Kynningargögn

Upphéraðsvegur, Setberg - Ormarsstaðaá

Kynning framkvæmda

14.8.2007

Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja um 5,1 km langan kafla af Upphéraðsvegi (vegnúmer 931) norðan Lagarfljóts og setja ræsi í Þorleifará í stað einbreiðrar brúar sem þar er í dag. Vegurinn verður 6,5 m breiður með 6,3 m breiðri klæðingu. Hönnunarhraði verður 80-90 km/klst. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi á Upphéraðsvegi norðan Lagarfljóts og tryggja greiðari samgöngur.

Veglínan helst að mestu leyti óbreytt. Þó mun hún hliðrast lítillega til en sjaldan meira en hálfa vegbreidd. Mesta breytingin verður um 20 m þar sem vegur færist örlítið neðar yfir Þorleifará. Hæðarlega verður lagfærð á köflum og verða nokkrar skeringar og fyllingar vegna þessa. Vegrið verður sett á báða vegkanta við ræsi til að auka umferðaröryggi.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi vegfarenda. Áætlað er bjóða verkið út í september 2007 og að verkinu verði lokið sumarið 2008.

Kynningarskýrsla

Grunnmynd og langsnið

Yfirlitsmynd