Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í Hörpu, föstudaginn 31. október 2014. Þetta var þrettánda ráðstefnan sem haldin hefur verið, en kveðið er á í vegalögum um að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.
Efnisyfirlit
Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2014

| Setning, Þórir Ingason (Vegagerðin) |
| Malbiksrannsóknir 2013 og 2014 (glærur PP, glærur KÞP) ágrip KÞP, ágrip PP Katrín Þuríður Pálsdóttir (Verkís) og Pétur Pétursson (PP ráðgjöf) |
| Rannsóknir á klæðingum og klæðingarefnum, ágrip Pétur Pétursson (PP ráðgjöf) |
| Vinnsla steinefna til vegagerðar – handbók fyrir vegagerðarmenn, ágrip Hafdís Eygló Jónsdóttir (Vegagerðin) |
| Gæðastýring fyrir birgðir Vegagerðarinnar, ágrip Daníel Árnason (Vegagerðin) |
| Eiginleikar íslensks jarðvegs – úrvinnsla CPT mælinga, ágrip Ástgeir Rúnar Sigmarsson (HÍ) |
| Fjölnematíðnigreining á yfirborðsbylgjum, ágrip Elín Ásta Ólafsdóttir (HÍ) |
| Samanburður bormótstöðu við niðurrekstur og burðarþol staura, ágrip Guðmundur Þorsteinn Bergsson (Verkís) |
| Hornafjarðarós – Grynnslin – Sjávarborðsrannsóknir, ágrip Sigurður Sigurðarson (Vegagerðin) |
| Umræður og fyrirspurnir |
| Loftræsting jarðganga – uppfært reiknilíkan, ágrip Sigurður Páll Steindórsson (Mannvit) |
| Öryggi og heilbrigði á verkstað við útlögn bikbundinna slitlaga, ágrip Anna Jóna Kjartansdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir (Mannvit) |
| Aðferðir við að meta kostnað umferðarslysa og virði lífs, ágrip Haraldur Sigþórsson (Samgöngustofa) og Vilhjálmur Hilmarsson (Mannvit) |
| Rafræn ferðavenjukönnun – Notkun snjallsíma við mælingar á ferðavenjum, ágrip Haukur Þór Haraldsson (Verkís) |
| Staða hjólreiða á landsvísu, aðferðafræði og ávinningur stefnumótunar, ágrip Eva Dís Þórðardóttir (Efla) |
| Umferðarhraði á vinnusvæðum og áhrif hraðatakmarkandi aðgerða, Björn Ólafsson (Vegagerðin) |
| Ísland allt árið eða hvað? ágrip Katrín Halldórsdóttir og Auður Þóra Árnadóttir (Vegagerðin) |
| Hvernig nota má umferðartalningar til að meta fjölda ferðamanna, ágrip Rögnvaldur Ólafsson (HÍ) |
| Könnun á legu útfalla og farvega fallvatna frá Síðujökli og stöðugleika þeirra, þegar jökullinn hörfar, ágrip Finnur Pálsson (HÍ) |
| Effects of Vegetation on Traffic-Related Particulate Matter, ágrip J.A. og Þröstur Þorsteinsson (HÍ) [Erindið verður flutt á ensku] |
| Sjávarstraumar og súrefnisbúskapur í Kolgrafafirði, ágrip Sveinn Óli Pálmarsson (Vatnaskil) |
| Áhrif síldardauða á lífríki hafsbotns í Kolgrafafirði, ágrip Valtýr Sigurðsson1,2,3, Jón Einar Jónsson2, Róbert A Stefánsson3, Árni Ásgeirsson2 og Jörundur Svavarsson1 (1Líf- og umverfisvísindadeild HÍ, 2Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi, 3Náttúrustofa Vesturlands) |

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2014

Þórir Ingason