Auglýst útboð

Atvikamyndavélakerfi fyrir jarðgöng

5.4.2020

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í atvikamyndavélakerfi í þrenn jarðgöng.

Verkið felur í sér að útvega atvikamyndavélakerfi (AID) fyrir Hvalfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng. Jafnframt þarf að setja upp myndavélakerfin og tengja myndavélarnar inn á netkerfi viðkomandi jarðganga sem er um leið netkerfi Vegagerðarinnar og virkja kerfið.  Samtals eru þessi göng 19,4 km að lengd.

Langmest umferð er í Hvalfjarðargöngum og skulu myndavélarnar vera þéttari þar en annars staðar. Uppsetningu í Hvalfirði þarf einnig að vina á nóttunni. Myndavélarnar eru festar á kapalstiga í lofti og tengdar við netkerfi viðkomandi ganga.

Helstu magntölur verksins eru:

a)       Myndavélar í göngum                                                             257 stk.

b)      Myndavélar í útskotum (PTZ)                                                   42 stk.

c)       Server fyrir ADI fyrir þrenn jarðgöng                                       11 stk.

d)      Upptökubúnaður                                                                           3 stk.

e)       Tölvustrengur Cat5e                                                         18.000 m

f)       Hugbúnaður og gangsetning í hver göng                                   3 stk.

Verk skal vinna á staðnum og er hægt að byrja strax í einum göngum en hinum á haustmánuðum.  Verki skal  lokið að fullu 1. desember 2020

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  6. apríl  2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. maí 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.