22. júlí 2025
Brúin á Bústaða­vegi lokuð til aust­urs 23. júlí

Brúin á Bústaðavegi lokuð til austurs 23. júlí

Brúin á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut verður lokuð fyrir umferð í austurátt miðvikudagskvöldið 23. júlí frá klukkan 20:00 og fram til klukkan 04:00 aðfaranótt fimmtudagsins 24. júlí vegna framkvæmda. Ein akrein verður opin til vesturs. Viðbragðsaðilar munu hafa aðgang á þeirri akrein, en gætu þurft að fara á móti umferð með aðstoð vaktmanna á verkstað. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát og virða merkingar á svæðinu.

 

„Vinnuflokkur Vegagerðarinnar vinnur að endurnýjun þensluraufa á brúnni. Þær eru tvær, hvor við sinn enda brúarinnar. Vinnuflokkurinn er að ljúka fyrsta áfanga af þremur, sem er nyrst á brúnni en frá 7. júlí hafa verið nokkrar umferðartafir og aðeins ein akrein opin til vesturs, auk göngu- og hjólaleiðar,“ segir Anna Elín Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar.

„Á miðvikudagskvöldið verður malbikað við þensluraufarnar á öllum akreinum til austurs. Því verður lokað fyrir alla umferð í þá átt meðan á malbikun stendur. Í kjölfarið hefst annar áfangi verksins, sem felst í vinnu við þensluraufarnar á miðri brúnni. Þá verður aðeins ein akrein opin í hvora átt og beygjuakrein þegar ekið er úr vesturátt og suður að Kópavogi verður lokuð,“ upplýsir Anna Elín.

Hún bendir einnig á að mikil og tíð vinna hafi verið hjá þjónustustöð Vegagerðarinnar við holufyllingar á brúnni þar sem þensluraufarnar eru og þá hafa ökutæki lent þar í tjóni. „Það er því löngu tímabær aðgerð að endurnýja þensluraufarnar. Ákveðið var að ráðast í þetta verk í júlí, þar sem það er rólegasti tími ársins á þessum stað með tilliti til umferðar.“

Bústaðavegur, horft til austurs.

Bústaðavegur, horft til austurs.

Loka þarf alveg fyrir umferð í austurátt vegna malbikunar

Loka þarf alveg fyrir umferð í austurátt vegna malbikunar

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.

Vinnusvæðamerkingar.