Vegagerðin vill leitast við að lágmarka mögulega útbreiðslu alaskalúpínu á framkvæmdasvæði við Skriðdals- og Breiðdalsveg, við Gilsá (kafli 95-02), en lúpína er útbreidd á efnistökusvæðum framkvæmdarinnar. Haustið 2021, að beiðni Sveins Sveinssonar hjá Vegagerðinni, gerði Náttúrustofa Austurlands grunnúttekt á útbreiðslu lúpínu og annarra framandi, mögulega ágengra tegunda á svæðinu (Náttúrustofa Susturlands, 2021). Vorið 2022 fékk Náttúrustofa Austurlands styrk til vöktunar á útbreiðslu lúpínu vegna framkvæmda við nýbyggingu Skriðdals- og Breiðdalsvegar ásamt brú yfir Gilsá á Völlum á Austurlandi. Markmið þeirrar vöktunar er að fylgjast með mögulegri dreifingu lúpínu með aðfluttu efni á framkvæmdasvæðinu og við það er stuðst við niðurstöður grunnúttektarinnar. Ef til aukinnar útbreiðslu lúpínu kemur mun Vegagerðin leitast við að stöðva hana jafnóðum. Vöktunin er styrkt til fimm ára af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Guðrún Óskarsdóttir
nr_1800_936_voktun-utbreidslu-lupinu-vegna-framkvaemda-vid-nybyggingu-afangaskyrsla-4.pdf
Sækja skráVöktun útbreiðslu lúpínu vegna framkvæmda við nýbyggingu – Áfangaskýrsla 4