Auglýst útboð

RFI Sérleyfi í flug fyrir Vegagerðina

17.6.2021

Vegagerðin leitar eftir upplýsingum um áhugasama þátttakendur vegna fyrirhugaðs útboðs verkefninu „Sérleyfi í flug fyrir Vegagerðina“.  

Um er að ræða eftirfarandi flugleiðir:

1. Akureyri - Grímsey - Akureyri

2. Reykjavík - Vopnafjörður - Þórshöfn - Reykjavík

 Möguleiki á að leyfa frávikstilboð með millilendingu á einum stað (Akureyri, Húsavík eða  Egilsstaðir) að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Samkvæmt PSO-reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008, flokkast flugleiðirnar undir sérleyfi.

Nýr samningur samkvæmt útboðinu skal taka gildi 1. apríl 2022.

RFI fundur (Request for Information) er áætlaður af Vegagerðinni (IRCA) í Reykjavík í lok júní 2021.  

Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um þjónustuna.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í rafræna útboðskerfinu  TendSign fyrir kl.18:00 þann 27. júní 2021. Ef frekari upplýsinga er óskað skal senda fyrirspurn í útboðskerfinu.  

Vegagerðin áskilur sér rétt til þess að óska eftir frekari upplýsingum frá þeim verktökum sem skrá sig samkvæmt RIF auglýsingunni á útboðsvefnum.

Athygli er vakin á því að einungis er um að ræða beiðni um upplýsingar. Skráning felur ekki í sér skuldbindingu um þátttöku í útboði á síðari stigum. Ákvörðun um að skila ekki inn upplýsingum á þessu stigi útilokar ekki þátttöku í útboði þegar það verður auglýst.  

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.