Steypuvinnu lokið – hæðartakmarkanir 4 metrar
Steypuvinna við nýja brú yfir Breiðholtsbraut gekk mjög vel og er nú lokið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna eða sem nemur 205 steypubílum. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður áfram lokuð fyrir alla umferð þar til kl. 05:00 í fyrramálið. Hæðartakmarkanir verða 4 metrar þegar opnað verður fyrir umferð á ný því mikil slysahætta getur skapast ef ekið er á brúna, bæði fyrir ökumenn og starfsfólk á svæðinu.

Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna eða sem nemur 205 steypubílum.
Næstu 10-14 daga verður þessi kafli lokaður að næturlagi, eða frá klukkan 22:00 á kvöldin til 06:30 á morgnana.
Mjög mikilvægt er að verktakar, flutningsaðilar, sem og aðrir virði hæðartakmarkanir svo ekki verði slys á fólki eða skemmdir á brúnni.
Hámarkshraði hefur verið lækkaður í 30 km/klst. á meðan unnið er við brúna.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og þolinmæði meðan á framkvæmdum stendur.
Brúin er hluti af nýjum Arnarnesvegi, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar.https://www.vegagerdin.is/verkefnin/framkvaemdir/rjupnavegur-breidholtsbraut

Steypuvinnan gekk vel.

Til að tryggja öryggi starfsfólks og vegfarenda er hæðartakmörkun 4 metrar.

Steypan þarf að taka sig næstu daga.

Vel viðraði fyrir steypuvinnu.