PDF · Útgáfa NR-1800-1025 / ÍSOR-2025/019 — mars 2025
Jarð­laga­skip­an höfuð­borgar­svæð­isins – þrívítt líkan

Safnað hefur verið saman miklu magni af jarðlagaupplýsingum úr fjöldamörgum borholum af höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að útbúa þrívítt jarðlagalíkan af efstu 300 m jarðlagastaflans. Einnig var gerð holusjárgreining í einni holu á Álftanesi til þess að bæta gagnasafnið á því svæði. Líkanið sýnir Reykjavíkurgrágrýtið, Elliðavogslögin og mislægið undir þeim vel, en mörk jarðvegshulu og Reykjavíkurgrágrýtis eru illa skilgreind þar sem fáar borholur eru til staðar til að ákvarða lagmótin. Það veldur því að sums staðar virðist jarðvegshulan of þykk. Neðan við Elliðavogslögin koma ýmist basalt eða móbergsríkar syrpur upp undir það vegna 4-8° halla þeirra jarðlaga til ASA. Góð upplausn og nákvæmni er í kringum stofnbrautirnar Miklubraut og Sæbraut, sem og milli Laugarnesssvæðisins, Elliðaárdals og að einhverju leyti Seltjarnarness vegna fjölda holna og þéttleika gagna en utan þeirra reynist erfiðara að tengja holurnar. Því verður líkanið að teljast ónákvæmt eða villandi til jaðrana þangað til frekari gagnaöflun hefur átt sér stað. Þrjú þversnið þar sem gagnaþéttleiki þótti mjög góður eru birt í skýrslunni. Líkanið og gagnasafnið sem því fylgir er góður grunnur fyrir frekari vinnu í framtíðinni. Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.

Skjámynd 2025-07-28 122141
Höfundur

Daníel Bergur Ragnarsson, Helga Margrét Helgadóttir, Magnús Á. Sigurgeirsson

Ábyrgðarmaður

Árni Hjartarson

Verkefnastjóri

Helga Margrét Helgadóttir

Skrá

nr_1800_1025_jardlagaskipan-hofudborgarsvaedisins-thrivitt-likan.pdf

Sækja skrá

Jarðlagaskipan höfuðborgarsvæðisins – þrívítt líkan