Ráðstefna: Bund­in slit­lög – betri vegir 2021

Bundin slitlög – betri vegir var yfirheiti ráðstefnu sem Vegagerðin hélt í Hörpu 14. september síðastliðinn. Ráðstefnan var vel sótt en 130 manns voru mættir í Hörpu og enn fleiri fylgdust með beinu streymi frá ráðstefnunni. Á  ráðstefnunni var fjallað um malbik og klæðingar frá mörgum sjónarhornum. Farið var yfir söguna, stöðuna í dag, hugað að umhverfisáhrifum og endurvinnslu auk þess sem erlendir fyrirlesarar vörpuðu ljósi á notkun bundinna slitlaga í sínum heimalöndum.

Dagskráin var þétt og þótti gefa góða innsýn inn í málefni bundinna slitlaga. Fyrirlestrarnir voru afar áhugaverðir en glærukynningar allra fyrirlesara má finna hér fyrir neðan. Einnig er hér á síðunni upptaka af ráðstefnunni í heild.

Ráðstefna: Bundin slitlög – betri vegir 2021

Fyrirlesarar svöruðu spurningum ráðstefnugesta úr sal.

Fyrirlestrar og hlekkir á glærukynningar

Af mölinni á bundna slitlagið. 
Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar 
Common praxis and experiences of bitumen bound surface layers.
Kenneth Lind, sérfræðingur í vegtækni og bundnum slitlögum, Trafikverket í Svíþjóð 
Auknar kröfur – breyttar reglur.
Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar
Yfirborð bikbundinna vega – rýni
Sigurður Erlingsson, prófessor umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands
Ending malbikaðra slitlaga – samanburður á helstu stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu.
Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, byggingatæknifræðingur, Eflu
Advanced asphalt surface treatment – technologies using bio-based materials
Bert Jan Lommerts, framkvæmdastjóri og eigandi Reddy Solutions, Hollandi
The importance of friction for motocyclist – experiences from Sweden
Maria Nordqvist, Sveriges MotorCyklister
Endurvinnsla í vegagerð. 
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir hjá ReSource
Endurvinnsla í malbik – tækifæri til framtíðar.
Björk Úlfarsdóttir rannsóknarstjóri og Harpa Þrastardóttir umhverfis-, öryggis-, og gæðastjóri, Colas Ísland
Frá vöggu til grafar – meðhöndlun efna við slitlagnir.
Páll Kolka, umhverfissérfræðingur Vegagerðarinnar
Viðhald bundinna slitlaga – mat á viðhaldsþörf.
Jón Magnússon sérfræðingur framkvæmdadeild Vegagerðarinnar
An overview of skid resistance in the UK.
David Woodward, verkfræði innviða, Ulster háskólanum Norður-Írlandi
Efnisgæðarit Vegagerðarinnar – fróðleikur og kröfur til vegagerðarefna.
Pétur Pétursson sérfræðingur stoðdeild Vegagerðarinnar
Ódýrara malbik – færanlegar malbiksstöðvar.
Sigþór Sigurðsson, forstjóri Colas Ísland
Nýsköpun og þróun innan og utan Vegagerðarinnar.
Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vegagerðarinnar

Upptaka af ráðstefnunni


Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.

Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra flutti ávarp.

Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra flutti ávarp.