Útboðsnúmer 25-094
Lýsing, Hval­fjarðar­göng

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

Lýsing, Hvalfjarðargöng

26. september 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út endurnýjun lýsingar í Hvalfjarðargöngum á Hringvegi 1. Um er að ræða niðurrif núverandi veglýsingu, neyðarlýsingarlampa, leiðarljós á vegg ásamt lampa yfir neyðarsímaskáp og strengja ásamt uppsetningu nýrra lampa, rafstrengja og stýribúnað fyrir veglýsingu og uppsetning strengstiga í útskot og endurnýjun dreifiskápa +S103 í tæknirýmum.

Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 20. maí 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 26. september 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. október  2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.