Kynningargögn

Jökuldalsvegur (923) Gilsá - Arnórsstaðir

30.9.2021

Brú yfir Gilsá á JökuldalFyrirhuguð er nýbygging Jökuldalsvegar (923) frá Gilsá að Arnórsstöðum á um 4 km löngum kafla, á milli stöðva 120 og 4200, sjá meðfylgjandi fylgiskjöl F1 - F4. Vegurinn mun koma til með að liggja um
land Arnórsstaða 1 og 2, Fljótsdalshéraði.

Um er að ræða nýbyggingu vegar á um 3,1 km kafla frá Gilsá um st. 120 og inn fyrir bæjarstæðið á Arnórsstöðum um stöð 3200. Þaðan er svo núverandi vegur endurbyggður á um 1,0 km kafla yfir Hnappá að st. 4200.

Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og greiðfærni á Jökuldalsvegi með bundnu
slitlagi. Nýr vegur mun liggja neðar í landinu, í meira skjóli fyrir vetrarveðrum, með mun minni bratta
og rýmri beygjum en núverandi vegur.

Fjárveitingar í verkið er á samgönguáætlun 2020, 280 m.kr. sem nýframkvæmd, auk 50 m.kr. sem
tengivegir bundið slitlag. Verkið var boðið út sumarið 2021. Verklok eru áætluð haustið 2022.

Kynningarskýrsla
Yfirlitsmynd
Grunnmynd 1
Grunnmynd 2
Grunnmynd 3
Fornleifar
Vettvangsrannsókn