Rann­sóknar­ráðstefna Vega­gerðar­innar 2011

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í tíunda sinn föstudaginn 4. nóvember. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni að vanda en líkt og undanfarin ár sóttu ríflega 150 manns ráðstefnuna. Erindin voru alls 20 talsins hvert öðru áhugaverðara. Flest erindin er að finna í þessari frétt.

Erindin eru kynning á rannsóknarverkefnum sem eru styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar en samkæmt vegalögum skal 1,5 prósent af mörkuðum tekjum til vegamála renna til rannsóknar- og þróunarstarfs.

Nær öllum rannsóknaverkefnum lýkur með útgáfu skýrslu og má sjá þær allar hér á vef Vegagerðarinnar.

Erindin voru í ár líkt og undanfarin ár fjölbreytt að vanda og snertu á vegagerð af ýmsum toga og snertiflötum ýmsum. Svo sem eldgosum, plöntulífi, og virkjunum. Sjá dagskrá og glærurnar með erindunum hér fyrir neðan:

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2011

Stemningin frá Kaldalónssal í Hörpu

Dagskráin með erindunum:

Setning Þórir Ingason, (Vegagerðin)
Hörðnun steypu – áhrif hita á steypuspennur, Gylfi Magnússon (VSÓ) (ágrip)
Mæling á stöðugleika sjálfútleggjandi steinsteypu með Rheometer-4SCC, Jón Elvar Wallevik (NMÍ) (ágrip)
Ástand kapla í hengibrúm,  Guðmundur Valur Guðmundsson (Efla hf.) (ágrip)
Þolhönnun vega á norðurslóðum,  Þorbjörg Sævarsdóttir (HÍ) (ágrip)
Klæðingar, rannsóknir og þróun á prófunaraðferðumErla María Hauksdóttir (NMÍ) (ágrip)
Þjóðarviðaukar vegna framleiðslu steinefna og malbiks, Pétur Pétursson (ágrip)
Rannsóknir og tilraunaútlögn á PMA malbiki við íslenskar aðstæðurSigþór Sigurðsson (Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas) (ágrip)
Hjólfaramyndun vegna nagladekkjaslits – staðfæring sænsks spálíkans á íslenskar aðstæðurBirkir Hrafn Jóakimsson (HÍ) (ágrip)
Samband ökuhraða (V85) og hönnunarstika tveggja akreina vega í dreifbýli, Helga Þórhallsdóttir, (HÍ) (ágrip)
Á að taka upp núllsýn í umferðaröryggismálum? Haraldur Sigþórsson, (HR) (ágrip)
Bestun leiðavals til hálkuvarna á Suðvestursvæði VegagerðarinnarSigurður Guðjón Jónsson, (Mannvit) (ágrip)
Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi, Haraldur Sigþórsson, (HR) og Einar Sveinbjörnsson, (Veðurvaktin) (ágrip)
Gæði hjólaleiða: Greiðfærni, öryggi og umhverfi, Karl Benediktsson og Davíð Arnar Stefánsson, (HÍ) (ágrip)
Notkun innlendra plöntutegunda við uppgræðslu, tilraunaniðurstöður og framtíðarhorfurJón Guðmundsson (ágrip)
Gjóskan frá Eyjafjallajökli, mælingar og líkönMagnús Tumi Guðmundsson (HÍ) (ágrip)
Fjörulíf í Borgarfirði 2010 – áhrif þverunar Borgarfjarðar á lífríki, Hrafnhildur Tryggvadóttir (Environice ehf. UMÍS) (ágrip)
Samanburður á dýralífi í Fjarðarhornsá og Skálmardalsá, fyrir og eftir efnistökuBöðvar Þórisson (Náttúrustofa Vestfjarða) (ágrip)
Þverun fjarða, Björn H. Barkarson, (VSÓ Ráðgjöf) (ágrip)
Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á íbúaGuðrún Gísladóttir (HÍ) og Deanne Bird (HÍ) (ágrip)
Samanburður á ástandi brúarmannvirkja í N-Ameríku og á Íslandi, Ólafur Wallevik (NMÍ)
Birkir Hrafn Jóakimsson HÍ

Birkir Hrafn Jóakimsson HÍ

Björn H. Barkarson VSÓ

Björn H. Barkarson VSÓ