Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa unnið að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í
samræmi við ISO14001 staðalinn undanfarin ár og höfðu áhuga á að afla frekari vitneskju um
stöðu sína miðað við aðrar samgöngustofnanir og borgir á Norðurlöndunum.
Markmiðið með könnuninni var, auk þess að læra um umhverfisstjórnun hjá hinum, að miðla
upplýsingum og afla nýrra tengiliða og var lögð áhersla á að spyrja spurninga sem
starfsmenn, sem vinna við umhverfismál hjá þessum stofnunum og borgum, gætu nýtt sér í
starfi. Einnig að stuðla að markvissari samvinnu milli þeirra aðila sem starfa í NVF
umhverfisnefndunum.
Könnunin var tvískipt. Annarsvegar voru spurningar ætlaðar samgöngustofnunum
Norðurlandanna og hinsvegar voru spurningar ætlaðar sveitarfélögum á Norðurlöndunum
með íbúafjölda á bilinu 90-170 þúsund, eða af svipaðri stærð og Reykjavíkurborg.
Matthildur B. Stefánsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Stefán Gunnar Thors, Anna Rósa Böðvarsdóttir, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Helga Aðalgeirsdóttir, Kristinn J. Eysteinsson, Magnús Björnsson, Sóley Jónasdóttir
PDF, 69 KB | |
PDF, 70 KB | |
PDF, 73 KB | |
PDF, 67 KB | |
PDF, 62 KB | |
PDF, 68 KB | |
PDF, 61 KB | |
Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum