Útboðsnúmer 25-029
Almenn­ings­samgöngur á landi á lands­byggð­inni 2026-2027

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2025
    • 2Opnun tilboða júní 2025
    • 3Samningum lokið

Almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni 2026-2027

6. mars 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni 2026-
2027. Þjónustuverkefninu er skipt í eftirtalda fjóra hluta:

Verkhluti 1: Almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi
Verkhluti 2: Almenningssamgöngur á Norður- og Norðausturlandi
Verkhluti 3: Almenningssamgöngur á Suðurlandi
Verkhluti 4: Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

Heimilt er að gera tilboð í fleiri en einn verkhluta og mun Vegagerðin velja fjárhagslega hagkvæmasta tilboð á grundvelli lægsta heildartilboðsverðs í hvern verkhluta fyrir sig. Samningstími er 2 ár, frá 1. janúar 2026 til 31. desmber 2027, með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn. 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með fimmtudeginum 6. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 mánudaginn 16. júní 2025*.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

  • Við birtingu auglýsingarinnar var tilboðsfrestur til 8. apríl 2025. Hann hefur nú verið lengdur til 16. júní nk. og auglýsingin uppfærð í samræmi við það.

16. júní 2025Opnun tilboða

Verkhluti 1: Almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
SBA Norðurleið hf., Akureyri 1.417.407.476 113,8 250.524
Snæland Grímsson ehf., Reykjavík 1.258.388.410 101,0 91.505
Áætlaður verktakakostnaður 1.245.498.000 100,0 78.614
Bus4u Iceland ehf., Reykjanesbæ 1.179.977.600 94,7 13.094
Hópbílar hf., Hafnarfirði 1.166.883.506 93,7 0

 

Verkhluti 2: Almenningssamgöngur á Norður- og Norðausturlandi

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
SBA Norðurleið hf., Akureyri 458.560.564 107,4 59.947
Áætlaður verktakakostnaður 426.768.000 100,0 28.154
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Húsavík 398.614.032 93,4 0

 

Verkhluti 3: Almenningssamgöngur á Suðurlandi

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Snæland Grímsson ehf., Reykjavík 1.220.801.104 110,2 275.357
Bus4u Iceland ehf., Reykjanesbæ 1.159.095.700 104,6 213.652
Icelandbus ehf., Selfossi 1.129.634.280 102,0 184.191
Áætlaður verktakakostnaður 1.107.654.000 100,0 162.210
Hópbílar hf., Hafnarfirði 991.367.516 89,5 45.924
GTs ehf., Selfossi 945.443.696 85,4 0

 

Verkhluti 4: Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Snæland Grímsson ehf., Reykjavík 790.682.064 114,9 216.076
Áætlaður verktakakostnaður 688.336.000 100,0 113.730
Hópbílar hf., Hafnarfirði 651.295.344 94,6 76.690
GTs ehf., Selfossi 644.781.168 93,7 70.176
Almenningsvagnar Kynnisferða ehf., Reykjavík 639.897.288 93,0 65.292
Bus4u Iceland ehf., Reykjanesbæ 574.605.600 83,5 0