Siglufjarðarvegur og Fljótagöng (76 07-15) Stafá-Siglufjarðarvegur (76) við Siglufjörð
Vegagerðin undirbýr gerð jarðganga á Siglufjarðarvegi (76) á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals í Siglufirði.
Siglufjarðarvegur og Fljótagöng (76 07-15)
Vegagerðin undirbýr gerð jarðganga á Siglufjarðarvegi (76) á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals í Siglufirði. Framkvæmdin felst í gerð jarðganga og aðliggjandi vega, auk þess sem Siglufjarðarvegur (76) í Fljótum, milli Stafár og Sléttuvegar (789) verður endurbyggður. Í tengslum við framkvæmdina verða nýjar tveggja akreina brýr byggðar yfir Fjarðará og Brúnastaðaá og mögulega Reykjaá.
Framkvæmdin felur í sér verulega vegstyttingu, eða 14,5-16,3 km, háð vali á veglínu.
Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu. Þeim markmiðum verður náð með því að gera jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar og endurbyggja hluta Siglufjarðarvegar (76).
Fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, viðauka 1, tölulið 10.07, flokk A.
Matsáætlun fyrirhugaðrar framkvæmdar hefur verið send í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar þar sem hún verður til kynningar frá 12. júní 2025 – 10. júlí 2025. Á þeim tíma gefst almenningi kostur á að skila inn umsögnum um matsáætlunina.
Ýtarlegri upplýsingar um framkvæmdina má finna í meðfylgjandi matsáætlun og teikningum.