Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Áhrif vinds á farartæki

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að meta hvers lags vindaðstæður eru hættulegar ökutækjum. Með vindaðstæðum er átt við vindhraða í hviðum og vindstefnu miðað við legu vegar.  Hættur sem verða metnar eru a) stjórnlaust skrið ökutækis út af vegi án veltu og b) velta ökutækis. Ökutækjum verður skipt upp í 4 flokka: i) fulllestaða flutningabíla og rútur með góða sætanýtingu, ii) léttir flutningabílar með engan eða lítinn farm sem og tómar og hálftómar rútur, iii) smárútur og iv) fólksbílar, þar innifaldir jeppar og smábílar.

Byggt verður upp reiknilíkan byggt á aðferðum verkfræðinnar. Inntaksþættir í reiknilíkan verða meðal annars: formstuðlar vinds áveðurs, hlémegin, ofan á og neðan á ökutæki, mismunandi stefnuhorn vinds á ökutæki, stærð og þyngd ökutækis, viðnám ökutækis á vegyfirborði (breytilegt eftir aðstæðum, til að mynda greiðfært þurrt, greiðfært blautt, hálkublettir, hált, glerhált).

Líkanið skilar líkum á hættulegum atburði, þ.e. skriði eða veltu, sem falli vindaðstæðum.

Niðurstöðum verkefnisins er ætlað að auðvelda Vegagerðinni að ákvarða við hvaða vindaðstæður þarf að loka vegum vegna skerts öryggis gagnvart vindálagi á ökutæki.

Unnt væri að byggja ofan á líkanið, til að mynda með að tengja það við veðurspár fyrir valin vindasvæði í þjóðvegakerfinu, til að spá fyrir um hvenær loka getur þurft vegum á næstu klukkustundum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að meta hvers lags vindaðstæður eru hættulegar ökutækjum.

Niðurstöðum verkefnisins er ætlað að auðvelda Vegagerðinni að ákvarða við hvaða vindaðstæður þarf að loka vegum vegna skerts öryggis gagnvart vindálagi á ökutæki.