Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Áreiðanleikaprófun og kvörðun hálkumæla

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Árið 2018 var ný kynslóð hálkumæla sem hannaðir voru hjá Verkfræðistofunni Samrás ehf. teknir í notkun. Frumathugun á nákvæmni mælanna hefur farið fram en þörf er á ýtarlegri prófun á áreiðanleika mælanna. Einnig þarf að kvarða mælana til að þeir geti mælt saltmagn á vegum með nægjanlegri nákvæmni.

Verkefni þetta snýst um að framkvæma áreiðanleikaprófun og kvörðun saltmælingar með hámarksnákvæmni í umhverfi þar sem hægt er að stýra hitastiginu með nægjanlegri nákvæmni.  Mælarnir eru nú á 14 stöðum á stórreykjavíkursvæðinu og veita mikilvægar upplýsingar um ástand á yfirborði vega. Að verkefninu loknu munu liggja fyrir upplýsingar um hlutfallslega nákvæmni og áreiðanleika mælana. 

Tilgangur og markmið:

 

Í þessu verkefni verður leitast við að svara spurningunni um nákvæmni hálkumælana í greiningu á milli hálka/ekki hálka, blautt/ekki blautt og einnig verður mælirinn kvarðaður þannig að hámarksnákvæmni saltmælinga á vegi verði náð.

Fyrir u.þ.b. tveimur árum var ný kynslóð hálkumæla hönnuð. Veturinn 2017 til 2018 voru þessir mælar settir í vegi á 14 stöðum á Reykjavíkursvæðinu. Frumkönnun á nákvæmni hefur farið fram á vegum Dr. Skúla Þórðarsonar. Sú vinna hefur farið fram á þeim stöðum sem mælarnir voru settir niður. Ætlunin er að búa til umhverfi innandyra þar sem hægt er að stýra "umhverfinu" þ.e. hitastigi, rakastigi og salthlutfalli. Með stýrðu umhverfi er hægt að rannsaka áreiðanleika mælanna. Einnig er þannig hægt að kvarða saltmælinguna með hámarks nákvæmni.


Mælarnir myndu þannig nýtast betur og af meiri nákvæmni til að greina yfirborðsástand vega. Mælingar á saltmagni á vegyfirborði nýtast fyrir ákvörðun um hálkuvarnir á vegum. Með meiri nákvæmni í saltmælingum opnast möguleiki á sparnaði í notkun hálkuvarnarefna.


Ein afurð verkefnisins verður jafna með stuðlum sem fundnir verða með mælingum á mismunandi hitastigum og við mismunandi saltstyrk. Jafna þessi verður notuð til að reikna saltstyrk á vegyfirborði útfrá mæligildum hálkumælanna. Önnur afurð þessa verkefnis verða upplýsingar um hlutfallslega nákvæmni hálkumælanna.