1897

Tenging í allt blaðaefni ársins 1897

Þjóðólfur, 19. mars 1897. 49. árg. 14. tbl. , bls. 54:
Símon Jónsson skrifar hér um skort á vörðum á Hellisheiði.

Nokkur orð um vörðuleysið á Hellisheiðarveginum o. fl.
Eins og kunnugt er, var vegu þessi lagður yfir heiðina sumarið 1895 og um Kamba sumarið 1894. Allir, sem um veg þennan fara á auðu, eru sammála um, að hann sé hinn vandaðasti, vatnsrúm á hentugum stöðum o. fl. Vegur sá, sem áður var farinn liggur nokkru norðar. Þegar vestur á fjallið kemur er alllangur spölur á milli þeirra, sem stafar af því, að eldri vegurinn er fyrir norðan Reykjafell ofan Hellisskarð - það er bein stefna - en nýi vegurinn liggur sunnan undir Reykjafelli ofan Lágaskarð - það er bein stefna - en nýi vegurinn liggur sunnan undir Reykjafelli ofan Lágaskarð. Séu leiðir þessar byrjaðar jafn snemma og að eins farinn klyfjagangur, reynist allt að 3/4 klst. mismunur á vegalengdum þessum. Allir kjósa þó heldur að fara syðri leiðina meðan kleyft er, þótt hún sé lengri. En því miður liggur vegur sá víða lágt og safnast því snjór yfir hann á stöku köflum, einkum í brekkunum sunnan undan Reykjafelli. Samt muni það ekki verða til fyrirstöðu að nota veginn á vetrum, og sannfærður er ég um, að vart mun drífa niður svo mikinn snjó, að sú leið yrði ekki þægilegri og öruggari, en nyrðri leiðin, sem liggur um klungur og gjótur, sem eru afar hættulegar yfirferðar, þá snjór er yfir, og svo, eins og áður er sagt, er Hellisskarð á þeirri leið, sem oftast er lítt fært meðklyfjaburð á vetrum, þótt farið sé. - Þrátt fyrir örðugleika þá , sem ég hef þegar talið viðvíkjandi nyrðri leiðinni, er hún þó fremur notuð nú að vetrinum, sem stafar af því, að allt frá fornöld hefur sá vegur verið varðarður, og vita það allir, sem um Hellisheiði hafa farið í myrkri eða byl, að ekki hefði verið unnt að komast til mannabyggða, ef vörðurnar hefði ekki vísað á leiðina. - Fyrir stuttu fór ég um þennan áminnsta veg, og sá mér til stórrar undrunar, að meiri hluti af vörðunum fyrir austan Eystri-Þrívörður var annaðhvort alveg dottinn eða hálfhruninn, sem stafar sjálfsagt meðfram af hinum miklu jarðskjálftum í sumar þar nálægt, og svo hinu, að búist var við, að gamli vegurinn mundi leggjast niður, þegar nýr, upphleyptur vegur kom rétt að kalla við hliðina á honum. Reynslan sýnir nú, að svo er ekki, enda verður gamli vegurinn alltaf meira og minna notaður af göngumönnum, ef vörðunum er haldið við, sem sjálfsagt er. Það er því mjög leiðinlegt, að ekki var ráðin bót á þessu í haust, áður en vetrarferðir hófust, því fullyrða má, að varla komi sá dagur, að ekki sé meiri eða minni umferð um heiðina, enda er Hellisheiði fjölfarnasti fjallvegur á landinu. Þá er til nýja vegarins kemur, er þess að geta, að hann er óvarðaður enn, og fyrir því eru menn oftast neyddir til, að halda meðfram vörðunum og fara gamla veginn þar til hann þrýtur af ófærð, eða menn villast úr af honum, sem oft kemur fyrir, og lenda svo ef til vill í ógöngum.
Út af þessu er það almennt álit, að ekki sé unandi við þetta lengur, og bráðnauðsynlegt sé, að varða veg þennan hið bráðasta, helst á næsta sumri. Væri þá best að byrja á Kambabrún og setja vörðurnar þétt með annarri hlið vegarins, alla leið niður á Kolviðarhól. Merki (hella eða annað) ætti að vera úr einni hliðinni á þeim og vissi það eftir veginum og í sömu átt á öllum, því ella gæti það valdið ruglingi; 50-60 faðmar virðist hæfilegt millibil milli hverrar vörðu, annars er það ekki ugglaust, því oft er mjög myrkt upp á fjallinu, ef vont er. Þrjú dæmi hef ég fyrir mér, sem sýna, að hættulegt er að ferðast nýja veginn, ef misjafnt er veður og færð. Í fyrra lagði Ísak austanpóstur við 2. mann og 6 hesta vestur á heiði; áliðið var dags og illt útlit, þeir fóru nýja veginn meðan til sást, kafaldsbylur var á, og töluvert frost. Svo fóru leikar, að þeir villtust, því ekki var unnt að fylgja veginum, og urðu þeir því að hafast við um nóttina upp á háfjalli, og náðu þeir við illan leik niður á Kolviðarhól morguninn eftir, enda var þá upplétt. - Fyrir stuttu lögðu tveir menn vel hraustir upp á fjall með 8 hesta með klyfjum. Besta veður var á, og ófærð lítil á nýja veginum; réðu þeir því af að halda hann; þegar vestur á fjallið kom datt á þá svarabylur með frosti, þeir fylltust út af leiðinni, lentu í klungrum og ófærum, urðu þeir því að taka af, og nátta sig þarna upp á fjalli, og er ekki að vita hvaða skaði af þessu hefði hlotist, ef ekki hefði birt upp snemma daginn eftir, og þeir náð vestur af fjallinu. Þriðja dæmið er af göngumönnum, sem fóru eftir veginum, meðan unnt var, en villtust sem hinir, en náðu þó með mestu herkjum á Kolviðarhól, og hrepptu þeir sem hinir, er í raunir þessar höfðu ratað, hinar alúðarfyllstu viðtökur hjá hinum vel þekkta gestgjafa þar, Guðna Þorbergssyni, sem lætur sér einkar annt um að taka sem best á móti ferðafólki; en ýmsra örðugleika vegna er honum það ekki unnt, eins og viljinn býður.
Af þessum og fleirum dæmum, sem auðvelt væri að nefna, er vegurinn nú mjög illa ræmdur, og fullyrða má, að undir sömu kringumstæðum verður hann ekki farinn nema þá best og blíðast er, eða á auðu, og mun hann þá helst til dýr að liggja ónotaður þann tíma árs, sem mest ríður á góðum vegi. Í þess stað er vegurinn nú hálfgerð svikamilla, - en hættuleg getur hún orðið fyrir líf og eignir manna, ef ekki er aðgætt í tíma.
Ritað í febrúar 1897.
Símon Jónsson


Ísafold, 21. apríl 1897, 24. árg., 25. tbl., forsíða:
Greinarhöfundur segir að enn sé sama vankunnáttu-kákið í gerð héraðavega og áður var í landsvegagerð. Þörf sé á að kunnáttumenn séu fengnir til verksins í stað þess að láta sýslunefndar- eða hreppsnefndarmenn vera að vasast í málunum.

Héraða-vegabætur
Hrapalegt er til þess að vita, að enn skuli dafna víðast um land sama vankunnáttu-kákið í héraðavegagerð eins og áður var drottnandi við alla vegagerð á landinu, áður en Norðmenn komu og kenndu oss vegasmíð siðaðra þjóða að því er snertir landssjóðsvegi.
Það er þó ekki miður áríðandi, að þessum fáu tugum króna, sem lagðir eru til vegagerðar úr sýslusjóðum og hreppssjóðum, sé ekki fleygt út í sjóinn, heldur en því fé, sem fjárlögin leggja til landsvegagerðar. En það gerum vér enn, og hættum því aldrei, meðan haft er gamla lagið: að láta þá, sem ekki kunna, standa fyrir vegasmíð, t. d. sýslunefndarmenn hvern í sínum hreppi fyrir sýslusjóðsfé, eða hreppsnefndarmenn, ef gert er á sveitarsjóðs kostnað.
Vitaskuld er það, að mikið af héraðsvegafé fer víðast til smáviðgerðar og viðhalds á eldri "vegum" svo nefndum, og lítið til þess að gera nýja vegarspotta. En hvort sem þeir eru miklir eða litlir, þessir nýju vegaspottar, þá þarf að gera þá svo, að lið sé í og einhver frambúð, en skilyrðið fyrir því er kunnátta; og eins er misskilningur, að á sama standi, hvort umbætur og viðhald á eldri vegum, þótt vegaómynd sé, er af kunnáttu gert eða ekki.
Það eru sýslumennirnir, sem ábyrgðin leggst þyngst á fyrir þessa ómynd, þessa hneykslanlegu fjársóun. Þeim ætti þó að vera og er sem menntuðum mönnum hinum fremur tiltrúandi að sjá og skilja, hvað hér er í húfi. Nema svo sé, að þeir fái engu við ráðið fyrir sýslufulltrúunum, sem búnir eru að fá hefð á hitt fyrirkomulagið og amast við aðfengnum verkstjórum. En því skyldi þó ekki ráð fyrir gera.
Stöku sýslumenn hafa og þegar fyrir löngu nokkuð komið fram með undantekning frá því´, almennt gerist í þessu atriði. T. d. hinn núverandi sýslumaður Skaftfellinga. Hinn ungi, ötuli sýslumaður Barðstrendinga hefir og útvegað sér eða fær í vor sunnlenskan vegaverkstjóra vel færan, ásamt nokkrum vönum vegagerðarmönnum. Það ver og við um suma aðra endrum og sinnum, að þeir eru sér í útvegum um almennilega vegagerðarverkstjóra eða einhverja aðstoð manna með nýtilegri verklegri þekkingu. En algengast mun hitt vera, gamla lagið, eða ólagið, réttara sagt.
Framan af, fyrir mörgum árum, var auðvitað mikill hörgull á vegagerðarmönnum með kunnáttu. En nú er sá þröskuldur að miklu horfinn.
Það er vonandi, að ekki líði mörg ár úr þessu án þess, að kunnáttulaus vegagerð á landinu leggist alveg niður, jafnvel á ómerkilegustu hreppavegum.


Þjóðólfur, 3. maí 1897. 49. árg. 22. tbl. , bls. 86:
Samþykkt var á sýslufundi Árnesinga að leggja fram allt að 12.000 kr. til vegagerðar frá Eyrarbakka til Ölfusárbrúar.

Sýslufundur Árnesinga
Sýslufundur Árnesinga var haldinn dagana 6. - 8. f. m. Um 60-70 mál voru þar rædd, og voru þessi hin helstu, samkvæmt eftirfarandi skýrslu, dags, á Eyrarbakka 11. f. m.:
¿.
8. Ítrekaðar voru bænir um, að 4 brúarstæði verði skoðuð og flutningabrautin verði ákveðin, og áætlaður kostnaður til þess hluta hennar, sem liggja á frá Eyrarbakka til Ölfusárbrúarinnar, sem virðist sjálfsagður og bráðnauðsynlegur. - Var samþykkt; að vegasjóður sýslunnar leggi allt að helming kostnaðar, eða allt að 12.000 kr., til þessarar vegagerðar, gegn því, að landssjóður kosti hitt, og ef ákveðið verði, að lokið sé við veg þennan fyrir næstu aldamót. - Þetta er að líkindum eitthvert fyrsta tilboð um að styrkja að vegagerð með landssjóði; er því mjög líklegt, að tilboði þessu verði síður hafnað.Ísafold, 2. júní 1897, 24. árg., 37. tbl., bls. 146:
Greinarhöfundur deilir hér á vegagerðina yfir Breiðumýri frá Eyrarbakka og segir hana eitt af lakari axarsköftunum í sunnlenskri vegagerð.

Melabrúin og flutningsbraut upp Flóann
Það er einmæli manna hér, að fátt hafi verið gert af meiri fáfræði og vanhugsun en Melabrúin, eða Nesbrúin, er sumir nefna hana, sem liggur upp yfir Breiðumýri frá Eyrarbakka.
Það er ekki svo að skilja, að vegarspotti þessi væri ekki í sjálfu sér nauðsynlegur; en hann er að frágangi öllum og gerð eitt af lakari axarsköftunum í sunnlenskri vegagerð, engu síður en Kambavegurinn gamli og ýmsir aðrir vegakaflar frá þeim tíma.
Fyrir eitthvað nálægt 20 árum var byrjað á þessari Melabrú; gáfu þá sumir all-mikið fé til hennar, t. d. Þorleifur heitinn á Háeyri um 1000 kr., að því er sagt var. Margir gáfu vinnu til brúarinnar, sumir mörg dagsverk, o.s. frv. Síðan byrjað var að leggja þessa "brú", hefir verið varið til hennar allmiklu af almannafé að kalla má árlega, því að einlægt hefir hún þurft aðgjörðar við og er þó mesta ómynd enn sem komið er. - Enginn veit að líkindum, hve miklu fé er búið að berja til hennar, en það hlýtur að vera mjög mikið, sjálfsagt annað eins og flutningsbrautin kemur til að kosta upp yfir Breiðumýri eða jafnvel upp að Ölfusárbrú.
Í vor, þegar rigningarnar gengu um miðjan maí, og eftir það, var "brúin" ófær hverri skepnu, og þannig hefir hún oft verið áður tímunum saman, þrátt fyrir allt viðgerðarkákið sem oftast hefir verið handónýtt og þýðingarlaust. Bæði er það, að féð, sem veitt hefir verið í hvert sinn, hefir nú upp á síðkastið verið allt of lítið til þess, að "brúin" yrði bætt að verulegum mun, og svo hefir tíðast verið unnið að þessum endurbótum af lítilli þekkingu og enn minni verkhyggni.
En er þá ekki von að mönnum sárni þessi meðferð á almannafé? Er það nokkur furða, þó að mönnum sárni, að jafndýr vegur, og þessi Melabrú er, skuli eftir allt saman vera ófær yfirferðar, nema ef til vill rétt um hásumarið eða í þurrkatíð?
Á síðasta sýslufundi Árnesinga voru veittar 400 kr. til viðgerðar brúnni, en að mínum dómi er það hér um bil sama og að kasta þeim í sjóinn. Öll smá-viðgerð á "brúnni" er ónóg og verri en ekki neitt. Brúin er þannig á sig komin, að óhugsanlegt er, að geta gert svo við hana, að vel megi við það una. Ef viðgerðin ætti að vera í nokkurri mynd og til frambúðar, mundi hún kosta stórfé. En að kosta svo miklu til Melabrúarinnar er ógjörandi, mér liggur við að segja heimskulegt, og mun ég bráðum sýna fram á það.
Hvernig sýslunefndin hefir hugsað sér þessa viðgerð á brúnni, veit ég ekki, en einhver hefir sagt mér, að það eiga að mylja grjót ofan í hana. Þetta grjót er nú reyndar hvergi nærri, og ég hefi hreyt, að ráðgert væri, að flytja það á hestum austan úr Breiðumýri að brúnni. Mér varð orðfall, þegar ég heyrði þetta, en ábyrgist ekki, að saga þessi sé sönn. En hvað sem öðru líður, tel ég réttast að láta "brúna" eiga sig, því að öll viðgerð á henni hlýtur að verða kák og annað ekki, er enga staði sér stundu lengur, nema þá með því meiri fjárframlögum.
Það hefir nú fyrir löngu verið talað um að leggja flutningsbraut af Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, og víst er um það, að þessi braut er bráðnauðsynleg. Flutningsbrautin er ætlast til að liggi nokkru austar en Melabrúin yfir Breiðumýri upp hjá Sandvíkum að Ölfusárbrú. Þegar þessi brú er komin, verður Melabrúin alveg óþörf, sem sýsluvegur. Nú hefir sýslunefndin hér í sýslu á síðasta fundi sínum heitið til þessarar flutningsbrautar 12.000 kr. eða allt að helmingi kostnaðarins, móti því, hvort þessi áætlun sýslunefndarinnar muni nærri sanni, en ekki þætti mér ólíklegt, að flutningsbrautin yrði nokkru dýrari en 24.000 kr. Ég er reyndar enginn vegfræðingur og get því fátt um þetta sagt, en miklu munar það að líkindum ekki. En hvað sem því líður, er þetta tilboð sýslunefndarinnar mjög virðingarvert, því fremur, sem vegalögin gefa ekkert tilefni til þess. Það er því fyllsta ástæða til að vonast eftir að alþingi í sumar líti á þetta drengilega tilboð Árnesinga og veiti fé til flutningsbrautarinnar. Ef þingið gerði þetta, yrði það sterk hvöt fyrir önnur héruð, að gera líkt tilboð, og er vert að líta á það. Það er óhætt að fullyrða, að Árnesingum kæmi fátt betur nú, en að fá góðan veg frá Ölfusárbrúnni ofan á Eyrarbakka, enda sýnir tilboð sýslunefndarinnar það best, hvílíkt áhugamál þessi flutningsbraut er héraðsbúum. Ef þingið veitir féð, ætti að vinna að brúargjörðinni næsta sumar, enda verður eigi annað sagt en að brýn nauðsyn reki á eftir. En þótt þingið leiði hjá sér þessa sanngjörnu fjárveitingu, má ganga að því vísu, að málið verði haft á prjónunum, uns sigurinn vinnst um síðir.
Það væri því fráleitt, eins og búið er að benda á, að fara nú að veita stórfé til Melabrúarinnar, því að aldrei líða mörg ár, þangað til flutningsbrúin kemst á, þó að hún verði að bíða um sinn. En að öllu óreyndu virðist mér ástæðulaust, að kvíða ókomna tímanum í þessu efni, en treysta heldur þinginu til hins besta.


Þjóðólfur, 16. júlí 1897. 49. árg. 34. tbl. , bls. 187:
Erlendur Zakaríasson vegaverkstjóri útskýrir hér hvernig hann velur menn í vegavinnu en færri komast þar að en vilja.

Ráðning í vegavinnu
Í 29. - 30. tölubl. Þjóðólfs þ. á., stendur fréttapistill frá Eyrarbakka, sem aðallega er þess efnis, að skýra almenningi frá, hvernig ég hagi ráðningu verkamanna þeirra, sem eru í vegavinnunni með mér frá Eyrarbakka:
Í greininni stendur: " Það sem einkennir þessa vinnuveitingu er það, að hana fá ekki nema efnabetri mennirnir. Að undanteknum einum manni, sem er úr þessu plássi í vegagerðinni, eru það ýmist lausamenn, iðnaðarmenn eða þjónar þeirra".
Þessir menn sem nú eru í vegagerðinni af Eyrarbakka, eru flestir búnir að vera lengi við vinnuna, og eru valdið menn að dugnaði.
Þegar ég réði þá, þekkti ég ekki ástæður þeirra, en leitaði mér upplýsinga um, hvort þeir væru duglegir menn til vinnu; þegar ég fékk það svar, að þeir væru það, þá lét ég mér það nægja.
Það getur hver maður séð, sem er með heilbrigðri skynsemi, - ég tala ekki til höfundar greinarinnar - að eftir öðru mátti ég ekki fara en þessum vitnisburði, enda hefði það verið fjarstæða að neita þessum mönnum um vinnu, þó ég hefði vitað, að þeir væru bjargálnamenn, - meira eru þeir ekki. Þess ber líka að geta að ég hef haft fleiri menn úr þessu umtalaða plássi, og orðið að víkja þeim úr vinnunni fyrir óreglu eða leti. Þó vil ég geta þess, að einum manni, sem var í vinnunni vorið og haustið í fyrra, vísaði ég ekki burt fyrir þessar ofantöldu ástæður, heldur fyrir það, að hann var ekki ánægður með kaupið, enda var það ekki nóg fyrir hann, þar sem hann var fjölskyldumaður og langt frá heimili sínu. (Fyrir tveimur árum byrjaðir ég að taka menn í vinnu vorið og haustið, til þess, að bændur sem búa næst vinnunni, gætu haft eitthvað gott af henni. En ég borga þeim mönnum mikið lægra kaup, sökum þess, að veðurátta er þá oft verri, og þá afkasta menn minna). Þessi maður falaðist eftir vinnunni fyrir þetta yfirstandandi sumar, fyrir allan tímann, en ég gat það ekki, sökum þess, að ég varð að fækka verkamönnum, af því verkið er minna sem gera á í sumar, heldur en það sem unnið var í fyrra, og ennfremur vegna þess, að miklu fleiri bændur föluðu vinnu fyrir sig eða menn sína fyrir haustið og vorið, heldur en áður höfðu verið.
Þessi maður, sem hér er talað um, er víst annar maðurinn, sem talað er um, að ég hafi vísað í burt úr vinnunni, og álít ég því fullsvarað með hann.
Neðar í greininni stendur: "Sem dæmi þessu til sönnunar má telja, að nú í ár voru 2 menn hér í plássi sviptir vinnunni, sem að allra dómi eru bestu vinnumenn, - en þeir voru fátækir". Hér að framan hef ég svarað þessu hvað öðrum manninum við kemur, að ég skal játa, að hann getur talist meðalmaður til vinnu en ekki meira.
Hvað hinum viðvíkur, þá verð ég að telja hann í þeim flokki, sem ég hef orðið að láta fara úr vinnunni. Hann álítur máské sjálfur, að framkoma hans við félaga sína hér, bæti fyrir honum, en ég verð að álíta, að það geti ekki orðið, þó hún sjálfsagt sé góð.
Síðar í greininni stendur: "En ís tað þess var tekinn maður af einum verslunarstjóranum hér í hreppi, og einum af efnabetri mönnum hér boðin atvinna". Ástæðan til þess, að ég tók þennan mann var sú, að í vor hættu 8 menn við að fara í vinnuna, sem ráðnir voru, svo ég bauð þessum manni vinnu, af því að ég þekkti hann að því að vera duglegan mann, og standa langt fyrir framan þá, sem voru látnir fara.

Niðurlag greinarinnar er þannig orðað, að ekki er mögulegt að svara því, en sé það rétt skilið, eftir því sem beinast liggur við að taka það, þá verður það mál ekki sótt á þessu þingi, ef ég annars virði það svo mikils að svara því nokkru.
Ég hef verið, og er enn, ókunnugur í þessu plássi (Eyrarb.) og veit lítið um efnahag manna, enda er ég viss um, að úr því yrði mesta þvæla og vitleysa, sem orðið getur, ef nokkurt úrval ætti að eiga sér stað í þá átt. Ég skal taka það fram hér, að allt svo lengi, að ég er hér við þessa vinnu, og ræð fólk til hennar, mun ég ekki haga mér öðruvísi hér eftir, en ég hef gert að undanförnu, sem sé að taka duglega manninn fram yfir hinn óduglegri, hvort sem hann er fátækari eða ekki, sökum þess, að ég álít það skyldu mína gagnvart verkinu, sem ég er settur yfir, en reyni að forðast að svo miklu leyti sem mér er unnt, að láta hreppapólitík komast þar að.
Ég skal leyfa mér að geta þess, að ég læt hér staðar nema með ritdeilu um þetta efni.
Við Flóavegagerðina 1. júlí 1897
Erl. Zakaríasson


Ísafold, 28. ágúst 1897, 24. árg., 62. tbl., bls. 241:
Hér er sagt frá fjárveitingum Alþingis til vegamála.

Frá alþingi
Fjárveitingar
Hér eru taldar flestar fjárveitingar í fjárlögunum, eins og þingið skildi við þau (sameinað þing), þær er nýmælum sæta.
¿¿..
Til vegabóta ætlaðar 185.000 kr. á fjárhagstímabilinu. Þar af til þjóðvega 100.000 (af því 30.000 kr. fyrra árið til akfærs þjóðvegar yfir Holtin í Rangárvallasýslu), til flutningabrauta 45.000 kr. (fram Eyjafjörð 14.000 kr.), til fjallvega 10.000 kr., til sýsluvegagjörðar í Strandasýslu 5.000 kr., í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 2.000 kr., í Austur-Skaftafellssýslu (milli Hóla og Hafnar) 2.000 kr., til að brúa Bakkaá í Dölum 250 kr., og Hörgá 7.500 kr. Þá eru ætlaðar 3.500 kr. til að ráða æfðan norskan verkfræðing til að kanna sumarið 1898 brúarstæði og gjöra uppdrætti og áætlun um kostnað við brúargjörð á Jökulsá í Axarfirði og Héraðsvötnum hjá Ökrum, og 1.500 kr. hvort árið til verkfróðra manna til aðstoðar við vandaminni samgöngubætur.


Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða:
Hér sagt frá vígslu Blöndubrúar og voru 600 manns viðstaddir hátíðarhöldin.

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.


Þjóðólfur, 8. okt. 1897. 49. árg. 48. tbl. , bls. 192:
Hér segir frá vígslu Blöndubrúar og er m.a. að finna nákvæma lýsingu á brúnni.

Blöndubrúin og vígsla hennar
Pistill úr Húnaþingi
Það var auðséð fyrir þann, sem þekkir sveitalífið á Íslandi og heyskaparannirnar, að miðvikudaginn 25. ágúst, var eitthvað einstakur og þýðingamikill dagur fyrir Húnvetninga. Það er ekki siður um hásláttinn í miðri viku, að byrja daginn með því, að söðla jóinn til að "ríða út", en þennan morgun gat að líta fólk á reið í stórhópum, nálega hvert sem litið var, frá því um dagmálaskeið og vel fram um hádegi. Sást fljótt, að ferðalagið var engin pílagrímsför, því gammarnir þeyttust ákaflega, tóku hvern sprettinn á fætur öðrum, eftir því sem hverum var lagði, og námu einatt eigi staðar fyr en eftir fleiri króka eða hringi. Það var og eitt einkennilegt, að allir stefndu í sömu átt - til sjávar - og hafði þó engin sérleg fiskifregn eða hvalsögufrétt flogið um héraðið. - Hvað var þá, sem dró fleiri hundruð kvenna frá búrkistunni og börnunum? Það var fregnin um, að komin væri manngeng brú á Blöndu sem ætti að vígja og opna almenningi í dag. Veðrið var fremur drungalegt, en milt og enginn ánægjuspillir. Kauptúnið Blönduós varð að stórborg, það úði og grúði af fólki og hestum á götunum (!) og allt í kring; þó var auðséð, að eigi stóð markaðurinn yfir, því sölubúðir voru lokaðar. Um kl. 12 voru fánar dregnir á stengur, og um sama skeið þyrptist mannfjöldinn upp að norðurenda Blöndubrúar; einna síðast kom amtmaðurinn í Norður- og Austuramtinu. Honum var búinn ræðustóll á guðs grænni jörðu, og innan fárra stunda kveður hann hljóðs. Malið og skvaldrið í lýðnum dó út, en í sömu svipan hljómaði kór lagið: "Ó fögur er vor fósturjörð"! við drápu, er Páll hreppstjóri á Akri hafði ort út af tækifærinu, og þótti hvorttveggja allvel sæma. Að því búnu ekur amtmaður til máls, hér um bil á þessa leið: - Um leið og hann afhenti brúna almenningi til nota, ætlaði hann að tala nokkur orð; gat þess, að þetta væri fyrsta fasta járnbrú á landinu, hún væri nú komin upp fyrir dugnað og framfarahug landsmanna, enda hefðu fá mál haft jafngreiðan framgang á þingi, eins og lögin um brú á Blöndu. Þau hefðu komið inn á þing 1895, og á sama þingi hefði verið samþykkt 20.000 kr. útgjöld til þessa fyrirtækis. Nú ættu héraðsmenn að sjá og skilja nytsemi hennar; vera þess vitandi, að hún væri þeim sannalegur dýrgripur. Það væri nú komið nokkuð fram af ósk landshöfðingja í vígsluræðu sinni við Ölfusárbrúna, að út af henni drypi 8 brýr jafn höfgar, eins og hringar af Draupni. Þetta kostaði mikið fé, og það væri einskonar þrautir, er lagðar væru fyrir Íslendinga. Þeir byggju ekki í þeim löndum, þar sem steiktar gæsir hlypu í munn manna, en yrðu að vinna og stríða, eins og bóndadæturnar í þjóðsögunni um Ásu, Signýju og Helgu, sem varð að vinna ýmsar þrautir t. d. að útvega eld, en varð að síðustu fremst þeirra. Allt væri hér nákvæmlega gert og ætti ekki einungis foringinn (verkfræðingurinn) heldur og hver og einn, sem starfað hefði að þessu stórvirki þökk skilið fyrir. Sagði, að landið og óblíða náttúrunnar hefði skapa oss Íslendinga og vér myndum eiga framtíð fyrir höndum.
Þá tóku menn á rás yfir brúna, töldust það full 600 sálna, er þar voru staddar. Léku menn nú lausum hala um stund hér og þar í kring, sumir sóttu heim brennivínskrá veitingamannsins á Blönduós, sem byggt hafði nýlendu allnærri. Bráðum söfnuðust helstu söngmenn saman og hófu margraddaðan söng, voru þar sungin ýms þjóðleg og lagleg lög og kvæði.
Að því búnu, hér um bil nón, hóf amtmaður með frú sýslumannsins og sýslumaðurinn með frú amtmanns dans á þar til gerðum danspalli á árbakkanum. Þótti það frjálslegt og alþýðlegt af þeim höfðingjum að opna dansinn fyrir unga fólkinu, sem kynokaði sér við að byrja. Hélst dansinn, drykkjan og rabbið þarna fyrir norðan ána alllengi fram eftir, eftir því sem menn lysti og höfðu tíma til, en um kl. 4 tóku yfirvöldin, flestir prestar sýslunnar og báðir læknarnir auk ýmsra leikmanna, er gæddir voru krónum og fínum klæðum, og í einhverjum metum hjá höfðingjunum, sig út úr og settust að snæðingi hjá veitingamanninum, sem gaf þeim að borða fyrir 5 ½ kr. Var samsætið gert til heiðurs amtmanni og Thoroddsen og þeir heiðursgestir.
Áður en ég skil við frásögnina um vígsluhátíð okkar, þykir mér hlýða að geta eitthvað brúarinnar sjálfrar, sem er sá rétti miðpunktur alls þessa, því all flestir munu hafa óljósa hugmynd um stærð eða útlit byggingar þessarar. - Undir suðurenda brúarinnar stendur sementsteyptur stöpull, sem er að framan 4 8/10 meter (meter liðlega 1 ½ fet), að meðalhæð 3,13 m., lengd 4 ½ m., breidd 4 m.; undir norðurenda er stöpullinn 5 8/10 m á hæð (meðalhæð 4,90 m.), lengd 6 m., breidd 4 m. Frá þessum stöpli gengur trébrú, yfir sund eða skorn í klöpp, sem áin í stórflóðum fer yfir, norður á annan stöpul, sem hefur þessa stærð: hæð 4 ½ m. (meðalhæð 2 ½ m.), lengd 34 m. breidd 4 m. Sjálf er brúin sem sagt úr járni, föst eins og klettur (ekki hengibrú) að lengd 37 ½ m. breidd 3 1/5 m. út á kant, hæð frá trépalli og upp á efstu slá 3 3/10 m. Athugandi er, að hæðin er frá neðri röð dálítið meira, þar þessi hæð er tekin frá gólfi brúarinnar, sem auðvitað hvílir á þverslám úr járni, en sjálft er gert úr öflugum plönkum. Engin hætta er að fara yfir brúna, þó mönnum sé svima hætt, því járnriðin beggja vegna gefa ekki eftir, þó slangrað sé út í hliðarnar, og eigi velta menn út af þeim, því að þau eru nálega 5 álna há; sýnast fullvaxnir menn, eins og peð á brúnni. Vígsludaginn var hún skreytt með 3 fánum á hvorum enda og blómstöngum við inngang og útgang. Brúin er enn rauðmáluð, en á að málast grá. Burðarafl hennar á að vera 80 tons (tons nálega 200 pd.) og hefur hún verið reynd með 75 tonnum og naumast sést svig á.


Tenging í allt blaðaefni ársins 1897

Þjóðólfur, 19. mars 1897. 49. árg. 14. tbl. , bls. 54:
Símon Jónsson skrifar hér um skort á vörðum á Hellisheiði.

Nokkur orð um vörðuleysið á Hellisheiðarveginum o. fl.
Eins og kunnugt er, var vegu þessi lagður yfir heiðina sumarið 1895 og um Kamba sumarið 1894. Allir, sem um veg þennan fara á auðu, eru sammála um, að hann sé hinn vandaðasti, vatnsrúm á hentugum stöðum o. fl. Vegur sá, sem áður var farinn liggur nokkru norðar. Þegar vestur á fjallið kemur er alllangur spölur á milli þeirra, sem stafar af því, að eldri vegurinn er fyrir norðan Reykjafell ofan Hellisskarð - það er bein stefna - en nýi vegurinn liggur sunnan undir Reykjafelli ofan Lágaskarð - það er bein stefna - en nýi vegurinn liggur sunnan undir Reykjafelli ofan Lágaskarð. Séu leiðir þessar byrjaðar jafn snemma og að eins farinn klyfjagangur, reynist allt að 3/4 klst. mismunur á vegalengdum þessum. Allir kjósa þó heldur að fara syðri leiðina meðan kleyft er, þótt hún sé lengri. En því miður liggur vegur sá víða lágt og safnast því snjór yfir hann á stöku köflum, einkum í brekkunum sunnan undan Reykjafelli. Samt muni það ekki verða til fyrirstöðu að nota veginn á vetrum, og sannfærður er ég um, að vart mun drífa niður svo mikinn snjó, að sú leið yrði ekki þægilegri og öruggari, en nyrðri leiðin, sem liggur um klungur og gjótur, sem eru afar hættulegar yfirferðar, þá snjór er yfir, og svo, eins og áður er sagt, er Hellisskarð á þeirri leið, sem oftast er lítt fært meðklyfjaburð á vetrum, þótt farið sé. - Þrátt fyrir örðugleika þá , sem ég hef þegar talið viðvíkjandi nyrðri leiðinni, er hún þó fremur notuð nú að vetrinum, sem stafar af því, að allt frá fornöld hefur sá vegur verið varðarður, og vita það allir, sem um Hellisheiði hafa farið í myrkri eða byl, að ekki hefði verið unnt að komast til mannabyggða, ef vörðurnar hefði ekki vísað á leiðina. - Fyrir stuttu fór ég um þennan áminnsta veg, og sá mér til stórrar undrunar, að meiri hluti af vörðunum fyrir austan Eystri-Þrívörður var annaðhvort alveg dottinn eða hálfhruninn, sem stafar sjálfsagt meðfram af hinum miklu jarðskjálftum í sumar þar nálægt, og svo hinu, að búist var við, að gamli vegurinn mundi leggjast niður, þegar nýr, upphleyptur vegur kom rétt að kalla við hliðina á honum. Reynslan sýnir nú, að svo er ekki, enda verður gamli vegurinn alltaf meira og minna notaður af göngumönnum, ef vörðunum er haldið við, sem sjálfsagt er. Það er því mjög leiðinlegt, að ekki var ráðin bót á þessu í haust, áður en vetrarferðir hófust, því fullyrða má, að varla komi sá dagur, að ekki sé meiri eða minni umferð um heiðina, enda er Hellisheiði fjölfarnasti fjallvegur á landinu. Þá er til nýja vegarins kemur, er þess að geta, að hann er óvarðaður enn, og fyrir því eru menn oftast neyddir til, að halda meðfram vörðunum og fara gamla veginn þar til hann þrýtur af ófærð, eða menn villast úr af honum, sem oft kemur fyrir, og lenda svo ef til vill í ógöngum.
Út af þessu er það almennt álit, að ekki sé unandi við þetta lengur, og bráðnauðsynlegt sé, að varða veg þennan hið bráðasta, helst á næsta sumri. Væri þá best að byrja á Kambabrún og setja vörðurnar þétt með annarri hlið vegarins, alla leið niður á Kolviðarhól. Merki (hella eða annað) ætti að vera úr einni hliðinni á þeim og vissi það eftir veginum og í sömu átt á öllum, því ella gæti það valdið ruglingi; 50-60 faðmar virðist hæfilegt millibil milli hverrar vörðu, annars er það ekki ugglaust, því oft er mjög myrkt upp á fjallinu, ef vont er. Þrjú dæmi hef ég fyrir mér, sem sýna, að hættulegt er að ferðast nýja veginn, ef misjafnt er veður og færð. Í fyrra lagði Ísak austanpóstur við 2. mann og 6 hesta vestur á heiði; áliðið var dags og illt útlit, þeir fóru nýja veginn meðan til sást, kafaldsbylur var á, og töluvert frost. Svo fóru leikar, að þeir villtust, því ekki var unnt að fylgja veginum, og urðu þeir því að hafast við um nóttina upp á háfjalli, og náðu þeir við illan leik niður á Kolviðarhól morguninn eftir, enda var þá upplétt. - Fyrir stuttu lögðu tveir menn vel hraustir upp á fjall með 8 hesta með klyfjum. Besta veður var á, og ófærð lítil á nýja veginum; réðu þeir því af að halda hann; þegar vestur á fjallið kom datt á þá svarabylur með frosti, þeir fylltust út af leiðinni, lentu í klungrum og ófærum, urðu þeir því að taka af, og nátta sig þarna upp á fjalli, og er ekki að vita hvaða skaði af þessu hefði hlotist, ef ekki hefði birt upp snemma daginn eftir, og þeir náð vestur af fjallinu. Þriðja dæmið er af göngumönnum, sem fóru eftir veginum, meðan unnt var, en villtust sem hinir, en náðu þó með mestu herkjum á Kolviðarhól, og hrepptu þeir sem hinir, er í raunir þessar höfðu ratað, hinar alúðarfyllstu viðtökur hjá hinum vel þekkta gestgjafa þar, Guðna Þorbergssyni, sem lætur sér einkar annt um að taka sem best á móti ferðafólki; en ýmsra örðugleika vegna er honum það ekki unnt, eins og viljinn býður.
Af þessum og fleirum dæmum, sem auðvelt væri að nefna, er vegurinn nú mjög illa ræmdur, og fullyrða má, að undir sömu kringumstæðum verður hann ekki farinn nema þá best og blíðast er, eða á auðu, og mun hann þá helst til dýr að liggja ónotaður þann tíma árs, sem mest ríður á góðum vegi. Í þess stað er vegurinn nú hálfgerð svikamilla, - en hættuleg getur hún orðið fyrir líf og eignir manna, ef ekki er aðgætt í tíma.
Ritað í febrúar 1897.
Símon Jónsson


Ísafold, 21. apríl 1897, 24. árg., 25. tbl., forsíða:
Greinarhöfundur segir að enn sé sama vankunnáttu-kákið í gerð héraðavega og áður var í landsvegagerð. Þörf sé á að kunnáttumenn séu fengnir til verksins í stað þess að láta sýslunefndar- eða hreppsnefndarmenn vera að vasast í málunum.

Héraða-vegabætur
Hrapalegt er til þess að vita, að enn skuli dafna víðast um land sama vankunnáttu-kákið í héraðavegagerð eins og áður var drottnandi við alla vegagerð á landinu, áður en Norðmenn komu og kenndu oss vegasmíð siðaðra þjóða að því er snertir landssjóðsvegi.
Það er þó ekki miður áríðandi, að þessum fáu tugum króna, sem lagðir eru til vegagerðar úr sýslusjóðum og hreppssjóðum, sé ekki fleygt út í sjóinn, heldur en því fé, sem fjárlögin leggja til landsvegagerðar. En það gerum vér enn, og hættum því aldrei, meðan haft er gamla lagið: að láta þá, sem ekki kunna, standa fyrir vegasmíð, t. d. sýslunefndarmenn hvern í sínum hreppi fyrir sýslusjóðsfé, eða hreppsnefndarmenn, ef gert er á sveitarsjóðs kostnað.
Vitaskuld er það, að mikið af héraðsvegafé fer víðast til smáviðgerðar og viðhalds á eldri "vegum" svo nefndum, og lítið til þess að gera nýja vegarspotta. En hvort sem þeir eru miklir eða litlir, þessir nýju vegaspottar, þá þarf að gera þá svo, að lið sé í og einhver frambúð, en skilyrðið fyrir því er kunnátta; og eins er misskilningur, að á sama standi, hvort umbætur og viðhald á eldri vegum, þótt vegaómynd sé, er af kunnáttu gert eða ekki.
Það eru sýslumennirnir, sem ábyrgðin leggst þyngst á fyrir þessa ómynd, þessa hneykslanlegu fjársóun. Þeim ætti þó að vera og er sem menntuðum mönnum hinum fremur tiltrúandi að sjá og skilja, hvað hér er í húfi. Nema svo sé, að þeir fái engu við ráðið fyrir sýslufulltrúunum, sem búnir eru að fá hefð á hitt fyrirkomulagið og amast við aðfengnum verkstjórum. En því skyldi þó ekki ráð fyrir gera.
Stöku sýslumenn hafa og þegar fyrir löngu nokkuð komið fram með undantekning frá því´, almennt gerist í þessu atriði. T. d. hinn núverandi sýslumaður Skaftfellinga. Hinn ungi, ötuli sýslumaður Barðstrendinga hefir og útvegað sér eða fær í vor sunnlenskan vegaverkstjóra vel færan, ásamt nokkrum vönum vegagerðarmönnum. Það ver og við um suma aðra endrum og sinnum, að þeir eru sér í útvegum um almennilega vegagerðarverkstjóra eða einhverja aðstoð manna með nýtilegri verklegri þekkingu. En algengast mun hitt vera, gamla lagið, eða ólagið, réttara sagt.
Framan af, fyrir mörgum árum, var auðvitað mikill hörgull á vegagerðarmönnum með kunnáttu. En nú er sá þröskuldur að miklu horfinn.
Það er vonandi, að ekki líði mörg ár úr þessu án þess, að kunnáttulaus vegagerð á landinu leggist alveg niður, jafnvel á ómerkilegustu hreppavegum.


Þjóðólfur, 3. maí 1897. 49. árg. 22. tbl. , bls. 86:
Samþykkt var á sýslufundi Árnesinga að leggja fram allt að 12.000 kr. til vegagerðar frá Eyrarbakka til Ölfusárbrúar.

Sýslufundur Árnesinga
Sýslufundur Árnesinga var haldinn dagana 6. - 8. f. m. Um 60-70 mál voru þar rædd, og voru þessi hin helstu, samkvæmt eftirfarandi skýrslu, dags, á Eyrarbakka 11. f. m.:
¿.
8. Ítrekaðar voru bænir um, að 4 brúarstæði verði skoðuð og flutningabrautin verði ákveðin, og áætlaður kostnaður til þess hluta hennar, sem liggja á frá Eyrarbakka til Ölfusárbrúarinnar, sem virðist sjálfsagður og bráðnauðsynlegur. - Var samþykkt; að vegasjóður sýslunnar leggi allt að helming kostnaðar, eða allt að 12.000 kr., til þessarar vegagerðar, gegn því, að landssjóður kosti hitt, og ef ákveðið verði, að lokið sé við veg þennan fyrir næstu aldamót. - Þetta er að líkindum eitthvert fyrsta tilboð um að styrkja að vegagerð með landssjóði; er því mjög líklegt, að tilboði þessu verði síður hafnað.Ísafold, 2. júní 1897, 24. árg., 37. tbl., bls. 146:
Greinarhöfundur deilir hér á vegagerðina yfir Breiðumýri frá Eyrarbakka og segir hana eitt af lakari axarsköftunum í sunnlenskri vegagerð.

Melabrúin og flutningsbraut upp Flóann
Það er einmæli manna hér, að fátt hafi verið gert af meiri fáfræði og vanhugsun en Melabrúin, eða Nesbrúin, er sumir nefna hana, sem liggur upp yfir Breiðumýri frá Eyrarbakka.
Það er ekki svo að skilja, að vegarspotti þessi væri ekki í sjálfu sér nauðsynlegur; en hann er að frágangi öllum og gerð eitt af lakari axarsköftunum í sunnlenskri vegagerð, engu síður en Kambavegurinn gamli og ýmsir aðrir vegakaflar frá þeim tíma.
Fyrir eitthvað nálægt 20 árum var byrjað á þessari Melabrú; gáfu þá sumir all-mikið fé til hennar, t. d. Þorleifur heitinn á Háeyri um 1000 kr., að því er sagt var. Margir gáfu vinnu til brúarinnar, sumir mörg dagsverk, o.s. frv. Síðan byrjað var að leggja þessa "brú", hefir verið varið til hennar allmiklu af almannafé að kalla má árlega, því að einlægt hefir hún þurft aðgjörðar við og er þó mesta ómynd enn sem komið er. - Enginn veit að líkindum, hve miklu fé er búið að berja til hennar, en það hlýtur að vera mjög mikið, sjálfsagt annað eins og flutningsbrautin kemur til að kosta upp yfir Breiðumýri eða jafnvel upp að Ölfusárbrú.
Í vor, þegar rigningarnar gengu um miðjan maí, og eftir það, var "brúin" ófær hverri skepnu, og þannig hefir hún oft verið áður tímunum saman, þrátt fyrir allt viðgerðarkákið sem oftast hefir verið handónýtt og þýðingarlaust. Bæði er það, að féð, sem veitt hefir verið í hvert sinn, hefir nú upp á síðkastið verið allt of lítið til þess, að "brúin" yrði bætt að verulegum mun, og svo hefir tíðast verið unnið að þessum endurbótum af lítilli þekkingu og enn minni verkhyggni.
En er þá ekki von að mönnum sárni þessi meðferð á almannafé? Er það nokkur furða, þó að mönnum sárni, að jafndýr vegur, og þessi Melabrú er, skuli eftir allt saman vera ófær yfirferðar, nema ef til vill rétt um hásumarið eða í þurrkatíð?
Á síðasta sýslufundi Árnesinga voru veittar 400 kr. til viðgerðar brúnni, en að mínum dómi er það hér um bil sama og að kasta þeim í sjóinn. Öll smá-viðgerð á "brúnni" er ónóg og verri en ekki neitt. Brúin er þannig á sig komin, að óhugsanlegt er, að geta gert svo við hana, að vel megi við það una. Ef viðgerðin ætti að vera í nokkurri mynd og til frambúðar, mundi hún kosta stórfé. En að kosta svo miklu til Melabrúarinnar er ógjörandi, mér liggur við að segja heimskulegt, og mun ég bráðum sýna fram á það.
Hvernig sýslunefndin hefir hugsað sér þessa viðgerð á brúnni, veit ég ekki, en einhver hefir sagt mér, að það eiga að mylja grjót ofan í hana. Þetta grjót er nú reyndar hvergi nærri, og ég hefi hreyt, að ráðgert væri, að flytja það á hestum austan úr Breiðumýri að brúnni. Mér varð orðfall, þegar ég heyrði þetta, en ábyrgist ekki, að saga þessi sé sönn. En hvað sem öðru líður, tel ég réttast að láta "brúna" eiga sig, því að öll viðgerð á henni hlýtur að verða kák og annað ekki, er enga staði sér stundu lengur, nema þá með því meiri fjárframlögum.
Það hefir nú fyrir löngu verið talað um að leggja flutningsbraut af Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, og víst er um það, að þessi braut er bráðnauðsynleg. Flutningsbrautin er ætlast til að liggi nokkru austar en Melabrúin yfir Breiðumýri upp hjá Sandvíkum að Ölfusárbrú. Þegar þessi brú er komin, verður Melabrúin alveg óþörf, sem sýsluvegur. Nú hefir sýslunefndin hér í sýslu á síðasta fundi sínum heitið til þessarar flutningsbrautar 12.000 kr. eða allt að helmingi kostnaðarins, móti því, hvort þessi áætlun sýslunefndarinnar muni nærri sanni, en ekki þætti mér ólíklegt, að flutningsbrautin yrði nokkru dýrari en 24.000 kr. Ég er reyndar enginn vegfræðingur og get því fátt um þetta sagt, en miklu munar það að líkindum ekki. En hvað sem því líður, er þetta tilboð sýslunefndarinnar mjög virðingarvert, því fremur, sem vegalögin gefa ekkert tilefni til þess. Það er því fyllsta ástæða til að vonast eftir að alþingi í sumar líti á þetta drengilega tilboð Árnesinga og veiti fé til flutningsbrautarinnar. Ef þingið gerði þetta, yrði það sterk hvöt fyrir önnur héruð, að gera líkt tilboð, og er vert að líta á það. Það er óhætt að fullyrða, að Árnesingum kæmi fátt betur nú, en að fá góðan veg frá Ölfusárbrúnni ofan á Eyrarbakka, enda sýnir tilboð sýslunefndarinnar það best, hvílíkt áhugamál þessi flutningsbraut er héraðsbúum. Ef þingið veitir féð, ætti að vinna að brúargjörðinni næsta sumar, enda verður eigi annað sagt en að brýn nauðsyn reki á eftir. En þótt þingið leiði hjá sér þessa sanngjörnu fjárveitingu, má ganga að því vísu, að málið verði haft á prjónunum, uns sigurinn vinnst um síðir.
Það væri því fráleitt, eins og búið er að benda á, að fara nú að veita stórfé til Melabrúarinnar, því að aldrei líða mörg ár, þangað til flutningsbrúin kemst á, þó að hún verði að bíða um sinn. En að öllu óreyndu virðist mér ástæðulaust, að kvíða ókomna tímanum í þessu efni, en treysta heldur þinginu til hins besta.


Þjóðólfur, 16. júlí 1897. 49. árg. 34. tbl. , bls. 187:
Erlendur Zakaríasson vegaverkstjóri útskýrir hér hvernig hann velur menn í vegavinnu en færri komast þar að en vilja.

Ráðning í vegavinnu
Í 29. - 30. tölubl. Þjóðólfs þ. á., stendur fréttapistill frá Eyrarbakka, sem aðallega er þess efnis, að skýra almenningi frá, hvernig ég hagi ráðningu verkamanna þeirra, sem eru í vegavinnunni með mér frá Eyrarbakka:
Í greininni stendur: " Það sem einkennir þessa vinnuveitingu er það, að hana fá ekki nema efnabetri mennirnir. Að undanteknum einum manni, sem er úr þessu plássi í vegagerðinni, eru það ýmist lausamenn, iðnaðarmenn eða þjónar þeirra".
Þessir menn sem nú eru í vegagerðinni af Eyrarbakka, eru flestir búnir að vera lengi við vinnuna, og eru valdið menn að dugnaði.
Þegar ég réði þá, þekkti ég ekki ástæður þeirra, en leitaði mér upplýsinga um, hvort þeir væru duglegir menn til vinnu; þegar ég fékk það svar, að þeir væru það, þá lét ég mér það nægja.
Það getur hver maður séð, sem er með heilbrigðri skynsemi, - ég tala ekki til höfundar greinarinnar - að eftir öðru mátti ég ekki fara en þessum vitnisburði, enda hefði það verið fjarstæða að neita þessum mönnum um vinnu, þó ég hefði vitað, að þeir væru bjargálnamenn, - meira eru þeir ekki. Þess ber líka að geta að ég hef haft fleiri menn úr þessu umtalaða plássi, og orðið að víkja þeim úr vinnunni fyrir óreglu eða leti. Þó vil ég geta þess, að einum manni, sem var í vinnunni vorið og haustið í fyrra, vísaði ég ekki burt fyrir þessar ofantöldu ástæður, heldur fyrir það, að hann var ekki ánægður með kaupið, enda var það ekki nóg fyrir hann, þar sem hann var fjölskyldumaður og langt frá heimili sínu. (Fyrir tveimur árum byrjaðir ég að taka menn í vinnu vorið og haustið, til þess, að bændur sem búa næst vinnunni, gætu haft eitthvað gott af henni. En ég borga þeim mönnum mikið lægra kaup, sökum þess, að veðurátta er þá oft verri, og þá afkasta menn minna). Þessi maður falaðist eftir vinnunni fyrir þetta yfirstandandi sumar, fyrir allan tímann, en ég gat það ekki, sökum þess, að ég varð að fækka verkamönnum, af því verkið er minna sem gera á í sumar, heldur en það sem unnið var í fyrra, og ennfremur vegna þess, að miklu fleiri bændur föluðu vinnu fyrir sig eða menn sína fyrir haustið og vorið, heldur en áður höfðu verið.
Þessi maður, sem hér er talað um, er víst annar maðurinn, sem talað er um, að ég hafi vísað í burt úr vinnunni, og álít ég því fullsvarað með hann.
Neðar í greininni stendur: "Sem dæmi þessu til sönnunar má telja, að nú í ár voru 2 menn hér í plássi sviptir vinnunni, sem að allra dómi eru bestu vinnumenn, - en þeir voru fátækir". Hér að framan hef ég svarað þessu hvað öðrum manninum við kemur, að ég skal játa, að hann getur talist meðalmaður til vinnu en ekki meira.
Hvað hinum viðvíkur, þá verð ég að telja hann í þeim flokki, sem ég hef orðið að láta fara úr vinnunni. Hann álítur máské sjálfur, að framkoma hans við félaga sína hér, bæti fyrir honum, en ég verð að álíta, að það geti ekki orðið, þó hún sjálfsagt sé góð.
Síðar í greininni stendur: "En ís tað þess var tekinn maður af einum verslunarstjóranum hér í hreppi, og einum af efnabetri mönnum hér boðin atvinna". Ástæðan til þess, að ég tók þennan mann var sú, að í vor hættu 8 menn við að fara í vinnuna, sem ráðnir voru, svo ég bauð þessum manni vinnu, af því að ég þekkti hann að því að vera duglegan mann, og standa langt fyrir framan þá, sem voru látnir fara.

Niðurlag greinarinnar er þannig orðað, að ekki er mögulegt að svara því, en sé það rétt skilið, eftir því sem beinast liggur við að taka það, þá verður það mál ekki sótt á þessu þingi, ef ég annars virði það svo mikils að svara því nokkru.
Ég hef verið, og er enn, ókunnugur í þessu plássi (Eyrarb.) og veit lítið um efnahag manna, enda er ég viss um, að úr því yrði mesta þvæla og vitleysa, sem orðið getur, ef nokkurt úrval ætti að eiga sér stað í þá átt. Ég skal taka það fram hér, að allt svo lengi, að ég er hér við þessa vinnu, og ræð fólk til hennar, mun ég ekki haga mér öðruvísi hér eftir, en ég hef gert að undanförnu, sem sé að taka duglega manninn fram yfir hinn óduglegri, hvort sem hann er fátækari eða ekki, sökum þess, að ég álít það skyldu mína gagnvart verkinu, sem ég er settur yfir, en reyni að forðast að svo miklu leyti sem mér er unnt, að láta hreppapólitík komast þar að.
Ég skal leyfa mér að geta þess, að ég læt hér staðar nema með ritdeilu um þetta efni.
Við Flóavegagerðina 1. júlí 1897
Erl. Zakaríasson


Ísafold, 28. ágúst 1897, 24. árg., 62. tbl., bls. 241:
Hér er sagt frá fjárveitingum Alþingis til vegamála.

Frá alþingi
Fjárveitingar
Hér eru taldar flestar fjárveitingar í fjárlögunum, eins og þingið skildi við þau (sameinað þing), þær er nýmælum sæta.
¿¿..
Til vegabóta ætlaðar 185.000 kr. á fjárhagstímabilinu. Þar af til þjóðvega 100.000 (af því 30.000 kr. fyrra árið til akfærs þjóðvegar yfir Holtin í Rangárvallasýslu), til flutningabrauta 45.000 kr. (fram Eyjafjörð 14.000 kr.), til fjallvega 10.000 kr., til sýsluvegagjörðar í Strandasýslu 5.000 kr., í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 2.000 kr., í Austur-Skaftafellssýslu (milli Hóla og Hafnar) 2.000 kr., til að brúa Bakkaá í Dölum 250 kr., og Hörgá 7.500 kr. Þá eru ætlaðar 3.500 kr. til að ráða æfðan norskan verkfræðing til að kanna sumarið 1898 brúarstæði og gjöra uppdrætti og áætlun um kostnað við brúargjörð á Jökulsá í Axarfirði og Héraðsvötnum hjá Ökrum, og 1.500 kr. hvort árið til verkfróðra manna til aðstoðar við vandaminni samgöngubætur.


Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða:
Hér sagt frá vígslu Blöndubrúar og voru 600 manns viðstaddir hátíðarhöldin.

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.


Þjóðólfur, 8. okt. 1897. 49. árg. 48. tbl. , bls. 192:
Hér segir frá vígslu Blöndubrúar og er m.a. að finna nákvæma lýsingu á brúnni.

Blöndubrúin og vígsla hennar
Pistill úr Húnaþingi
Það var auðséð fyrir þann, sem þekkir sveitalífið á Íslandi og heyskaparannirnar, að miðvikudaginn 25. ágúst, var eitthvað einstakur og þýðingamikill dagur fyrir Húnvetninga. Það er ekki siður um hásláttinn í miðri viku, að byrja daginn með því, að söðla jóinn til að "ríða út", en þennan morgun gat að líta fólk á reið í stórhópum, nálega hvert sem litið var, frá því um dagmálaskeið og vel fram um hádegi. Sást fljótt, að ferðalagið var engin pílagrímsför, því gammarnir þeyttust ákaflega, tóku hvern sprettinn á fætur öðrum, eftir því sem hverum var lagði, og námu einatt eigi staðar fyr en eftir fleiri króka eða hringi. Það var og eitt einkennilegt, að allir stefndu í sömu átt - til sjávar - og hafði þó engin sérleg fiskifregn eða hvalsögufrétt flogið um héraðið. - Hvað var þá, sem dró fleiri hundruð kvenna frá búrkistunni og börnunum? Það var fregnin um, að komin væri manngeng brú á Blöndu sem ætti að vígja og opna almenningi í dag. Veðrið var fremur drungalegt, en milt og enginn ánægjuspillir. Kauptúnið Blönduós varð að stórborg, það úði og grúði af fólki og hestum á götunum (!) og allt í kring; þó var auðséð, að eigi stóð markaðurinn yfir, því sölubúðir voru lokaðar. Um kl. 12 voru fánar dregnir á stengur, og um sama skeið þyrptist mannfjöldinn upp að norðurenda Blöndubrúar; einna síðast kom amtmaðurinn í Norður- og Austuramtinu. Honum var búinn ræðustóll á guðs grænni jörðu, og innan fárra stunda kveður hann hljóðs. Malið og skvaldrið í lýðnum dó út, en í sömu svipan hljómaði kór lagið: "Ó fögur er vor fósturjörð"! við drápu, er Páll hreppstjóri á Akri hafði ort út af tækifærinu, og þótti hvorttveggja allvel sæma. Að því búnu ekur amtmaður til máls, hér um bil á þessa leið: - Um leið og hann afhenti brúna almenningi til nota, ætlaði hann að tala nokkur orð; gat þess, að þetta væri fyrsta fasta járnbrú á landinu, hún væri nú komin upp fyrir dugnað og framfarahug landsmanna, enda hefðu fá mál haft jafngreiðan framgang á þingi, eins og lögin um brú á Blöndu. Þau hefðu komið inn á þing 1895, og á sama þingi hefði verið samþykkt 20.000 kr. útgjöld til þessa fyrirtækis. Nú ættu héraðsmenn að sjá og skilja nytsemi hennar; vera þess vitandi, að hún væri þeim sannalegur dýrgripur. Það væri nú komið nokkuð fram af ósk landshöfðingja í vígsluræðu sinni við Ölfusárbrúna, að út af henni drypi 8 brýr jafn höfgar, eins og hringar af Draupni. Þetta kostaði mikið fé, og það væri einskonar þrautir, er lagðar væru fyrir Íslendinga. Þeir byggju ekki í þeim löndum, þar sem steiktar gæsir hlypu í munn manna, en yrðu að vinna og stríða, eins og bóndadæturnar í þjóðsögunni um Ásu, Signýju og Helgu, sem varð að vinna ýmsar þrautir t. d. að útvega eld, en varð að síðustu fremst þeirra. Allt væri hér nákvæmlega gert og ætti ekki einungis foringinn (verkfræðingurinn) heldur og hver og einn, sem starfað hefði að þessu stórvirki þökk skilið fyrir. Sagði, að landið og óblíða náttúrunnar hefði skapa oss Íslendinga og vér myndum eiga framtíð fyrir höndum.
Þá tóku menn á rás yfir brúna, töldust það full 600 sálna, er þar voru staddar. Léku menn nú lausum hala um stund hér og þar í kring, sumir sóttu heim brennivínskrá veitingamannsins á Blönduós, sem byggt hafði nýlendu allnærri. Bráðum söfnuðust helstu söngmenn saman og hófu margraddaðan söng, voru þar sungin ýms þjóðleg og lagleg lög og kvæði.
Að því búnu, hér um bil nón, hóf amtmaður með frú sýslumannsins og sýslumaðurinn með frú amtmanns dans á þar til gerðum danspalli á árbakkanum. Þótti það frjálslegt og alþýðlegt af þeim höfðingjum að opna dansinn fyrir unga fólkinu, sem kynokaði sér við að byrja. Hélst dansinn, drykkjan og rabbið þarna fyrir norðan ána alllengi fram eftir, eftir því sem menn lysti og höfðu tíma til, en um kl. 4 tóku yfirvöldin, flestir prestar sýslunnar og báðir læknarnir auk ýmsra leikmanna, er gæddir voru krónum og fínum klæðum, og í einhverjum metum hjá höfðingjunum, sig út úr og settust að snæðingi hjá veitingamanninum, sem gaf þeim að borða fyrir 5 ½ kr. Var samsætið gert til heiðurs amtmanni og Thoroddsen og þeir heiðursgestir.
Áður en ég skil við frásögnina um vígsluhátíð okkar, þykir mér hlýða að geta eitthvað brúarinnar sjálfrar, sem er sá rétti miðpunktur alls þessa, því all flestir munu hafa óljósa hugmynd um stærð eða útlit byggingar þessarar. - Undir suðurenda brúarinnar stendur sementsteyptur stöpull, sem er að framan 4 8/10 meter (meter liðlega 1 ½ fet), að meðalhæð 3,13 m., lengd 4 ½ m., breidd 4 m.; undir norðurenda er stöpullinn 5 8/10 m á hæð (meðalhæð 4,90 m.), lengd 6 m., breidd 4 m. Frá þessum stöpli gengur trébrú, yfir sund eða skorn í klöpp, sem áin í stórflóðum fer yfir, norður á annan stöpul, sem hefur þessa stærð: hæð 4 ½ m. (meðalhæð 2 ½ m.), lengd 34 m. breidd 4 m. Sjálf er brúin sem sagt úr járni, föst eins og klettur (ekki hengibrú) að lengd 37 ½ m. breidd 3 1/5 m. út á kant, hæð frá trépalli og upp á efstu slá 3 3/10 m. Athugandi er, að hæðin er frá neðri röð dálítið meira, þar þessi hæð er tekin frá gólfi brúarinnar, sem auðvitað hvílir á þverslám úr járni, en sjálft er gert úr öflugum plönkum. Engin hætta er að fara yfir brúna, þó mönnum sé svima hætt, því járnriðin beggja vegna gefa ekki eftir, þó slangrað sé út í hliðarnar, og eigi velta menn út af þeim, því að þau eru nálega 5 álna há; sýnast fullvaxnir menn, eins og peð á brúnni. Vígsludaginn var hún skreytt með 3 fánum á hvorum enda og blómstöngum við inngang og útgang. Brúin er enn rauðmáluð, en á að málast grá. Burðarafl hennar á að vera 80 tons (tons nálega 200 pd.) og hefur hún verið reynd með 75 tonnum og naumast sést svig á.