Almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni 2026-2027
Vegagerðin býður hér með út almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni 2026-
2027. Þjónustuverkefninu er skipt í eftirtalda fjóra hluta:
Verkhluti 1: Almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi
Verkhluti 2: Almenningssamgöngur á Norður- og Norðausturlandi
Verkhluti 3: Almenningssamgöngur á Suðurlandi
Verkhluti 4: Almenningssamgöngur á Suðurnesjum
Heimilt er að gera tilboð í fleiri en einn verkhluta og mun Vegagerðin velja fjárhagslega hagkvæmasta tilboð á grundvelli lægsta heildartilboðsverðs í hvern verkhluta fyrir sig. Samningstími er 2 ár, frá 1. janúar 2026 til 31. desmber 2027, með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 6. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 mánudaginn 16. júní 2025*.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Verkhluti 1: Almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
SBA Norðurleið hf., Akureyri | 1.417.407.476 | 113,8 | 250.524 |
Snæland Grímsson ehf., Reykjavík | 1.258.388.410 | 101,0 | 91.505 |
Áætlaður verktakakostnaður | 1.245.498.000 | 100,0 | 78.614 |
Bus4u Iceland ehf., Reykjanesbæ | 1.179.977.600 | 94,7 | 13.094 |
Hópbílar hf., Hafnarfirði | 1.166.883.506 | 93,7 | 0 |
Verkhluti 2: Almenningssamgöngur á Norður- og Norðausturlandi
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
SBA Norðurleið hf., Akureyri | 458.560.564 | 107,4 | 59.947 |
Áætlaður verktakakostnaður | 426.768.000 | 100,0 | 28.154 |
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Húsavík | 398.614.032 | 93,4 | 0 |
Verkhluti 3: Almenningssamgöngur á Suðurlandi
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Snæland Grímsson ehf., Reykjavík | 1.220.801.104 | 110,2 | 275.357 |
Bus4u Iceland ehf., Reykjanesbæ | 1.159.095.700 | 104,6 | 213.652 |
Icelandbus ehf., Selfossi | 1.129.634.280 | 102,0 | 184.191 |
Áætlaður verktakakostnaður | 1.107.654.000 | 100,0 | 162.210 |
Hópbílar hf., Hafnarfirði | 991.367.516 | 89,5 | 45.924 |
GTs ehf., Selfossi | 945.443.696 | 85,4 | 0 |
Verkhluti 4: Almenningssamgöngur á Suðurnesjum
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Snæland Grímsson ehf., Reykjavík | 790.682.064 | 114,9 | 216.076 |
Áætlaður verktakakostnaður | 688.336.000 | 100,0 | 113.730 |
Hópbílar hf., Hafnarfirði | 651.295.344 | 94,6 | 76.690 |
GTs ehf., Selfossi | 644.781.168 | 93,7 | 70.176 |
Almenningsvagnar Kynnisferða ehf., Reykjavík | 639.897.288 | 93,0 | 65.292 |
Bus4u Iceland ehf., Reykjanesbæ | 574.605.600 | 83,5 | 0 |