PDF
Saman­burður á hávaða­vísum og reikni­aðferð­um fyrir umferðar­hávaða

Í þessari skýrslu er farið yfir stöðu á Íslandi varðandi notkun hávaðavísa og viðmiða fyrir
umferðarhávaða, ásamt aðferðafræði við útreikninga á umferðarhávaða, og borið saman við þá þróun
sem orðið hefur í Noregi, Danmörku og Svíþjóð á síðustu árum og áratugum. Einnig er lagt mat á þau
áhrif sem það myndi hafa að samræma notkun á hávaðavísum og reikniaðferðum á milli reglugerðar
um hávaða nr. 724/2008 og reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005.
Niðurstöður samanburðar gefa tilefni til endurskoðunar á reglugerð um hávaða nr. 724/2008,
endurskoðun á notkun reikniaðferða, hávaðavísa og viðmiðunargilda, að sett verði gæðaviðmið fyrir
hljóðlátar hliðar íbúða og að gefnar verði út leiðbeiningar um meðhöndlun hávaða í skipulagi.

Skrá

nr_1800_1033_samanburdur-a-havadavisum-og-reikniadferdum-fyrir-umferdarhavada.pdf

Sækja skrá

Samanburður á hávaðavísum og reikniaðferðum fyrir umferðarhávaða