PDF · Útgáfa NR-1800-1013 — 2025
Fornar strand­línur á Íslandi – Áfanga­skýrsla 1

Í upphafi árs 2024 fékkst styrkur úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til að kortleggja fornar strandlínur á Íslandi. Verkefnið er tilkomið vegna þarfar á heildstæðu yfirliti og samræmdri kortlagningu þessara landforma sem gefa upplýsingar um hæstu sjávarstöðu (þ.e. efstu fjörumörk) í lok síðasta jökulskeiðs á Íslandi. Síðustu áratugi hefur ásókn aukist í þessar jarðmyndanir til efnistöku þar sem efnið er yfirleitt frostfrítt og er gott til margskonar mannvirkjagerðar. Vegna þessa hafa allmargar fornar strandlínur eyðst eða verið verulega og varanlega raskað. Því þótti einnig brýnt að hluti verkefnisins fjallaði um mat á verndargildi þeirra fornu strandlína, sem vegna vísindagildis, fræðslugildis, samfellu nú eða formfegurðar, og þörf á að vernda þær til framtíðar.

Skjámynd 2025-07-28 111414
Höfundur

Lovísa Ásbjörnsdóttir, Skafti Brynjólfsson, Hreggviður Norðdahl, Ívar Örn Benediktsson

Skrá

nr_1800_1013_fornar-strandlinur-a-island-afangaskyrsla-1.pdf

Sækja skrá

Fornar strandlínur á Íslandi – Áfangaskýrsla 1