Vegagerðin býður hér með út byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um a ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.
Helstu magntölur eru:
Bergskeringar í námu | 38.000 m3 |
Fyllingar | 53.500 m3 |
Grjótvörn/rofvorn | 19.000 m3 |
Vegrið | 382 m |
Gröftur | 17.300 m3 |
Fylling við steypt mannvirki | 6.000 m3 |
Bergskering | 180 m3 |
Mótafletir | 5.900 m2 |
Steypustyrktarstál | 260 tonn |
Spennt járnalögn | 58 tonn |
Steinsteypa | 3.120 m3 |
Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 14. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. apríl 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 2.175.644.358 | 133,9 | 549.630.338 |
Leonhard Nilsen & Sønner as, Noregi | 1.852.194.945 | 114,0 | 226.180.925 |
Sjótækni ehf., Tálknafirði | 1.705.125.000 | 105,0 | 79.110.980 |
Áætlaður verktakakostnaður | 1.624.595.000 | 100,0 | 1.419.020 |
VBF Mjölnir ehf. og Vestfirskir verktakar ehf., Selfossi | 1.626.014.020 | 100,1 | 0 |