Sjálfbærni með í för morgunfundur Vegagerðarinnar
Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um sjálfbærni föstudaginn 31. október klukkan 9:00 – 10:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, en verður einnig sýndur í beinu streymi. Meðal annars verða kynntar nýjar umhverfiskröfur í útboðum.

Hringvegur 1 um Hvalnes.
Fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar leit dagsins ljós á þessu ári. Markmið stefnunnar sem nær til ársins 2028 er að efla umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbærni í allri starfsemi Vegagerðarinnar. Þetta nær frá hönnun mannvirkja til framkvæmda og reksturs. Með stefnunni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll.
Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Á fundinum verður sérstaklega fjallað um tvö lykilverkfæri sem nú hafa verið tekin í notkun:
Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar
Fundurinn verður sem áður segir í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Hann hefst klukkan 9:00 og stendur til klukkan 10:30. Heitt verður á könnunni og létt hressing í boði. Fundurinn verður einnig í beinu streymi fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.
Hlekkur á streymi: