Lýsing, Hvalfjarðargöng
Vegagerðin býður hér með út endurnýjun lýsingar í Hvalfjarðargöngum á Hringvegi 1. Um er að ræða niðurrif núverandi veglýsingu, neyðarlýsingarlampa, leiðarljós á vegg ásamt lampa yfir neyðarsímaskáp og strengja ásamt uppsetningu nýrra lampa, rafstrengja og stýribúnað fyrir veglýsingu og uppsetning strengstiga í útskot og endurnýjun dreifiskápa +S103 í tæknirýmum.
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 20. maí 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 26. september 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. október 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
| Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
|---|---|---|---|
VHE ehf, Hafnarfirði | 742.679.464 | 189,6 | 431.258.766 |
Tengill ehf., Sauðárkróki | 734.628.399 | 187,6 | 423.207.701 |
Orkuvirki ehf., Reykjavík | 699.576.143 | 178,6 | 388.155.445 |
Rafmiðlun, Kópavogi | 589.553.489 | 150,5 | 278.132.791 |
Rafal ehf., Hafnarfirði | 563.940.479 | 144,0 | 252.519.781 |
Áætlaður verktakakostnaður | 391.627.123 | 100,0 | 80.206.425 |
Rafmenn ehf. verktakar, Akureyri | 311.420.698 | 79,5 | 0 |