Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Þróun vatnsgeyma undir sigkötlum Mýrdalsjökuls séð með íssjá

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í maí 2019 verða mæld íssjársnið yfir kötlum Mýrdalsjökuls til að greina hvort verulegt vatnsmagn hafi safnast fyrir undir þeim. Mælingar sem þessar hafa verið endurteknar yfir flestum kötlunum einu sinni eða tvisvar á ári síðan 2012, með fjárhagslegum stuðningi frá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og Rannís. Í hverjum katli eru sömu sniðin (1 eða 2 snið) nákvæmlega endurmæld í hvert sinn. Þetta gefur ekki beina mælinga á vatnsmagni undir kötlunum en gefur hins vegar til kynna ef vatnsmagn er mun meira en venjulegt getur talist og orsakað gæti hlaup sem hætta er af. Mat á vatnsmagn undir katli má hins vegar fá með ítarlegum íssjármælingum þar sem samsíða íssjársnið með 20 m bili á milli eru mæld yfir allan ketilinn. Katlar 10 og 11 á sem eru samliggjandi katlar á vatnasviði Múlakvíslar hafa veið mældir á þann hátt 4 sinnum síðan vorið 2017 en síðasta mæling sem gerð var í nóvember 2018 sýndi að óvenju mikið vatn hafði safnast fyrir undir þeim. Auk árvissra íssjársniðmælinga yfir flestum katlanna verður því  gerð ítarleg íssjármæling í fimmta sinn yfir kötlum 10 og 11 til að kanna hvort haldið hefur áfram að safnast fyrir undir kötlunum. Ef vatnsmagnið hefur aukist umtalsvert frá því í nóvember gæti verið ástæða til að vakta katlana sérstaklega vegna hættu á umtalsverðu hlaup í Múlakvísl.

Tilgangur og markmið:

 

Haldið verður áfram vöktun á öllum helstu kötlum Mýrdalsjökuls með íssjá líkt og gert hefur verið 1-2 á ári síðan 2012. Tilgangur þeirra mælinga að reyna að greina forboða jökulhlaupa svipuðum því sem varð í sumarið 2011 hlaup. Auk þess verður gerð ítarleg íssjármæling yfir kötlum 10 og 11 með það að markmiði að meta vatnsrúmmál undir þeim þar með hver þróun þess hefur verið frá því í nóvember 2018 en þá sýndu samskonar mælingar að óvenjumikið vatnsmagn var undir kötlunum. Ef þessar mælingar sýna umtalsverða viðbót í vatnsmagni frá því sem var í nóvember gæti verið ástæða til að vakta katla 10 og 11 sérstaklega vegna hættu á verulegu hlaupi  í Múlakvísl, t.d. með uppsetningu síritandi GPS-tækja í kötlunum.