24. október 2025
Fundur um Sunda­braut í streymi

Fundur um Sundabraut í streymi

Kynningarfundur um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar verður haldinn hjá Vegagerðinni í dag, föstudaginn 24. október klukkan 9:00-10:30.

Fundurinn verður einnig í beinu streymi – sjá hér:

https://www.youtube.com/live/NtCmCIEArBE

Hægt verður að senda inn spurningar á www.slido.com

Lykilorðið er: sundabraut

Farið verður yfir helstu niðurstöður umhverfismatsins, sem nú er til kynningar hjá Skipulagsstofnun, www.skipulagsgatt.is

Aðalvalkostir verða kynntir og fjallað um áhrif þeirra á íbúa og starfsemi í nágrenni Sundabrautar.

Fulltrúar Vegagerðarinnar og verkfræðistofunnar EFLU, sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu, halda erindi.