Matsskýrslur
  • Jarðgöng og valkostir um veglínur sem eru til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga.

Fjarðarheiðargöng – mat á umhverfisáhrifum

23.5.2022

Vegagerðin hefur unnið skýrslu um mat á umhverfisáhrifum um Fjarðarheiðargöng og skilað til Skipulagsstofnunar. Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. júlí 2022. Um Fjarðarheiði hana liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið.

Vegagerðin áformar að leggja Seyðisfjarðarveg (93) í jarðgöngum undir Fjarðarheiði en um hana liggur nú hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða, og er eftir því snjóþungur. Framkvæmdin er í Múlaþingi, sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps. 

Með framkvæmdinni er stefnt að því að bæta vegasamgöngur milli byggðarinnar á Seyðisfirði og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi. Núverandi Seyðisfjarðarvegur uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar, eins og þær eru í dag, um breidd og hámarkshalla stofnvegar. Vegna bratta og tíðra lokana að vetrarlagi kemur ekki til greina að endurbyggja núverandi veg um Fjarðarheiði.

Jarðgöngin verða 13,3 km löng. Í Fljótsdalshéraði eru þrír valkostir til skoðunar um að tengja jarðgöngin við Egilsstaði og á Seyðisfirði eru tveir valkostir til skoðunar. Valkostaumfjöllun Seyðisfjarðarmegin tók breytingum frá matsáætlun þar sem valkosti um nýja veglínu var hnikað lítillega til auk þess sem bætt var við valkosti um lagfæringu á núverandi vegi, til samanburðar í umhverfismati. Ný vegagerð utan ganga Héraðsmegin verður á bilinu 4,1-10,1km, háð leiðarvali og 2,8-3,5 km Seyðisfjarðarmegin.

Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum
Vefsjá um Fjarðarheiðargöng

Viðaukar:
1 Náttúrufar
2 Náttúrufar - viðbót
Fornleifaskráning
4 Fornleifaskráning - viðbót
5 Jarðmyndanir
6 Landslagsgreining
7  Ásýndarmyndir
8 Samfélag
9 Hljóðvist
10 Hættumat - ofanflóð
11 Umferðargreining
12 Umferðargreining skýrsla CV
13 Umferðarspá

Ásýndarmyndir - myndahefti vefútgáfa