PDF · apríl 2012
Saman­burður á umhverf­isstjórn­un vega- og gatna­gerðar á Norður­lönd­unum

Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa unnið að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í
samræmi við ISO14001 staðalinn undanfarin ár og höfðu áhuga á að afla frekari vitneskju um
stöðu sína miðað við aðrar samgöngustofnanir og borgir á Norðurlöndunum.
Markmiðið með könnuninni var, auk þess að læra um umhverfisstjórnun hjá hinum, að miðla
upplýsingum og afla nýrra tengiliða og var lögð áhersla á að spyrja spurninga sem
starfsmenn, sem vinna við umhverfismál hjá þessum stofnunum og borgum, gætu nýtt sér í
starfi. Einnig að stuðla að markvissari samvinnu milli þeirra aðila sem starfa í NVF
umhverfisnefndunum.
Könnunin var tvískipt. Annarsvegar voru spurningar ætlaðar samgöngustofnunum
Norðurlandanna og hinsvegar voru spurningar ætlaðar sveitarfélögum á Norðurlöndunum
með íbúafjölda á bilinu 90-170 þúsund, eða af svipaðri stærð og Reykjavíkurborg.

Skjámynd 2025-07-10 121851
Höfundur

Matthildur B. Stefánsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Stefán Gunnar Thors, Anna Rósa Böðvarsdóttir, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Helga Aðalgeirsdóttir, Kristinn J. Eysteinsson, Magnús Björnsson, Sóley Jónasdóttir

Skrá

samanb_umhverfisstj_vega-gatna_nvf.pdf

Sækja skrá

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum