í sumar á sinn kostnað og sýslusjóðs; áætl. Kostnaður 3.000 kr.
Flutningabrautargerð þessari upp Flóann í sumar stýrði Erlendur Zakaríasson. Vinnulið hans var 37 menn lengstan tímann, 4 mánuði; síðasta hálfa mánuðinn, 1. – 15. okt., ekki nema 9 menn. Flokkstjóra hafði hann sex. Kveðst hafa tekið eftir því að best vinnist, ef samvinnuhóparnir séu ekki of stórir, hest ekki nema 6-9 í hverjum hóp.
Flokkstjórar höfðu 3 kr. 40 a. í kaup á dag, aðrir flestir kr. 2,80 að meðaltali, fáeinir dálítið meira og nokkrir miklu minna. Allur þorrinn vanir vegagerðarmenn og valið lið. Fáeinir daglaunamenn óvanir haust og vor fyrir minna kaup, 2,25-2,50. Engin sunnudagsþóknun.
Stokkseyrarálman var höfð 1 alin mjórri, en jafnvönduð að öðru leyti. Fyrir þeirri vegarlagningu stóð Ketill nokkur Jónasson, við 12. mann. Þeir unnu aðeins 9 vikur, fyrir og eftir slátt.
Þá er Holtavegurinn, hið bráðnauðsynlega framhald þjóðvegarins austur Hellisheiði og Flóann þveran með brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá, skilyrðið fyrir því, að Rangvellingar og Skaftfellingar geti haft full not af þeirri miklu vegagerð.
Til hans veitti þingið í fyrra 30.000 kr., og ætlaðist til, að lokið yrði við hann í sumar. En ekki entist tíminn til þess. Og ekki heldur nein tiltök að féð endist alla leið, hversu sparlega sem á er haldið. En það sætir mikilli furðu, hve kostnaðarlítill sá hluti vegarins varð, sem gerður var í sumar, ekki nema 3 kr. faðmurinn, sem mun vera hér um bil einsdæmi um almennilegan veg og rétt gerðan, - þó að vísu geymdur væri til næsta sumars ábætir á ofaníburðinn, af ásettu ráði, svo að hann nýttist betur.
Vegalengdin yfir Holtin öll er 18 rastir eða tæp hálf þingmannaleið, frá Þjórsárbrú að Árbæ við Rangá.
Þar af var lokið við í sumar 10 rastir, frá Þjórsá austur fyrir Steinslæk, fyrir ekki helming fjárins, eða 14.700 kr. En ógerð á þeim kafla (austast) ein brú, á Steinslæk, er giskað er á að kosta muni 2.500 kr. Hún á að verða 30 álna löng, á 9 feta háum stöplum. Lækurinn, Steinslækur, er að vísu örmjór, en brúin höfð svona löng, til þess að varast vatnagang, er hann flóir yfir bakka sína. Og svo þarf að gera aðra brú austar, á Rauðalæk, jafnlanga, en nærri stöplalausa, á gljúfri hjá bænum Rauðalæk; giskað á, að til þess muni fara nær 2000 kr. Þegar svo þar leggst ofan á ofaníburðar-ábætirinn á þann kafla vegarins, sem gerður var í sumar, verða ekki eftir af fjárveitingunni nema um 10 þús. kr., og ekki búist við að það hrökkvi í meira en helming þess, sem eftir er austur að Rangá, eða í kaflann milli Steinslækjar og Rauðalækjar, 4 rastir. Þá er eftir kaflinn þaðan að Árbæ, aðrar 4 rastir. Og svo brú yfir Rangá þar, endahnúturinn á Rangárvallaflutningabrautinni frá Reykjavík, hvenær sem hún kemst á.
Fyrir vegagerðinni milli Þjórsár og Steinslækjar í sumar stóð Einar Finnsson. Hann valdi og vegarstæðið, sem mun vera mikið gott og vegurinn fyrir það hafa verið svona ódýr. Liggur vegurinn mestallur á sléttri mýri, með mjög haldgóðum jarðvegi, nærri því reiðingaristu, og gerði hr. E. F. uppþurrkunarskurði langt frá veginum, þar sem mýrin er blautust. Fyrir það hyggur hann veginn öruggan, þótt óvanalega lítið sé í hann borið, bekkir meðfram honum litlir sem engir o.s. frv. Hann er og ekki nema 5 álna breiður, eftir tilætlun Alþingis.
Hr. E. F. hefir verið eystra núna jólaföstuna að undirbúa brúargerðina á Steinslæk; rífa upp grjót í brúarstöplana og koma því að brúarstæðinu o.s. frv.
Þá var haldið áfram þetta ár vegabótinni um Dalina, af Árna Zakaríassyni, við 20. mann eða þar um bil; byrjað laust eftir miðjan maímán. hjá Þorbergsstöðum í Laxárdal og haldið áfram suður fyrir Tunguá, milli Kvennabrekku og Sauðafells; hætt þar 30. sept. Er sú vegarlengd öll rúmar 9 rastir eða nokkuð á aðra mílu. Dálítinn kafla, um 200 faðma, þurfti ekkert að gera við; það voru sléttir melar. Haukadalsá er á þeirri leið; á hana þarf brú, 27 álna langa, sem er ógerð enn. Ekki er þessi vegur 5 álna breiður. En að öðru leyti fullvel vandaður. Meðalkaup á þessari vegavinnu 2,80-3,00 kr. Flokkstjórar 3. Kostnaður allur rúmar 8.000 kr. Eftir að bera ofan í 450 faðma; en aftur lögð undirstaða að dálitlum kafla sunnan Tunguár, nokkuð á 2. hundrað faðma.
Norðanlands stóð Páll Jónsson fyrir vegabót á Vatnsskarði, eða veginum frá Vallhólmi (Húseyjarkvísl) að Bólstaðarhlíð, nál. 19 röstum, er hann átti ekki eftir af í haust nema 3, vestast. Af þeirri 16 rasta vegabót var tæpur helmingur alveg úr vegur, en hitt ruðningur og önnur viðgerð á eldra vegi. Vegabreiddin ekki nema 4 ½ alin. Bratti mest 1:8. Vinnuliðið 12 um sláttinn, þar af 10 sunnlenskir vegamenn vanir; en miklu fleiri fyrir og eftir slátt, stundum allt að 40. Kostnaður um 8.000 kr. Tvær brýr þarf að gera á þessari leið, á Valadalsá og Hlíðará, 20 álna langa hvora.
Eyfirðingar fengu veittar í fyrra 14.000 kr. til flutningabrautar fram það hérað frá Akureyri, og var lokið við í sumar 7 rastir eða tæpa mílu. En 15 rastir er vegarlengdin frá Akureyri fram að Grund: lengra ekki hugsað í bráð. Sá vegur er frekar 6 álnir á breidd, fullkominn akvegur, gerður undir stjórn sjálfs landsmannvirkjafræðingsins, hr. Sigurðar Thoroddsen.

Þrjár sýslur fengu á síðasta alþingi nokkurn styrk til vegabóta á sýsluvegum, með þeim skilyrðum, að sýslubúar legði tl fé, er næmi að minnsta kosti helmingi styrksins auk þess, er sýsluvegasjóður leggur til og að fyrir vegagjörðinni stæði verkstjóri, er ráðinn væri með samþykki landshöfðingja.
Af því fé eiga Austur-Skaftfellingar ónotaðar enn sínar 2.000 kr. (ekki 1000 kr.) til vegagerðar á sýsluveginum frá Hólum að Höfn. En Strandamenn og Snæfellingar unnu sinn hluta upp í sumar.
Strandamenn höfðu Tómas Petersen fyrir verkstjóra. Þeir höfðu 5.000 kr. landssjóðsstyrk úr að spila, auk innanhéraðstillagsins, um 3.000 kr. Fór nokkuð af því til vegavinnutóla til handa sýslunni, vagna o.fl. Lengstur vegarkafli nýr var gerður á Bitruhálsi, milli Bitru og Kollafjarðar, nokkuð á 4. röst. Þá annar á Stikuhálsi, milli Hrútafjarðar og Bitru, rúmar 2 rastir. Bratti mest 1:10. Vegarbreidd aðeins 4 álnir. Auk þess var gert við nál. 400 faðma kafla innan til við Borðeyri, og lögð 1 röst af nýjum veg utanvert við það kauptún. Unnið var hátt á 5. mánuð. Veralið nál. 20; þar af 5 Reykvíkingar, hinir innan sýslu.
Loks vörðu Snæfellingar sínum 2000 kr. landssjóðsstyrk, að viðbættum 1000 kr. innanhéraðs, til þess að láta gera við hjá sér á 4 stöðum. Þar á meðal var fullgerður Arnarstaðavegur svonefndur, í Helgafellssveit, 736 faðmar; 4 álna breiður. Þá ver gert lítils háttar við vegakafla í Stykkishólmshreppi. Enn fremur lagður grundvöllur til vegar yfir Hjarðarfellsflóa í Miklaholtshreppi, 1260 fðm. Og loks lagðir dálitlir vegspottar tveir í Ólafsvík.
Vegagerði þessari í Snæfellssýslu stýrði Pétur Þorsteinsson, Reykvíkingur, eins og hinir verkstjórarnir allir framangreindir.
Hann sýnir fram á í skýrslu sinni með greinilegum reikningi, að ofaníburður í Arnarstaða-vegspottann (736 fðm.) hafi orðið 50% dýrari vegna verkfæraskorts, og að fyrir þann kostnaðarmun, hátt á 3. hundrað krónu, hefði sýslan getað eignast 2 ágæta vagna (á 100 kr. hvorn) og 1 vegavinnutjald. Er það góð hugvekja fyrir alla þá, er ráða fyrir vegabótarstörfum.
Loks hefir verið þetta ár unnið að brúargerð yfir 2 meiriháttar vatnsföll, Örnólfsdalsá (Þverá) í Borgarfirði beint á landssjóðs kostnað – stöplarnir hlaðnir – og Hörgá við Eyjafjörð, með styrk að 2/3 af landssjóði. Komast brýr þessar því líklega á næsta sumar. Umsjón með þessu starfi hefir hr. Sigurður Thoroddsen haft.
Þá var og að síðustu samkvæmt ráðstöfun Alþingis í fyrra fenginn hingað norskur vegfræðingur til að kanna brúarstæði og gera uppdrætti og áætlanir um kostnað við brúargerð á Jökulsá í Axarfirði og á Héraðsvötnum hjá Ökrum.
Stöku sýslumaður er tekinn til að koma af gamla laginu, eða ólaginu, réttara sagt, á meðferð sýsluvegafjár – úthlutun þess á meðal sýslunefndarmanna til framkvæmdar vegabótum hvers í sínum hrepp eftir sinni kunnáttu – gersamlegu og eðlilegu kunnáttuleysi oftast nær. T. d. hafði sýslumaður Mýramanna og Borgfirðinga í sumar með ráði sýslunefndanna kunnandi vegabótamann til að standa fyrir vegabótum í því héraði (Gísla Arnbjarnarson) og keypti sýslunum nauðsynleg vegavinnutól, bæði vagna og annað.