Umhverfismatsskýrsla til kynningar
Kynningarfundur um umhverfismatsskýrslu vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, ásamt hluta af 3. lotu Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka, verður haldinn mánudaginn 25. ágúst kl. 17:00.
Á fundinum munu Anna Rut Arnardóttir og Berglind Hallgrímsdóttir frá EFLU fara yfir niðurstöður umhverfismatsins. Umhverfismatsskýrslan er nú til kynningar hjá Skipulagsstofnun, skipulagsgatt.is
Fundurinn verður haldinn í Vindheimum (salur) á 7. hæð í húsakynnum Reykjavíkurborgar, Borgartúni 14, eystri inngangur og eru allir velkomnir.
Verkefnið er hluti af Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og unnið í samstarfi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Betri samgangna.
Markmiðið er að efla samgöngur allra ferðamáta, draga úr umferðartöfum á háannatíma og auka umferðaröryggi vegfarenda.
Umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda hafa nú verið metin og niðurstöður birtar í umhverfismatsskýrslu sem er til kynningar í Skipulagsgáttinni, sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1009
Í umhverfismatsskýrslunni er fjallað um áhrif á loftslag, fornminjar, fugla, jarðmyndanir, hljóðvist, loftgæði, landslag og sjónræna þætti, náttúruminjar, samgöngur og umferðaröryggi, útivist, vatnafar, vatnalíf og vatnshlot.
Með breytingum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verður ljósastýring við gatnamótin afnumin og leið Borgarlínu komið fyrir í sérrými.
Dagskrá kynningarfundarins
Fundarstjóri er G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.
Skriflegar athugasemdir skulu sendar í gegnum Skipulagsgáttina (skipulagsgatt.is), til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, eða á netfangið skipulag@skipulag.is.
Umhverfismatsskýrsla er nú til kynningar.