Vegagerðin kynnir hér vega- og brúaframkvæmd í botni Reyðarfjarðar í Fjarðabyggð.
Við framkvæmdina verður Hringvegur (1) um Reyðarfjarðarbotn nýbyggður á 1,7 km löngum kafla um botn Reyðarfjarðar í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar. Í tengslum við framkvæmdina verða nýjar tveggja akreina brýr byggðar á Norðurá og Sléttuá á nýjum stað. Fossá verður leidd um ræsi.
Hringvegur (1) um Reyðarfjarðarbotn
Hringvegur (1-u0/u1) um Reyðarfjarðarbotn
Hringvegur (1-u0/u1) um Reyðarfjarðarbotn
Í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins er fyrirhugað að færa vegamót Hringvegar (1-t7/u0) og Norðfjarðarvegar (92-05) að hringtorgi við þéttbýlið á Reyðarfirði, og byggja frá hringtorginu nýjan Hringveg (1-u0/u1) til suðurs um botn fjarðarins. Í framkvæmdinni felst, auk vegagerðar, bygging nýrra tveggja akreina brúa á Norðurá og Sléttuá. Lengd nýs Hringvegar (1-u0/u1) með brú á Norðurá og Sléttuá verður um 1,7 km.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að stuðla að greiðari vegasamgöngum fyrir botni Reyðarfjarðar og auknu umferðaröryggi, auk styrkingu atvinnulífs og búsetu í sveitarfélaginu.
Kynning fer fram í Skipulagsgáttinni og er kynningartími frá 22. september til 20. október 2025. Umsagnir munu birtast undir málinu jafnóðum og þær berast á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1310
Ýtarlegri upplýsingar um framkvæmdina má finna í meðfylgjandi kynningargögnum.