Vegagerðin gefur reglulega út vísitölur um rekstur bíla, vörubíla og vinnuvéla Vegagerðarinnar.
Tilgangurinn er að fylgjast með þróun verðlags og kostnaðar við ýmsa þætti í starfsemi Vegagerðarinnar. Vísitölurnar eru einnig notaðar til verðtryggingar í þeim útboðum Vegagerðarinnar þar sem um verðtryggingu er að ræða.
Hér fyrir neðan eru krækjur í gildar vísitölur á hverjum tíma sem og lýsingu á grunni hverrar vísitölu fyrir sig.
Ákveðið hefur verið að breyta grunni að útreikningi á þeim hluta útboðsvísitalna sem sýna launabreytingar vélamanna. Þessar launabreytingar hafa verið settar fram í skjali með vísitölum um rekstur bíla, vörubíla og vinnuvéla Vegagerðarinnar. Dálkurinn hefur fram til þessi heitað “Launataxti vélamanna” en mun hér eftir nefnast “Launaþróun – vélamenn”.
Fram að þessu hafa verið notaðar taxtabreytingar í kjarasamningi þeirra til að setja fram launaþróun hjá þeim en frá og með 1. júlí 2006 verður notast við launavísitölu útgefna af Hagstofu Íslands. Hún sýnir almennar launabreytingar í landinu, þ.e. meðallaun í hverjum mánuði og þykir gefa betri mynd af launaþróun vélamanna heldur en kjarasamningshækkanir þeirra eingöngu.
Um er að ræða tveggja mánaða seinkun á útreikningstíma og þriggja mánaða seinkun á gildistíma launavísitölunnar annars vegar og útboðsvísitalna hins vegar, þ.e. launavísitala maímánaðar verður notuð við útreikning á ágústvísitölum útboða. Þetta stafar af því að launavísitalan er yfirleitt ekki birt fyrr en u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir þann mánuð sem verið er að reikna hana fyrir.
Hagdeild Vegagerðarinnar