Endurnýjun umferðarljósa á Höfðabakka
Vinna við endurnýjun umferðarljósa á Höfðabakka eru í fullum gangi. Framkvæmdir hafa verið unnar í áföngum í haust og hafa að mestu gengið vel.

Framkvæmdir á gatnamótunum á Höfðabakka, Bæjarháls og Strengs.
Umferðaljósastillingar hafa verið virkjaðar á eftirfarandi gatnamótum:
Stefnt er að því að framkvæmdum á Höfðabakka/Stórhöfða og Höfðabakka/Bíldshöfða ljúki fyrir áramót og að nýjar ljósastillingar verði þá orðnar virkar. Markmiðið er að ná sem bestu flæði á öllum gatnamótunum en með samstillingu geta ökumenn keyrt á jöfnum hraða í gegnum nokkur gatnamót án þess að lenda á rauðu ljósi.
Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar hafa í för með sér. Þökkum þolinmæðina.
Hér má finna nánari upplýsingar um framkvæmdirnar.