Auglýst útboð

Hringvegur (1) um Hornafjörð (EES)

6.6.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í framkvæmd og fjármögnun verksins „Hringvegur (1) um Hornafjörð“. Framkvæmdin er í sveitarfélagi Hornafjarðar, Austur-Skaftafellssýslu. Verkið felst í breyttri legu Hringvegar (1) um Hornafjörð og kemur til með að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi (1) um þrjár og stytta hann um 12 km. Verktaki skal, auk byggingu mannvirkja, fjármagna verkið að hluta til lengri tíma (20-30 ár). Verktími framkvæmdarinnar er áætlaður allt að þremur árum.

Verkinu er skipt í fimm verkhluta:

  • Verkhluti 8.01 er gerð nýs Hringvegar (1) frá stöð 0 rétt vestan Hólmsvegar (9822) að stöð 18760 vestan Dynjandisvegar (9721) ásamt tengivegum og tengingum.
  • Verkhluti 8.02 er smíði 52 m langrar brúar á Djúpá.
  • Verkhluti 8.03 er smíði 250 m langrar brúar á Hornafjarðarfljót.
  • Verkhluti 8.04 er smíði 114 m langrar brúar á Hoffellsá
  • Verkhluti 8.05 er smíði 52 m langrar brúar á Bergá.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með sunnudeginum 6.  júní 2021. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í innkaupaferlinu og staðfestingu á hæfisskilyrðum skal skilað rafrænt á TendSign fyrir klukkan 14:00 þriðjudaginn 6. júlí 2021. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur. 

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.