Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Greining á breytingum í ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Ferðavenjukannanir gefa gríðarlega mikilvægar upplýsingar fyrir alla þá sem starfa að skipulags- og samgöngumálum og gera mönnum kleift að fylgjast með þróun og breytingum á hegðunarmynstri. Þannig gefa þær mikilvægar grunnforsendur fyrir spálíkön. Mikilvægi þeirra eykst svo enn frekar þegar menn reyna að spá fyrir um breytingar á ferðamáta og áhrif þeirra á framtíðarumferð.

Gerðar hafa verið sex stórar ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu; árin 2002, 2011, 2014, 2017, 2019 og 2022. Nýjasta ferðavenjukönnun var framkvæmd haustið 2022 og má vænta birtingu niðurstaðna á vormánuðum 2023. Þessar kannanir hafa skilað áþekkum niðurstöðum hvað varðar ferðir á einstakling en t.d. sýnir könnunin frá 2019 að eldri borgarar fara færri ferðir nú en þeir gerðu í fyrri könnunum.

Niðurstöður kannana hafa vakið nokkra furðu þegar þær eru bornar saman við sambærilegar kannanir frá nágrannalöndunum því þær gefa í skyn að Íslendingar fari mun fleiri ferðir að meðaltali á dag heldur en íbúar í nágrannalöndunum. Þó hefur ferðum á einstakling fækkað á milli kannana þannig að margt bendir til að við séum að nálgast nágrannalöndin í ferðahegðun.

Árið 2022 skilaði VSÓ niðurstöðu rannsóknarverkefnis sem bar saman niðurstöður fyrri ferðavenjukannana, er nú komið að endurgerð að þeirri vinnu þar sem ferðavenjukönnun 2022 er borin saman við eldri kannanir.

Væntanlegur árangur af verkefninu er að sýnt verður fram á orsakatengsl hagrænna þátta og ferðafjölda líkt og var gert í fyrra verkefni. Þannig upplýsingar eru mikilvægar fyrir alla þá sem starfa að skipulags- og samgöngumálum eða taka stefnumótandi ákvarðanir í borgarskipulagi.

Sérstaklega er ætlunin að huga að því hvort vöxtur í nýjum valmöguleikum í ferðamátum þ.e.a.s. rafhjól og rafskútur sé mælanlegur í könnunum og hvaða áhrif þeir hafa.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið þessa verkefnis er að bera saman niðurstöður ferðavenjukönnunar árið 2022 við fyrri ár. Það á að gera með því að

·       Bera saman ferðafjölda þeirra sem hafa aðgengi að bíl

·       Bera saman ferðafjölda þeirra sem eru á atvinnumarkaði eða ekki og bera þau svör saman við OECD gagnagrunn.

·       Skoða fjölda og svör þeirra sem fara engar ferðir í síðustu fimm ferðavenjukönnunum

·       Bera saman ferðafjölda eftir fjölskyldutekjum

·       Skoða nánar tengsl tímalengdar ferða og fjölda ferða

·       Bera saman ferðamáta og þá sérstaklega skoða nánar aukningu notenda á rafskútum/rafhjólum