Auglýst útboð

Hringvegur (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn (EES)

13.6.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í byggingu brúar á Hverfisfljót og Núpsvötn ásamt endurgerð
vegakafla beggja vegna.
Hverfisfljót: Verkið felst í byggingu nýrrar 74 m langrar og tvíbreiðrar brúar yfir Hverfisfljót, um 20 m neðan núverandi brúa. Brúin verður verður samverkandi stálbitabrú með steyptu gólfi í þremur höfum. Einnig er innifalin vegagerð til að tengja nýja brú við núverandi vegakerfi. Nýr vegur og ný brú verða í nýju vegstæði á 1,1 km löngum kafla og endurbyggður vegur í núverandi vegstæði á 1,1 km löngum kafla. Nýir vegir verða því um 2,1 km. Einnig verður byggður nýr áningarstaður við Hverfisfljót í stað núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg.

Núpsvötn:  Verkið felst í byggingu nýrrar 138 m langrar tvíbreiðrar brúar yfir Núpsvötn á Hringvegi (1), ofan núverandi brúarstæðis, auk tengivega við núverandi vegakerfi beggja vegna. Brúin verður eftirspennt steinsteypt brú með steyptu gólfi í fimm höfum. Nýr vegur og ný brú verða í nýju vegstæði á 1,9 km löngum kafla. Einnig verður byggður nýr áningarstaður vestan nýju brúarinnar.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur                                  650 m3
  • Fylling                              86.500 m3
  • Styrktarlag                      22.200 m3
  • Burðarlag                           8.800 m3
  • Tvöföld klæðing              40.400 m2
  • Vegrið                                  1.376 m
  • Mótafletir                            3.900 m2
  • Steypustyrktarjárn        249.000 kg
  • Spennt járnalögn              37.700 kg
  • Steinsteypa                        2.700 m3

Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með sunnudeginum 13.  júní 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júlí 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.. 

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.