Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 21. sinn föstudaginn 28. október og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Á ráðstefnunni kenndi margra grasa. Haldnir voru 17 fyrirlestrar um rannsóknarverkefni og kynnt 13 veggspjöld. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri Byggjum grænni framtíð og teymisstjóri nýsköpunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hóf ráðstefnuna með erindi sem bar heitið „Byggjum grænni framtíð: Leiðin að vistvænni mannvirkjagerð“.
Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki einvörðungu er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.
Ráðstefnan var afar vel sótt en hátt í 260 manns voru skráðir. Um breiðan hóp er að ræða sem samanstendur af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsmönnum ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktökum og almennu áhugafólki um samgöngur og rannsóknir.
Ráðstefnustjóri var Páll Valdimar Kolka.
Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2022

| Setning, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar |
| Byggjum grænni framtíð: Leiðin að vistvænni mannvirkjagerð, Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri Byggjum grænni framtíð og teymisstjóri nýsköpunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar |
| Aukið hlutfall á endurunnu malbiki í ný slitlög, Björk Úlfarsdóttir, Colas Ísland – Ágrip |
| Leir í malarslitlögum, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðin – Ágrip |
| ROADEX rannsóknir á umferðarminni vegum, Þorbjörg Sævarsdóttir, Vegagerðin – Ágrip |
| Ný tenging milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls, Franz Sigurjónsson, Háskóli Íslands (vantar hlekk) |
| Betri kostnaðaráætlanir, Baldvin Einarsson og Guðrún María Guðjónsdóttir, EFLA – Ágrip |
| Staðsetningar- og eftirlitskerfi fyrir baujur sem nýtir DGNSS og LoraWan fjarskipti, Þorsteinn Sæmundsson, Háskóli Íslands – Ágrip |
| Samgöngumat – grunnur að leiðbeiningum, Ólöf Kristjánsdóttir, Mannvit, og Cecilía Þórðardóttir, Velocity Transport Planning – Ágrip |
| Vinstribeygjur – Slysagreining á mismunandi útfærslum varinna vinstribeygjufasa á ljósastýrðum gatnamótum höfuðborgarsvæðisins, Davíð Guðbergsson, VSÓ Ráðgjöf – Ágrip |
| Samanburður á ferðatíma Strætó og einkabílsins innan höfuðborgarsvæðisins, Daði Baldur Ottósson, Ásmundur Jóhannsson og Ragnar Hafstað, EFLA – Ágrip |
| Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli, Andrea Kristinsdóttir, VSÓ Ráðgjöf – Ágrip |
| Kortlagning hávaða með CNOSSOS-EU, Ólafur Hafstein Pjetursson, Trivium ráðgjöf – Ágrip |
| Brýr í hringrásarhagkerfi, Magnús Arason, EFLA – Ágrip |
| Strandlínubreytingar á Suðausturlandi frá 1903 til 2021, Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurður Sigurðarson, Háskóli Íslands og Vegagerðin – Ágrip |
| Notkun fjarkönnunargagna til að ákvarða þröskulda fyrir skriðuhættu á Íslandi, Esther Hlíðar Jensen, Talfan Barnie, Jón Kristinn Helgason, Eysteinn Már Sigurðsson, Matthew J. Roberts, Morgane Priet-Mahéo og Tinna Þórarinsdóttir, Veðurstofan – Ágrip |
| Rannsóknir og vöktun á hreyfingum við vegstæði Siglufjarðarvegar um Almenninga með síritandi GNSS staðsetningatækni, Halldór Geirsson, Jóhanna Malen Skúladóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Sveinbjörn Steinþórsson, Nicolai Jónasson og Heimir Gunnarsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Vegagerðin – Ágrip |
| Rannsóknir á tengslum veðurfarsbreytinga og hreyfinga á og við vegstæði Siglufjarðarvegar um Almenninga, Elías Arnar Nínuson og Þorsteinn Sæmundsson, Háskóli Íslands – Ágrip |
| Áhrif loftslagsbreytinga á eiginleika meðal- og hárennsli íslenskra vatnasviða, Phillip Crochet, sjálfstæður ráðgjafi |
| Ástandsskoðun sprautusteypu í íslenskum veggöngum – 1. áfangi, Benedikt Ó. Steingrímsson, Guðbjartur Jón Einarsson, Matthías Loftsson og Freyr Pálsson. Mannvit og Vegagerðin |
| Greining á viðbragðstíma ökumanna, Daði Baldur Ottósson, Ásmundur Jóhannsson og Arna Kristjánsdóttir, EFLA og Akureyrarbær (vantar hlekk) |
| Greining snjóflóða með mælitækjum á jörðu niðri – prófanir á Vestfjörðum, Harpa Grímsdóttir, Óliver Hilmarsson og Örn Ingólfsson, Veðurstofan (vantar hlekk) |
| Grímsvatnahlaup 2021 og 2022, Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Krista Hannesdóttir, Joaquin Belart, Sidney Gunnarsson og Benedikt Gunnar Ófeigsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Landmælingar Íslands og Veðurstofan |
| Klæðing: Hefur ummyndun áhrif á viðloðun steinefna?, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Hafdís Eygló Jónsdóttir og Erla María Hauksdóttir, Mannvit og Vegagerðin |
| Landmótun fornra ísstrauma á Norðausturlandi, Nína Aradóttir og Ívar Örn Benediktsson, Háskóli Íslands |
| Malbiksrannsóknir 2022, Björk Úlfarsdóttir, Birkir Hrafn Jóakimsson og Pétur Pétursson, Colas Ísland og Vegagerðin (hlekkur virkar ekki) |
| Slitþolin hástyrkleikasteypa 50 mm lag á brýr – þróun og blöndun – framhald, Gísli Guðmundsson, Helgi S. Ólafsson, Kjartan B. Kristjánsson, Gylfi Sigurðsson og Ólafur H. Wallevik, Háskólinn í Reykjavík, Tæknisetur og Vegagerðin |
| The Flexible and Sustainable Port Network – Dealing with Uncertainty in the Port Planning Process, Majid Eskafi og Guðmundur F. Úlfarsson. EFLA og Háskóli Íslands |
| Using recycled construction wastes as wetland substrates for pollutant removal in cold climate, Selina Hube, Tarek Zaqout, Hrund Ólöf Andradóttir og Bing Wu, Háskóli Íslands |
| Þróun nýrrar tengingar milli forsteypts stoðveggjar og staðsteypts sökkuls í brúargerð, Rúnar Steinn Smárason og Ólafur Sveinn Haraldsson, Háskólinn í Reykjavík og Vegagerðin |
| 2-1 vegir: Þekking og reynsla frá löndum sem hafa innleitt 2-1 vegi, Ragnar Gauti Hauksson og Andri Rafn Yeoman, EFLA |

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.

Páll Valdimar Kolka Jónsson var fundarstjóri ráðstefnunnar.