27. september 2025
Hring­vegur­inn verður opnaður kl. 17:00 í dag

Hringvegurinn verður opnaður kl. 17:00 í dag

Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og nú er reiknað með að hægt verði að hleypa umferð á veginn kl. 17:00 síðdegis í dag laugardag ef ekkert óvænt kemur uppá. Þá verður þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til kl. 19:00 til að ganga þá frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn, vegurinn verður þá alveg opinn frá og með kl. 19:00.

Á morgun verður vinnu síðan haldið áfram og má þá búast við að tafir getið orðið en umferðin ætti að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði.

Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við. Allt kapp hefur lagt á að geta opnað sem fyrst aftur.

Rétt að ítreka að kl. 17:00 verður bílum hleypt yfir skemmdina en síðan verður umferð heimil alveg eftir kl. 19:00 þegar bráðabirgðaviðgerð verður lokið. Þetta er háð því að ekkert óvænt komi upp á og verkið gangi jafnvel og það hefur gengið síðan í morgun.

Við Jökulsá í Lóni á laugardagsmorgni 27.9.2025

Við Jökulsá í Lóni á laugardagsmorgni 27.9.2025

Við Jökulsá í Lóni á laugardagsmorgni 27.9.2025

Við Jökulsá í Lóni á laugardagsmorgni 27.9.2025

Vegur í sundur við Jökulsá í Lóni 26.9.2025

Vegur í sundur við Jökulsá í Lóni 26.9.2025

Við Jökulsá í Lóni á laugardagsmorgni 27.9.2025

Við Jökulsá í Lóni á laugardagsmorgni 27.9.2025