1894

Austri, 11. janúar 1894, 4. árg., 1. tbl., forsíða:

Um gufubátsferðir í Lagarfljótsós.
Eins og sjá má af Alþ.tíðindum, veitti síðasta Alþ.. 5.000 kr. til gufubátsferða í Lagarfljótsós.
Það hafa eflaust margir Héraðsbúar glaðst yfir því er þeir sáu, að þessu nauðsynjamáli voru hafði verið talsverður gaumur gefinn á þingi.
En þessum 5.000 kr. styrk fylgdi það skilyrði að hlutaðeigandi héraðsbúar leggðu til það sem ávantaði að þessar 5.000 kr. nægðu til að standast kostnaðinn við gufubátsferðir þessar eða að minnsta kosti ¼ hluta móts við landsjóðsstyrkinn.
Nú hefir herra O. Wathne boðið að gjöra tilraun til að koma á gufubátsferðum um Lagarfljótsós og mun ekki heimta nokkur fjárframlög, hvorki úr landsjóði né frá Héraðsbúum, fyrr en hann er búinn að sýna, með fleiri en einni tilraun, að hægt sé að komast á gufubát upp í Ósinn.
Herra O. Wathne hlýtur því að kosta stórfé til að gjöra tilraun þessa.
Það er vonandi að Austfirðingar láti ekki á sér standa, með að leggja fram sinn hluta af styrknum, og að þeir sýni það í verkinu, að það hafi verið sannmæli sem alþingismenn Austfirðinga sögðu um þetta á síð. Alþ.., að Fljótsdalshéraðsbúar vildu kaupa dýru verði reynsluna í því , hvort ekki sé hægt að sigla upp í Lagarfljótsós (Sbr. Alþt. 1893 B. 9. h. 1216. d. og víðar) ef þingið vildi dálítið létta undir byrðina með oss.
Og nú hefir þingið talsvert létt undir byrðina. Sýslunefndir Múlasýsla ættu því fúslega að leggja fram fé það er með þarf til að hrinda fyrirtækinu áfram, því ekki tjáir að biðja og biðja alltaf um fé úr landsjóði, en vilja sjálfir ekkert láta af hendi rakna.
Að vísu tekur þetta mál mest til þeirra, er á Fljótsdalshéraði búa, en samt er það rétt sem hinn heiðr. ritstj. Austra tók fram í blaði sínu í haust, að Fjarðarmenn gætu á ýmsan hátt haft hag af að gufubátsferðir þessar kæmust á, er því vonandi að sýslunefndunum skiljist, að hér er um eitt af hinum sameiginlegu framfaraspursmálum að ræða, sem varða allt Austurland.
Á Fljótsdalshéraði mun menn ekki greina á um, hvílíkt nauðsynjamál þetta er, og hve mikið framfaraspursmál fyrir Héraðið. Helst eru það ef til vill ýmsir menn á Jökuldal og Skriðdal, sem efast um að þeim sveitum verði hagur að uppsigling í Lagarfljót.
En slíkt er samt misskilningur. Auðvitað er þeim ekki hagur að sækja vörur út að Lagarfljótsós nema þegar heiðar eru ófærar.
En komist reyndin á að hægt sé að flytja vörur upp í Ósinn, þá er enginn efi á því, að með tímanum - og það áður en mörg ár líða - komast á gufubátsferðir upp í Lagarfljótsbotn.
Það er takmarkið sem vér þurfum allir að stefna að í þessu máli. Gufubátsferðir upp í Lagarfljótsós eru aðeins byrjun til gufubátsferða eftir Lagarfljóti.
Einu hindranirnar á leiðinni upp Fljótið, er Steinboginn og fossinn hjá Kirkjubæ.
Það er víst enginn efi á því, ef ekki hagaði féleysi, að gjöra mætti skipaleið yfir Steinbogann, svo gufubáturinn, sem í Ósinn gengi, komist upp að fossi. Slíkt mundi ekki álitið mikið þrekvirki í öðrum löndum.
En þó aldrei yrði í svo stórt ráðist að gjöra skipgengt yfir Steinbogann, þá sýnist það engum efa bundið að fé mætti fá úr landsjóði til að gjöra vagnveg frá Steinboganum og svo á gufubát upp Fljótið frá fossinum allt upp í Fljótsbotn.
Þegar þessu máli er svo langt komið og einhverntíma kemst það svo langt, hvort sem vér, sem nú lifum, berum gæfu til að framkvæma það, þegar reynd er á því orðin að hægt sé að flytja vörur upp í Lagarfljótsós og upp í Fljótsbotn, þá mun enginn á Jökuldal efast um að hægra sé að sækja vörur austur að Fljótinu hjá Ekkjufelli eða Brekku heldur en að sækja þær á Seyðisfjörð.
Og Skriðdælingar munu þá sjá, að þó hægt sé að sækja vörur ofan á Reyðarfjörð, er þó hægra að sækja þær norður að Fljótinu hjá Vallanesi.
Gufubátsferðir í Lagarfljótsós, eru eflaust hagur fyrir alla sem búa milli Héraðsfjalla, allt frá sjó til efstu byggða.
Þær eru hagur fyrir Fjarðarbúa því verslun og viðskipti milli þeirra og Héraðsbúa mundi stórum aukast við það, hvorttveggja til mikils hagnaðar.
Öllum þeim sem þekkja, hvílíkur kostnaður, tímatöf og hrakningur, bæði á mönnum og skepnum, þar er, sem leiðir af hinum löngu og erfiðu kaupstaðarferðum Héraðsbúa, þeim mun ekki blandast hugur um að stórfé sé leggjandi í sölurnar til að létta þessa erfiðleika.
Auk þess standa hinir erfiðu aðflutningar í vegi fyrir svo mörgum framförum í Héraði, ekki síst húsabyggingum.
Auk alls þessa er þess líka að gæta að Lagarfljót er hið eina vatnsfall á landinu, sem líkindi eru til að skipgengt sé.
Það er því sómi þjóðarinnar, ef hægt væri að koma á skipaferðum eftir fljótinu. Það yrði eitt með öðru til þess að reka það dáðleysisorð af oss Ísendingum, að vér álitum ómögulegt sem allar aðrar þjóðir álíta sjálfsagt að gjöra.
Hér er því að ræða um ómetanlegt gagn, eins hins búsælasta hluta landsins, og þar að auki um mál sem væri heiður fyrir þjóðina ef það næði fram að ganga.
Austfirðingar! Látum nú ekki sundrung, deyfð, eða smásálarskap, frá vorri hálfu, eyða þessu máli og hindra ef til vill framgang þess um langan aldur.
Minnumst þess, að "feðranna dáðleysi er barnanna böl, og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl"
Héraðsbúi.


Austri, 11. janúar 1894, 4. árg., 1. tbl., forsíða:

Um gufubátsferðir í Lagarfljótsós.
Eins og sjá má af Alþ.tíðindum, veitti síðasta Alþ.. 5.000 kr. til gufubátsferða í Lagarfljótsós.
Það hafa eflaust margir Héraðsbúar glaðst yfir því er þeir sáu, að þessu nauðsynjamáli voru hafði verið talsverður gaumur gefinn á þingi.
En þessum 5.000 kr. styrk fylgdi það skilyrði að hlutaðeigandi héraðsbúar leggðu til það sem ávantaði að þessar 5.000 kr. nægðu til að standast kostnaðinn við gufubátsferðir þessar eða að minnsta kosti ¼ hluta móts við landsjóðsstyrkinn.
Nú hefir herra O. Wathne boðið að gjöra tilraun til að koma á gufubátsferðum um Lagarfljótsós og mun ekki heimta nokkur fjárframlög, hvorki úr landsjóði né frá Héraðsbúum, fyrr en hann er búinn að sýna, með fleiri en einni tilraun, að hægt sé að komast á gufubát upp í Ósinn.
Herra O. Wathne hlýtur því að kosta stórfé til að gjöra tilraun þessa.
Það er vonandi að Austfirðingar láti ekki á sér standa, með að leggja fram sinn hluta af styrknum, og að þeir sýni það í verkinu, að það hafi verið sannmæli sem alþingismenn Austfirðinga sögðu um þetta á síð. Alþ.., að Fljótsdalshéraðsbúar vildu kaupa dýru verði reynsluna í því , hvort ekki sé hægt að sigla upp í Lagarfljótsós (Sbr. Alþt. 1893 B. 9. h. 1216. d. og víðar) ef þingið vildi dálítið létta undir byrðina með oss.
Og nú hefir þingið talsvert létt undir byrðina. Sýslunefndir Múlasýsla ættu því fúslega að leggja fram fé það er með þarf til að hrinda fyrirtækinu áfram, því ekki tjáir að biðja og biðja alltaf um fé úr landsjóði, en vilja sjálfir ekkert láta af hendi rakna.
Að vísu tekur þetta mál mest til þeirra, er á Fljótsdalshéraði búa, en samt er það rétt sem hinn heiðr. ritstj. Austra tók fram í blaði sínu í haust, að Fjarðarmenn gætu á ýmsan hátt haft hag af að gufubátsferðir þessar kæmust á, er því vonandi að sýslunefndunum skiljist, að hér er um eitt af hinum sameiginlegu framfaraspursmálum að ræða, sem varða allt Austurland.
Á Fljótsdalshéraði mun menn ekki greina á um, hvílíkt nauðsynjamál þetta er, og hve mikið framfaraspursmál fyrir Héraðið. Helst eru það ef til vill ýmsir menn á Jökuldal og Skriðdal, sem efast um að þeim sveitum verði hagur að uppsigling í Lagarfljót.
En slíkt er samt misskilningur. Auðvitað er þeim ekki hagur að sækja vörur út að Lagarfljótsós nema þegar heiðar eru ófærar.
En komist reyndin á að hægt sé að flytja vörur upp í Ósinn, þá er enginn efi á því, að með tímanum - og það áður en mörg ár líða - komast á gufubátsferðir upp í Lagarfljótsbotn.
Það er takmarkið sem vér þurfum allir að stefna að í þessu máli. Gufubátsferðir upp í Lagarfljótsós eru aðeins byrjun til gufubátsferða eftir Lagarfljóti.
Einu hindranirnar á leiðinni upp Fljótið, er Steinboginn og fossinn hjá Kirkjubæ.
Það er víst enginn efi á því, ef ekki hagaði féleysi, að gjöra mætti skipaleið yfir Steinbogann, svo gufubáturinn, sem í Ósinn gengi, komist upp að fossi. Slíkt mundi ekki álitið mikið þrekvirki í öðrum löndum.
En þó aldrei yrði í svo stórt ráðist að gjöra skipgengt yfir Steinbogann, þá sýnist það engum efa bundið að fé mætti fá úr landsjóði til að gjöra vagnveg frá Steinboganum og svo á gufubát upp Fljótið frá fossinum allt upp í Fljótsbotn.
Þegar þessu máli er svo langt komið og einhverntíma kemst það svo langt, hvort sem vér, sem nú lifum, berum gæfu til að framkvæma það, þegar reynd er á því orðin að hægt sé að flytja vörur upp í Lagarfljótsós og upp í Fljótsbotn, þá mun enginn á Jökuldal efast um að hægra sé að sækja vörur austur að Fljótinu hjá Ekkjufelli eða Brekku heldur en að sækja þær á Seyðisfjörð.
Og Skriðdælingar munu þá sjá, að þó hægt sé að sækja vörur ofan á Reyðarfjörð, er þó hægra að sækja þær norður að Fljótinu hjá Vallanesi.
Gufubátsferðir í Lagarfljótsós, eru eflaust hagur fyrir alla sem búa milli Héraðsfjalla, allt frá sjó til efstu byggða.
Þær eru hagur fyrir Fjarðarbúa því verslun og viðskipti milli þeirra og Héraðsbúa mundi stórum aukast við það, hvorttveggja til mikils hagnaðar.
Öllum þeim sem þekkja, hvílíkur kostnaður, tímatöf og hrakningur, bæði á mönnum og skepnum, þar er, sem leiðir af hinum löngu og erfiðu kaupstaðarferðum Héraðsbúa, þeim mun ekki blandast hugur um að stórfé sé leggjandi í sölurnar til að létta þessa erfiðleika.
Auk þess standa hinir erfiðu aðflutningar í vegi fyrir svo mörgum framförum í Héraði, ekki síst húsabyggingum.
Auk alls þessa er þess líka að gæta að Lagarfljót er hið eina vatnsfall á landinu, sem líkindi eru til að skipgengt sé.
Það er því sómi þjóðarinnar, ef hægt væri að koma á skipaferðum eftir fljótinu. Það yrði eitt með öðru til þess að reka það dáðleysisorð af oss Ísendingum, að vér álitum ómögulegt sem allar aðrar þjóðir álíta sjálfsagt að gjöra.
Hér er því að ræða um ómetanlegt gagn, eins hins búsælasta hluta landsins, og þar að auki um mál sem væri heiður fyrir þjóðina ef það næði fram að ganga.
Austfirðingar! Látum nú ekki sundrung, deyfð, eða smásálarskap, frá vorri hálfu, eyða þessu máli og hindra ef til vill framgang þess um langan aldur.
Minnumst þess, að "feðranna dáðleysi er barnanna böl, og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl"
Héraðsbúi.