Brim sópaði fjárhúsi út í sjó
Fjárhús austan við byggðina í Vík í Mýrdal skolaðist á haf út í morgun sökum mikils brims sem hefur gengið um sunnanvert landið. Björgunarsveitin Víkverji vinnur nú að því að bjarga verðmætum úr hesthúsum sem eru á svæðinu. Stórstraumsflóð var í nótt þegar óvenju há ölduhæð úr suðaustri, miðað við árstíma, skall á suðurströndina og hefur mikill sjór gengið á land.
Fjárhúsið sem eyðilagðist var staðsett austan við skilgreinda varnarlínu. Á sínum tíma var tekin ákvörðun um að verja byggðina í Vík fyrir sjávargangi og þá jafnframt að byggð austan við hana yrði ekki varin, en líklegt væri að á einhverjum tímapunkti mundi sjór eyðileggja mannvirkin sem þar eru staðsett.
Nú er farið að draga úr ölduhæð og um leið brimi við ströndina. Hægt er að fylgjast með ölduhæðinni á www.sjolag.is þar sem ölduspá og öldumælingardufl er að finna.
Hvorki fólk né skepnur ættu að vera í hættu.
Verðmætum var bjargað úr hesthúsum.
Dregið hefur úr ölduhæð.
Ölduhæðin var óvenjuhá miðað við árstíma.
Hesthúsin fóru ekki varhluta af briminu.
Hvorki fólk né skepnur ættu að vera í hættu.
Mikill sjór gekk á land.