Um er að ræða nýbyggingu Hringvegar að hluta og endurgerð núverandi Hringvegar að hluta, gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Öðrum áfanga lauk í lok ágúst 2023
1. áfangi, Gljúfurholtsá – Varmá: Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkun Hringvegar ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg.Verkinu lauk 2019.
2. áfangi, Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá: Tilboð opnuð 3. mars 2020 í annan áfanga breikkunar Hringvegar á milli Hveragerðis og Biskupstungnabrautar. Lengd útboðskafla er 7,1 km.
Efnisyfirlit
Biskups-tungnabraut-Varmá
Í meðfylgjandi myndbandi sem unnið var af Mannvit fyrir Vegagerðina má sjá hvernig nýr Suðurlandsvegur milli Selfoss og Hveragerðis mun líta út að framkvæmdum loknum.