Framkvæmdafréttir 3. tbl. 2025 komnar á vefinn
Framkvæmdafréttir, 3. tbl. nr. 736 eru komnar á vefinn. Í blaðinu er að finna fjölda áhugaverðra greina og frétta. Sem dæmi má nefna framkvæmdakort þar sem taldar eru upp helstu framkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025, viðtal við Hafdísi Eygló Jónsdóttur jarðfræðing sem nýverið hætti störfum, umfjöllun um veghefilstjóranámskeið og fjallað um nokkrar framkvæmdir til dæmis á Jökuldalsvegi, Hringvegi við Akureyri og við nýja Ölfusárbrú.
Þetta og margt fleira er að finna Framkvæmdafréttum sem má lesa á vefnum:
Framvkæmdafréttir 3 tbl 2025 forsíða
Bæði er hægt að gerast áskrifandi að vefútgáfu eða prentaðri útgáfu.
Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist á askrift@vegagerdin.is.