PDF · apríl 2012
Umhverf­isvænt sements­laust stein­lím úr eldfjalla­ösku – áfanga­skýrsla

Sement hefur mikla þýðingu í byggingarsögu heimsins og í dag er hefðbundið
Portlandssement mest notaða hráefnið á jörðinni. Mikill ókostur er að við framleiðslu þess
losnar um tonn af koltvíoxíði út í andrúmsloftið fyrir hvert tonn af sementi sem framleitt er.
Sementsframleiðsla svarar til rúmlega 5% af allri koltvíoxíðs losun af manna völdum í
heiminum, en um 2,5 miljarða tonna af sementi eru framleidd á ári hverju. Samkvæmt
framtíðarspám mun losunin verða um 5 miljarða tonna á ári árið 2050, að öllu óbreyttu.
Sementsframleiðendur hafa því þegar hafið ýmsar aðgerðir til að draga úr koltvíoxíð losun
með m.a. íaukun og koltvíoxíð jöfnuðu eldsneyti. Slíkar aðgerðir eru samt alltaf takmarkaðar
þar sem aðal koltvíoxíð losunin mun ávalt koma til með að felast í brennslu sem myndar
kalsíumoxíð, mikilvægasta fasa sements.
Eftir mikið umtal síðustu áratugi er ljóst að sá dagur mun renna upp að framleiðsla á
hefðbundnu sementi verði endanlega bönnuð. Þrátt fyrir að ekki sé talið líklegt að slíkt bann
verði sett á í nánust framtíð (c.a. næstu 20 árin) er samt sem áður einungis tímaspursmál
hvenær slík höft komi til framkvæmda. Einnig er líklegt að sementsverð muni hækka
verulega næstu árin vegna ákvæða í Kyoto sáttmálanum sem leiðir til þess að skattur á
umfram koltvíoxíð kvóta mun verða verulega hærri en beinn framleiðslukostnaður á sementi.

Skjámynd 2025-07-10 120936
Höfundur

Sunna Ó. Wallevik, Kristján F. Alexandersson, Ólafur H. Wallevik, Þórður I. Kristjánsson, Jón G. Guðmundsson

Skrá

umhverfisv_sementslaust_steinlim.pdf

Sækja skrá

Umhverfisvænt sementslaust steinlím úr eldfjallaösku – áfangaskýrsla