Stofnæðar rykbundnar í nótt
Vegagerðin í samvinnu við Reykjavík mun rykbinda stofnvegi í borginni í nótt til að draga úr styrk svifryks í andrúmsloftinu.

Rykbinda á stofnæðar.
Vegagerðin mun einnig rykbinda stofnvegi víðar á höfuðborgarsvæðinu, eða í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Rykbundið er þegar styrkur svifryks mælist hár á flestum mælistöðum og gert er ráð fyrir þurru hæglætisveðri næstu daga. Rykbindingin verður til þess að minna þyrlast upp af svifryki vegna umferðar.
Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefnum loftgæði.is