Nokkrir áfangar vegna nýs Arnarnesvegar á lokametrunum
Framkvæmdir við Arnarnesveg eru í fullum gangi og mannvirkin við Breiðholtsbraut og í Elliðaárdal eru farin að taka á sig endanlega mynd. Ný brú yfir Dimmu er að verða tilbúin og vinna við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut er langt komin.
Hér sést vegstæði Arnarnesvegar milli Rjúpnavegs og Breiðholtsbrautar.
Nú er um eitt ár þar til að framkvæmdum við Arnarnesveg lýkur, en þær hófust í september 2023. Í Elliðaárdal er unnið við frágang göngu- og hjólastíga og nýrrar brúar yfir Dimmu, sem verður kærkomin samgöngubót á svæðinu. Uppsetningu brúarinnar er lokið og búið er að malbika göngu- og hjólastíga sem liggja að henni. Eftir stendur að setja upp varanlegt handrið og lýsingum meðfram stígunum. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki fyrir lok október og þá verður opnað fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda yfir brúna. Stígarnir sitt hvoru megin við ána hafa þegar verið teknir í notkun.
Unnið er við frágang á dælubrunni við nýju undirgöngin undir Breiðholtsbraut á móts við Völvufell. Að þeirri vinnu lokinni verða undirgöngin opnuð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Í vegstæði Arnarnesvegar við Rjúpnaveg, þar sem ný undirgöng verða staðsett, er unnið við breytingar á stofnlögnum fyrir heitt og kalt vatn og tengingar frárennslislagna. Framleiðslu á forsteyptum einingum undirganganna er lokið og styttist í að þeim verði komið fyrir á sínum stað. Vegna þessara framkvæmda þurfti að loka undirgöngunum við Rjúpnaveg.
Til að stytta hjáleið fyrir gangandi- og hjólandi umferð fram hjá framkvæmdasvæðinu var gerð bráðabirgða gönguþverun á Arnarnesveg á móts við Rjúpnasali og stígtengingar þaðan inn á aðalstígakerfið.
Margir nýta sér nýju hjáleiðina.
Til að stytta hjáleið fyrir gangandi- og hjólandi umferð fram hjá framkvæmdasvæðinu var gerð bráðabirgða gönguþverun á Arnarnesveg á móts við Rjúpnasali og stígtengingar þaðan inn á aðalstígakerfið. Til að auka öryggi gönguleiðarinnar var sérstök gangbrautarlýsing sett á gönguþverunina á Arnarnesvegi og við Baugatorg.
Þá er vinna við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut langt komin og er áætlað að steypa brúna í byrjun nóvember.
Samhliða þessum framkvæmdum er unnið við fyllingar í vegstæði Arnarnesvegar, einnig fyllingar undir stíga og landmótun á verksvæðinu.
Áætluð verklok Arnarnesvegar og tengdum framkvæmdum eru í nóvember 2026.
Hér er unnið að nýrri göngu- og hjólabrú.
Til að auka öryggi gönguleiðar er búið að setja upp sérstaka gangbrautarlýsingu við Baugatorg.
Vinna við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut er langt komin.
Brúin yfir Dimmu verður senn tilbúin.