Sæbrautar­stokkur

  • TegundSamgöngusáttmálinn
  • StaðaFyrirhuguð verkefni
  • Verktími2027–2030
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      SamgöngusáttmálinnVegirStofnvegir
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Fyrirhugað er að Sæbraut verði sett í stokk á um 1 km löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ný gatnamót við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog verða byggð ofan á norðurhluta stokks með römpum að og frá Sæbraut til norðurs og suðurs. Í Sæbrautarstokknum verða 2 akreinar í hvora átt auk blöndunarreina að- og fráreina og neyðarvasa samkvæmt öryggiskröfum. Stoðveggir verða við stokksmunna og rampa. Eitt af markmiðum með gerð vegstokka er að bæta umhverfisgæði í aðliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum.

 

Skýringarmynd sem sýnir hvernig svæðið gæti litið út að framkvæmdumloknum.

Skýringarmynd sem sýnir hvernig svæðið gæti litið út að framkvæmdumloknum.

Svæðið eins og það lítur út í dag.

Svæðið eins og það lítur út í dag.

Hér sést hvar Sæbrautarstokkur kemur til með að vera.

Hér sést hvar Sæbrautarstokkur kemur til með að vera.

Svona gæti fyrirhugaður stokkur litið út.

Svona gæti fyrirhugaður stokkur litið út.

Ávinningur framkvæmdarinnar

  • Greiðari samgöngur fyrir akandi og aukið umferðaröryggi með lausnum sem gefa frjálst flæði yfir langan kafla Reykjanesbrautar (Sæbrautar) með afnámi gatnamóta við Súðarvog og mislægum gatnamótum við Kleppsmýrarveg.
  • Greiðari samgöngur fyrir gangandi og hjólandi og aukið umferðaröryggi með tengingum ofan á stokki milli borgarhluta austan og vestan megin við Sæbraut.
  • Greiðar samgöngur fyrir Borgarlínu og Strætó með mislægri þverun við Sæbraut á sérakreinum.
  • Hljóðvist og loftgæði eru bætt yfir langan kafla stofnvegar.
  • Verkefnið bætir samgöngur á meginstofnvegi í samræmi við markmið 2.4 í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
  • Bættar tengingar almenningssamgangna sem og fyrir gangandi og hjólandi stuðla að auknu hlutfalli ferða vistvænna samgöngumáta sem er þáttur í að mæta loftlagsmarkmiðum stjórnvalda.
  • Aukið rými til uppbyggingar og borgarþróunar fjölgar jafnframt mögulegum notendum vistvænna samgangna.
  • Á yfirborði stokksins er gert ráð fyrir nýjum borgargarði með gróðri, göngu- og hjólastígum og góðri aðstöðu til útivistar og samveru.

Tengdar skýrslur


Tengdar fréttir