Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í tíunda sinn föstudaginn 4. nóvember. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni að vanda en líkt og undanfarin ár sóttu ríflega 150 manns ráðstefnuna. Erindin voru alls 20 talsins hvert öðru áhugaverðara. Flest erindin er að finna í þessari frétt.
Erindin eru kynning á rannsóknarverkefnum sem eru styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar en samkæmt vegalögum skal 1,5 prósent af mörkuðum tekjum til vegamála renna til rannsóknar- og þróunarstarfs.
Nær öllum rannsóknaverkefnum lýkur með útgáfu skýrslu og má sjá þær allar hér á vef Vegagerðarinnar.
Erindin voru í ár líkt og undanfarin ár fjölbreytt að vanda og snertu á vegagerð af ýmsum toga og snertiflötum ýmsum. Svo sem eldgosum, plöntulífi, og virkjunum. Sjá dagskrá og glærurnar með erindunum hér fyrir neðan:
Efnisyfirlit
Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2011
Birkir Hrafn Jóakimsson HÍ
Björn H. Barkarson VSÓ