Vegblæðingar og auknar líkur á grjóthruni
Veðurspár gera ráð fyrir mikilli rigningu og hlýindum áfram næstu daga. Þessar aðstæður hafa ýmis áhrif á samgöngur.
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar varar við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á vegum sem liggja undir bröttum hlíðum.
Þá hefur orðið vart við vegblæðingar á vegkaflanum milli Djúpavogs og Reyðafjarðar. Á sömu leið eru þungatakmarkanir 10 tonn en takmörkunin nær frá vegamótum við Fáskrúðsfjörð að vegamótum við Kirkjubæjarklaustur. Vegfarendur eru beðnir um að gæta varúðar, sér í lagi þegar þeir mæta stærri ökutækjum.
Nýjustu upplýsingar um færð og veður er að finna á www.umferdin.is

Hætta er á skriðum á vegum sem liggja undir bröttum hlíðum.